Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Ak. 98-100 | Aftur tókst Þórsurum að sigra Keflavík Magnús Einþór Áskelsson skrifar 7. janúar 2018 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Keflavík. vísir/eyþór Þór Akureyri vann óvæntan sigur á Keflavík suður með sjó í TM höllinni í kvöld 98-100. Leikurinn hófst með þriggja stiga sprengjum beggja liða, en fyrsti leikhlutinn var gríðarlega jafn. Daði Lár Jónsson henti svo í þrist með flautukörfu sem tryggði heimamönnum þriggjastiga forskot 29-26. Í öðrum leikhluta byrjuðu Keflvíkingar sterkt án þess að ná að hrista Þórsara almennilega af sér en leiddu með fjórum stigum 56-52 í hálfleik. Keflavík hótaði að stinga af í byrjun þriðja leikhluta og voru komnir með níu stiga forskot um miðbik hans. Þórsarar komu til baka með látum og með frábærum leik tóku þeir forystuna undir lok leikhlutans með þristi og leiddu fyrir loka leikhlutann 72-75. Vandræði heimamanna hélt áfram í fjórða leikhluta og náðu gestirinir tíu stiga forskoti þegar um fimm mínútur voru eftir. Þrátt fyrir að hafa misst erlenda leik mann sinn Nino D´Angelo Johnson út af með fimm villur þegar sex mínútur voru eftir. Fyrirliði Þórsara Ingvi Rafn Ingvarsson tók þá við keflinu og var frábær á þessum kafla. Allt leit út fyrir að Þórsarar ætluðu að sigla þessu þægilega heim en seigir Keflavíkingar komu til baka og fékk Daði Lár Jónsson galopið þriggja stiga skot leið undir lok leiksins en það geigaði og óvæntur sigur gestanna staðreynd.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru yfir í baráttunni og unnu sem ein heild í vörn og sókn. Sóknarleikur þeirra var hreint út sagt frábæri í kvöld en að sama skapi var varnarleikur heimamanna ekki upp marga fiska.Bestu menn vallarins Ingvi Rafn Ingvarsson var frábær í liði Þórs, sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem hann tók á skarið og skoraði stórar körfur en hann endaði leikinn með 20 stig. Hilmar Smári Henningsson var einnig mjög góður hjá gestunum skoraði 18 stig og tók 8 fráköst og skilaði hæðstu framlagsstigunum. Hjá Keflavík spilaði nýr erlendur leikmaður þeirra Dominique Elliotvel en hann skoraði 29 stig og tók 11 fráköst og sennilega eru Keflvíkingar loksins búnir að finna rétta manninn. Hörður Axel Vilhjámsson var einnig öflugur með 18 stig og 10 fráköstTölfræði sem vakti athygli Þriggja stiga nýting Þórs var 56% í leiknum sem er betri nýting en í tveggja stiga nýting þeirra. Þá náðu þeir að skora 14. stig í röð þegar þeir breyttu stöðunni úr 72-63 í 72-77. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur var skelfilegur í þessum leik, Þórsarar splundruðu oft á tíðum vörninni og virtust heimamenn gjörsamlega vera á hælunum.Hvað gerist næst? Þórsarar eiga heimaleik gegn Stólunum en Keflavík á nágrannaslag gegn Grindavík í Röstinni. Friðrik Ingi: Skömm af því hvernig við spilum vörn í kvöldFriðrik Ingi Rúnarsson þjáflari Keflavíkur var virkilega ósáttur með spilamennsku liðisins í kvöld og þá sérstaklega varnarleikinn sem var enginn að hans sögn. „Ég er mjög ósáttur fyrst og fremst hvernig liðið spilaði það er það sem angrar mig mest, sigur eða tap, jú jú við viljum vinna það angrar mig. Það var enginn varnarleikur þetta var hrein og klár skömm.“ Aðspurður út í Dominique Elliot nýja erlenda leikmann Keflavíkur finnst Friðriki honum líta ágætlega út en að kannski að þessar breytingar á liðinu séu aðeins að riðla skipulaginu. Það hafi hinsvegar ekki afsakað varnarleikinn í kvöld. „Jú jú lítur bara ágætlega út en ég er bara fyrst og fremst að hugsa hverning liðið spilaði.Það er alveg ljóst að holningin á liðinu með hann er ekki alveg eins og ég vill hafa. Það eru svona auðvitað ákveðnar breytingar, það þarf kannski að vinna í hlutverkaskiptingunni það afsakar ekki það að menn geti ekki spilað betri varnarleik en hérna í dag. Það angrar mig því ég er afar ósáttur með varnarleikinn,” sagði Friðrik ósáttur að leikslokum. Hjalti: Lögðum mikið á okkur fyrir þessum sigriHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var ánægður með liðið, hvernig kerfin rúlluðu og hvernig undirbúningur liðisins gekk frábærlega upp en hann breytti áherslum í undirbúningnum frá því í seinasta leik. „Við vorum virkilega flottir í kvöld og lögðum mikið á okkur til að ná þessum sigri bæði í sókn og vörn. Við vorum að keyra kerfin okkar fínt sóknarlega og vorum að stoppa þá þokkalega varnarlega, þeir skora 98 stig sem er heldur mikið en þeir hittu mjög vel.” Þetta var aðeins þriðji sigur Þórsara í vetur. „Við tökum bara einn leik í einu og við ætluðum að vinna þennan leik eins og aðra leiki en við fórum bara með alvöru hugarfar og stemmningu í þennan leik. Við einblíndum á okkur fyrir þennan leik, á móti Haukunum töluðum við fullmikið um Haukana en núna ákváðum við bara að horfa inn á við og það gekk frábærlega eftir.” Þórsarar misstu erlenda leikmann sinn út af með fimm villur þegar sex mínútur lifðu leiks og var Hjalti virkilega ánægður með hvernig liðið brást við því. „Við höfum greinilega lært af því þegar annað hvort erlendi leikmaður okkar fer út af með fimm villur eða meiðist og í seinustu tvö skipti höfum við svolítið brotnað en í þetta skitpið héldum við áfram og gerðum í raun betur en áður en hann fór út af. “ Dominos-deild karla
Þór Akureyri vann óvæntan sigur á Keflavík suður með sjó í TM höllinni í kvöld 98-100. Leikurinn hófst með þriggja stiga sprengjum beggja liða, en fyrsti leikhlutinn var gríðarlega jafn. Daði Lár Jónsson henti svo í þrist með flautukörfu sem tryggði heimamönnum þriggjastiga forskot 29-26. Í öðrum leikhluta byrjuðu Keflvíkingar sterkt án þess að ná að hrista Þórsara almennilega af sér en leiddu með fjórum stigum 56-52 í hálfleik. Keflavík hótaði að stinga af í byrjun þriðja leikhluta og voru komnir með níu stiga forskot um miðbik hans. Þórsarar komu til baka með látum og með frábærum leik tóku þeir forystuna undir lok leikhlutans með þristi og leiddu fyrir loka leikhlutann 72-75. Vandræði heimamanna hélt áfram í fjórða leikhluta og náðu gestirinir tíu stiga forskoti þegar um fimm mínútur voru eftir. Þrátt fyrir að hafa misst erlenda leik mann sinn Nino D´Angelo Johnson út af með fimm villur þegar sex mínútur voru eftir. Fyrirliði Þórsara Ingvi Rafn Ingvarsson tók þá við keflinu og var frábær á þessum kafla. Allt leit út fyrir að Þórsarar ætluðu að sigla þessu þægilega heim en seigir Keflavíkingar komu til baka og fékk Daði Lár Jónsson galopið þriggja stiga skot leið undir lok leiksins en það geigaði og óvæntur sigur gestanna staðreynd.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru yfir í baráttunni og unnu sem ein heild í vörn og sókn. Sóknarleikur þeirra var hreint út sagt frábæri í kvöld en að sama skapi var varnarleikur heimamanna ekki upp marga fiska.Bestu menn vallarins Ingvi Rafn Ingvarsson var frábær í liði Þórs, sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem hann tók á skarið og skoraði stórar körfur en hann endaði leikinn með 20 stig. Hilmar Smári Henningsson var einnig mjög góður hjá gestunum skoraði 18 stig og tók 8 fráköst og skilaði hæðstu framlagsstigunum. Hjá Keflavík spilaði nýr erlendur leikmaður þeirra Dominique Elliotvel en hann skoraði 29 stig og tók 11 fráköst og sennilega eru Keflvíkingar loksins búnir að finna rétta manninn. Hörður Axel Vilhjámsson var einnig öflugur með 18 stig og 10 fráköstTölfræði sem vakti athygli Þriggja stiga nýting Þórs var 56% í leiknum sem er betri nýting en í tveggja stiga nýting þeirra. Þá náðu þeir að skora 14. stig í röð þegar þeir breyttu stöðunni úr 72-63 í 72-77. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur var skelfilegur í þessum leik, Þórsarar splundruðu oft á tíðum vörninni og virtust heimamenn gjörsamlega vera á hælunum.Hvað gerist næst? Þórsarar eiga heimaleik gegn Stólunum en Keflavík á nágrannaslag gegn Grindavík í Röstinni. Friðrik Ingi: Skömm af því hvernig við spilum vörn í kvöldFriðrik Ingi Rúnarsson þjáflari Keflavíkur var virkilega ósáttur með spilamennsku liðisins í kvöld og þá sérstaklega varnarleikinn sem var enginn að hans sögn. „Ég er mjög ósáttur fyrst og fremst hvernig liðið spilaði það er það sem angrar mig mest, sigur eða tap, jú jú við viljum vinna það angrar mig. Það var enginn varnarleikur þetta var hrein og klár skömm.“ Aðspurður út í Dominique Elliot nýja erlenda leikmann Keflavíkur finnst Friðriki honum líta ágætlega út en að kannski að þessar breytingar á liðinu séu aðeins að riðla skipulaginu. Það hafi hinsvegar ekki afsakað varnarleikinn í kvöld. „Jú jú lítur bara ágætlega út en ég er bara fyrst og fremst að hugsa hverning liðið spilaði.Það er alveg ljóst að holningin á liðinu með hann er ekki alveg eins og ég vill hafa. Það eru svona auðvitað ákveðnar breytingar, það þarf kannski að vinna í hlutverkaskiptingunni það afsakar ekki það að menn geti ekki spilað betri varnarleik en hérna í dag. Það angrar mig því ég er afar ósáttur með varnarleikinn,” sagði Friðrik ósáttur að leikslokum. Hjalti: Lögðum mikið á okkur fyrir þessum sigriHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var ánægður með liðið, hvernig kerfin rúlluðu og hvernig undirbúningur liðisins gekk frábærlega upp en hann breytti áherslum í undirbúningnum frá því í seinasta leik. „Við vorum virkilega flottir í kvöld og lögðum mikið á okkur til að ná þessum sigri bæði í sókn og vörn. Við vorum að keyra kerfin okkar fínt sóknarlega og vorum að stoppa þá þokkalega varnarlega, þeir skora 98 stig sem er heldur mikið en þeir hittu mjög vel.” Þetta var aðeins þriðji sigur Þórsara í vetur. „Við tökum bara einn leik í einu og við ætluðum að vinna þennan leik eins og aðra leiki en við fórum bara með alvöru hugarfar og stemmningu í þennan leik. Við einblíndum á okkur fyrir þennan leik, á móti Haukunum töluðum við fullmikið um Haukana en núna ákváðum við bara að horfa inn á við og það gekk frábærlega eftir.” Þórsarar misstu erlenda leikmann sinn út af með fimm villur þegar sex mínútur lifðu leiks og var Hjalti virkilega ánægður með hvernig liðið brást við því. „Við höfum greinilega lært af því þegar annað hvort erlendi leikmaður okkar fer út af með fimm villur eða meiðist og í seinustu tvö skipti höfum við svolítið brotnað en í þetta skitpið héldum við áfram og gerðum í raun betur en áður en hann fór út af. “
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti