Meistari prumpsins Stefán Pálsson skrifar 6. janúar 2018 15:00 . Í ljós kom að hermaðurinn ungi gat sogið ekki aðeins vökva, heldur einnig loft upp í ristilinn og losað þaðan aftur að vild. Hann hóf þegar að vinna með þessa óvenjulegu náðargáfu og þjálfa sig í hvers kyns kúnstum. Sadistinn Otto (leikinn af Kevin Kline) hefur bundið stamandi dýravininn Ken (sem leikinn er af Michael Palin) við stól og hyggst pynta hann til sagna. Meðan á yfirheyrslunni stendur, spyr Otto hinn skelfingu lostna Ken spurninga úr sögu heimspekinnar, einkum um eftirlætisheimspeking sinn Nietzsche og treður frönskum kartöflum upp í nasaholur fórnarlambsins. Þessi eftirminnilega sena úr gamanmyndinni um Fiskinn Vöndu frá árinu 1988 kitlaði hláturtaugar áhorfenda um víða veröld. Engum var þó jafnskemmt og danska heyrnarmeinafræðingnum Ole Bentzen. Hann hló svo tryllingslega að sérfræðingar áætluðu að hjartað hafi slegið á bilinu 250-500 sinnum á mínútu, uns það brast. Bentzen fékk hjartaáfall og var úrskurðaður látinn þegar sjúkraflutningamenn mættu á staðinn. Dauði hins hláturmilda Dana var vitaskuld harmleikur fyrir fjölskyldu hans og vini, en stórkostleg auglýsing fyrir kvikmyndaverið sem framleiddi hina afdrifaríku gamanmynd. Sagan af vesalings Ole Bentzen flaug um víða veröld og ófyrirleitnir eigendur kvikmyndahúsa hikuðu ekki við að nýta sér hana og auglýsa myndina sem „lífshættulega fyndna“. Nærri hundrað árum áður höfðu stjórnendur skemmtistaðarins Rauðu myllunnar í París gripið til sömu auglýsingabrellu á sýningum Josephs Pujol, sem kallaði sig Le Pétomane. Sýning hans var sú vinsælasta í gjörvallri Parísarborg og þótti svo fyndin að konur í áhorfendahópnum, sem reyrðar voru í lífstykki að þeirrar tíðar tísku, áttu það til að hníga í öngvit þegar leikurinn stóð sem hæst og á einni sýningunni fékk karlmaður í salnum hjartaáfall. Í auglýsingaskyni ákvað skemmtistaðurinn því að hafa hjúkrunarkonur til taks þegar Le Pétomane tróð upp. Skemmtikrafturinn sem vakti þessi kröftugu viðbrögð var þó hvorki uppistandari né gamanvísnasöngvari. Joseph Pujol var nefnilega fretlistamaður.Aftansöngur til skemmtunar Áður en lengra er haldið í að rekja feril og listir þessa sérkennilega Frakka, er rétt að taka það fram að þótt Joseph Pujol sé vafalítið kunnasti listamaður síðustu aldarinnar á þessu óvenjulega sviði, hefur sagan að geyma fleiri dæmi um fólk sem hefur öðlast frægð fyrir að tjá sig með afturendanum. Vindgangur hefur alla tíð heillað mannkynið. Þótt dæmi séu um það í menningarsögunni að prump sé talið hollur og góður eiginleiki, þess sér til að mynda stað í þjóðsögum Inúíta, er algengara að þessi iðja sé talin skemmtiefni og tengist groddalegum gamanmálum. Til skamms tíma var talið að elsti þekkti brandari mannkyns væri egypskur frá því 1.600 árum fyrir upphaf tímatals okkar. Hann er eitthvað á þessa leið: „Hvernig hressirðu faraó við þegar hann er í döpru skapi? – Með því að fylla bát af ungum stúlkum sem aðeins eru klæddar í fiskinet og sendir hann niður að Níl til að veiða!“ Löngum var kersknisaga þessi talin til marks um að húmor hefði frá upphafi verið blautlegur og neðanbeltis. Fyrir nokkrum árum fundu málvísindamenn þó enn eldri brandara, sem ættaður er frá Súmerum um 1.900 árum fyrir Krist: „Eitt er það sem aldrei hefur gerst í sögunni: að ung eiginkona freti ekki í kjöltu mannsins síns!“ Eflaust hafa Súmerar hlegið dátt að þessum sígilda brandara og þau fjögur þúsund ár sem liðin eru síðan hefur prump verið miðlægt í menningu heimsins. Finna má dæmi frá ýmsum tímum mannkynssögunnar um einstaklinga sem öðluðust frægð fyrir að freta sérlega kröftuglega eða af listfengi. Við hirðir miðaldakonunga tíðkaðist að halda hvers kyns skemmtikrafta og hirðfífl. Má á stöku stað finna vísanir í heimildum í fólk sem skemmti áheyrendum með hljómmiklum rokum frá endaþarmi. Kunnastur var líklega fretarinn Róland, sem var hirðfífl í þjónustu Hinriks 2. Englandskonungs á tólftu öld. Hann þótti svo snjall í fretlistinni að konungur gaf honum miklar lendur að launum. Svo virðist sem Róland fretari hafi þegið þrjátíu ekrur lands fyrir snilli sína, sem var langtum meira en venjulegt hirðfífl gat vænst úr hendi konungs. Bendir það til þess að Róland hafi verið fádæma snjall í faginu. Freistandi er að álykta að hann hafi verið sömu eiginleikum búinn frá náttúrunnar hendi og Joseph Pujol mörgum öldum síðar.Einstakur endaþarmur Pujol fæddist árið 1857 í Marseilles. Sagan hermir að á unglingsárum hafi hann verið að leik í brimi við ströndina. Í þann mund sem hann dró djúpt andann áður en næsta alda reið yfir, fann hann nístandi kulda í ristlinum. Pujol reyndist óafvitandi hafa sogið heljarmikinn sjó upp í gegnum endaþarminn um leið og hann andaði. Drengurinn varð skelfingu lostinn og þagði um þennan hæfileika sinn í mörg ár. Löngu síðar, þegar Pujol var kominn í herinn, sagði hann félögum sínum söguna og þeir hvöttu hann til að endurtaka leikinn. Í ljós kom að hermaðurinn ungi gat sogið ekki aðeins vökva, heldur einnig loft upp í ristilinn og losað þaðan aftur að vild. Hann hóf þegar að vinna með þessa óvenjulegu náðargáfu og þjálfa sig í hvers kyns kúnstum. Þessa sérstæða líkamsstarfsemi var lykillinn að list Pujols. Þótt hann kallaði sig fretlistamann var í raun ekki um eiginlegt fret að ræða, þar sem prumpið varð ekki til fyrir tilstilli baktería í meltingarveginum. Vindgangurinn var því margfalt meiri en unnt hefði verið með náttúrulegum aðferðum, auk þess sem hann var lyktarlaus (sem skýrðist einnig af tröllatrú listamannsins á stólpípum í hollustuskyni – en hann mun hafa gefið sjálfum sér stólpípu allt að fimm sinnum á dag). Eftir herþjónustu gerðist Pujol bakari og næstu árin var prumpið einungis áhugamál samhliða brauðgerðinni. Hann gerði sér að leik að skemmta viðskiptavinum með því að freta í hljómtegundum hinna ýmsu hljóðfæra og fékk afbragðsgóðar viðtökur. Á þrítugasta aldursári lét hann loks slag standa og hóf að leysa vind á sviði í Marseilles.Við komum saman og?… Það virtust engin takmörk fyrir því hvers konar furðuhljóð Pujol gat framkallað með endaþarminum. Hann hermdi eftir fallbyssuskotum og þrumuveðri, en einnig hljóðfærum og ýmsum dýrum. Hann gat leikið heilu dægurlögin og sjálfan þjóðsönginn með hjálp flautu sem stungið var upp á milli rasskinnanna. Til að ganga ekki fram af siðprúðum áhorfendum, kom listamaðurinn þó yfirleitt fram í snyrtilegum smóking með gúmmíslöngu út úr afturendanum. Sýningin sló í gegn í Marseilles og leiðin lá skjótt til heimsborgarinnar. Þar jók Pujol enn við dagskrá sína ýmsum brellum, svo sem að totta vindil og blása fallegum reykhringjum í gegnum görnina, slökkva á kerti í nokkurra metra fjarlægð og setja upp litla leikþætti þar sem ólík prumpuhljóð voru látin tákna mismunandi persónur: allt frá feimnum yngismeyjum til frekra tengdamæðra. Rauða myllan var aðalskemmtistaður Parísarbúa, í það minnsta þegar kom að sýningum sem ekki féllu að siðgæðisviðhorfum allra. Pujol varð þegar vinsælasti skemmtikraftur staðarins og fékk mun hærri laun en kunnir listamenn á borð við þokkagyðjuna Söru Bernhardt. Auk opinberu sýninganna aflaði hann sér einnig stórfjár með einkasýningum fyrir auðmenn sem vildu sjá hann leika listir sínar nakinn, til að sannfærast um að ekki væru brögð í tafli. Raunar hafði Pujol ítrekað leyft læknum og vísindamönnum að rannsaka sig við slíkar aðstæður, til að votta að hann væri enginn svikahrappur. Þótt Le Pétomane væri gullkálfur Rauðu myllunnar kastaðist í kekki milli hans og stjórnendanna, sem stefndu honum fyrir að prumpa á sýningum utan skemmtistaðarins og brjóta þannig gegn ráðningarsamningnum. Rauða myllan vann málaferlin en þar sannaðist að sá hlær best sem síðast hlær. Pujol opnaði sinn eigin skemmtistað, en gömlu vinnuveitendurnir brugðust við með því að kynna til sögunnar nýjan fretlistamann – og það konu. Hún reyndist algjör eftirbátur Pujols og var fljótlega afhjúpuð sem loddari, þegar í ljós kom að hún faldi heljarmikinn físibelg undir pilsum sínum. Pujol átti eftir þetta nokkur góð ár sem sjálfstætt starfandi fretkarl, en tíðarandinn reyndist honum ekki hliðhollur. Fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 og mátti listamaðurinn sjá á eftir tveimur sonum sínum í stríðið þar sem þeir særðust báðir. Þessi persónulegu áföll drógu mjög úr honum máttinn, en líklega munaði meira um það að stríðið og hörmungar þess settu mark sitt á skemmtanalíf Parísarbúa. Léttúðugar prumpsýningar þóttu ekki lengur viðeigandi, líkt og þær tilheyrðu eldri og saklausari tímum. Pujol hvarf aftur á heimaslóðir sínar og tók upp bakaraiðnina að nýju. Hann lést í hárri elli, en ættingjar hans höfnuðu óskum lækna um að fá að kryfja líkið til að rannsaka betur hinn undursamlega ristil og endaþarm. Hamingjan ein má vita hvort mannkynið mun aftur kynnast öðrum eins listamanni. Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Sadistinn Otto (leikinn af Kevin Kline) hefur bundið stamandi dýravininn Ken (sem leikinn er af Michael Palin) við stól og hyggst pynta hann til sagna. Meðan á yfirheyrslunni stendur, spyr Otto hinn skelfingu lostna Ken spurninga úr sögu heimspekinnar, einkum um eftirlætisheimspeking sinn Nietzsche og treður frönskum kartöflum upp í nasaholur fórnarlambsins. Þessi eftirminnilega sena úr gamanmyndinni um Fiskinn Vöndu frá árinu 1988 kitlaði hláturtaugar áhorfenda um víða veröld. Engum var þó jafnskemmt og danska heyrnarmeinafræðingnum Ole Bentzen. Hann hló svo tryllingslega að sérfræðingar áætluðu að hjartað hafi slegið á bilinu 250-500 sinnum á mínútu, uns það brast. Bentzen fékk hjartaáfall og var úrskurðaður látinn þegar sjúkraflutningamenn mættu á staðinn. Dauði hins hláturmilda Dana var vitaskuld harmleikur fyrir fjölskyldu hans og vini, en stórkostleg auglýsing fyrir kvikmyndaverið sem framleiddi hina afdrifaríku gamanmynd. Sagan af vesalings Ole Bentzen flaug um víða veröld og ófyrirleitnir eigendur kvikmyndahúsa hikuðu ekki við að nýta sér hana og auglýsa myndina sem „lífshættulega fyndna“. Nærri hundrað árum áður höfðu stjórnendur skemmtistaðarins Rauðu myllunnar í París gripið til sömu auglýsingabrellu á sýningum Josephs Pujol, sem kallaði sig Le Pétomane. Sýning hans var sú vinsælasta í gjörvallri Parísarborg og þótti svo fyndin að konur í áhorfendahópnum, sem reyrðar voru í lífstykki að þeirrar tíðar tísku, áttu það til að hníga í öngvit þegar leikurinn stóð sem hæst og á einni sýningunni fékk karlmaður í salnum hjartaáfall. Í auglýsingaskyni ákvað skemmtistaðurinn því að hafa hjúkrunarkonur til taks þegar Le Pétomane tróð upp. Skemmtikrafturinn sem vakti þessi kröftugu viðbrögð var þó hvorki uppistandari né gamanvísnasöngvari. Joseph Pujol var nefnilega fretlistamaður.Aftansöngur til skemmtunar Áður en lengra er haldið í að rekja feril og listir þessa sérkennilega Frakka, er rétt að taka það fram að þótt Joseph Pujol sé vafalítið kunnasti listamaður síðustu aldarinnar á þessu óvenjulega sviði, hefur sagan að geyma fleiri dæmi um fólk sem hefur öðlast frægð fyrir að tjá sig með afturendanum. Vindgangur hefur alla tíð heillað mannkynið. Þótt dæmi séu um það í menningarsögunni að prump sé talið hollur og góður eiginleiki, þess sér til að mynda stað í þjóðsögum Inúíta, er algengara að þessi iðja sé talin skemmtiefni og tengist groddalegum gamanmálum. Til skamms tíma var talið að elsti þekkti brandari mannkyns væri egypskur frá því 1.600 árum fyrir upphaf tímatals okkar. Hann er eitthvað á þessa leið: „Hvernig hressirðu faraó við þegar hann er í döpru skapi? – Með því að fylla bát af ungum stúlkum sem aðeins eru klæddar í fiskinet og sendir hann niður að Níl til að veiða!“ Löngum var kersknisaga þessi talin til marks um að húmor hefði frá upphafi verið blautlegur og neðanbeltis. Fyrir nokkrum árum fundu málvísindamenn þó enn eldri brandara, sem ættaður er frá Súmerum um 1.900 árum fyrir Krist: „Eitt er það sem aldrei hefur gerst í sögunni: að ung eiginkona freti ekki í kjöltu mannsins síns!“ Eflaust hafa Súmerar hlegið dátt að þessum sígilda brandara og þau fjögur þúsund ár sem liðin eru síðan hefur prump verið miðlægt í menningu heimsins. Finna má dæmi frá ýmsum tímum mannkynssögunnar um einstaklinga sem öðluðust frægð fyrir að freta sérlega kröftuglega eða af listfengi. Við hirðir miðaldakonunga tíðkaðist að halda hvers kyns skemmtikrafta og hirðfífl. Má á stöku stað finna vísanir í heimildum í fólk sem skemmti áheyrendum með hljómmiklum rokum frá endaþarmi. Kunnastur var líklega fretarinn Róland, sem var hirðfífl í þjónustu Hinriks 2. Englandskonungs á tólftu öld. Hann þótti svo snjall í fretlistinni að konungur gaf honum miklar lendur að launum. Svo virðist sem Róland fretari hafi þegið þrjátíu ekrur lands fyrir snilli sína, sem var langtum meira en venjulegt hirðfífl gat vænst úr hendi konungs. Bendir það til þess að Róland hafi verið fádæma snjall í faginu. Freistandi er að álykta að hann hafi verið sömu eiginleikum búinn frá náttúrunnar hendi og Joseph Pujol mörgum öldum síðar.Einstakur endaþarmur Pujol fæddist árið 1857 í Marseilles. Sagan hermir að á unglingsárum hafi hann verið að leik í brimi við ströndina. Í þann mund sem hann dró djúpt andann áður en næsta alda reið yfir, fann hann nístandi kulda í ristlinum. Pujol reyndist óafvitandi hafa sogið heljarmikinn sjó upp í gegnum endaþarminn um leið og hann andaði. Drengurinn varð skelfingu lostinn og þagði um þennan hæfileika sinn í mörg ár. Löngu síðar, þegar Pujol var kominn í herinn, sagði hann félögum sínum söguna og þeir hvöttu hann til að endurtaka leikinn. Í ljós kom að hermaðurinn ungi gat sogið ekki aðeins vökva, heldur einnig loft upp í ristilinn og losað þaðan aftur að vild. Hann hóf þegar að vinna með þessa óvenjulegu náðargáfu og þjálfa sig í hvers kyns kúnstum. Þessa sérstæða líkamsstarfsemi var lykillinn að list Pujols. Þótt hann kallaði sig fretlistamann var í raun ekki um eiginlegt fret að ræða, þar sem prumpið varð ekki til fyrir tilstilli baktería í meltingarveginum. Vindgangurinn var því margfalt meiri en unnt hefði verið með náttúrulegum aðferðum, auk þess sem hann var lyktarlaus (sem skýrðist einnig af tröllatrú listamannsins á stólpípum í hollustuskyni – en hann mun hafa gefið sjálfum sér stólpípu allt að fimm sinnum á dag). Eftir herþjónustu gerðist Pujol bakari og næstu árin var prumpið einungis áhugamál samhliða brauðgerðinni. Hann gerði sér að leik að skemmta viðskiptavinum með því að freta í hljómtegundum hinna ýmsu hljóðfæra og fékk afbragðsgóðar viðtökur. Á þrítugasta aldursári lét hann loks slag standa og hóf að leysa vind á sviði í Marseilles.Við komum saman og?… Það virtust engin takmörk fyrir því hvers konar furðuhljóð Pujol gat framkallað með endaþarminum. Hann hermdi eftir fallbyssuskotum og þrumuveðri, en einnig hljóðfærum og ýmsum dýrum. Hann gat leikið heilu dægurlögin og sjálfan þjóðsönginn með hjálp flautu sem stungið var upp á milli rasskinnanna. Til að ganga ekki fram af siðprúðum áhorfendum, kom listamaðurinn þó yfirleitt fram í snyrtilegum smóking með gúmmíslöngu út úr afturendanum. Sýningin sló í gegn í Marseilles og leiðin lá skjótt til heimsborgarinnar. Þar jók Pujol enn við dagskrá sína ýmsum brellum, svo sem að totta vindil og blása fallegum reykhringjum í gegnum görnina, slökkva á kerti í nokkurra metra fjarlægð og setja upp litla leikþætti þar sem ólík prumpuhljóð voru látin tákna mismunandi persónur: allt frá feimnum yngismeyjum til frekra tengdamæðra. Rauða myllan var aðalskemmtistaður Parísarbúa, í það minnsta þegar kom að sýningum sem ekki féllu að siðgæðisviðhorfum allra. Pujol varð þegar vinsælasti skemmtikraftur staðarins og fékk mun hærri laun en kunnir listamenn á borð við þokkagyðjuna Söru Bernhardt. Auk opinberu sýninganna aflaði hann sér einnig stórfjár með einkasýningum fyrir auðmenn sem vildu sjá hann leika listir sínar nakinn, til að sannfærast um að ekki væru brögð í tafli. Raunar hafði Pujol ítrekað leyft læknum og vísindamönnum að rannsaka sig við slíkar aðstæður, til að votta að hann væri enginn svikahrappur. Þótt Le Pétomane væri gullkálfur Rauðu myllunnar kastaðist í kekki milli hans og stjórnendanna, sem stefndu honum fyrir að prumpa á sýningum utan skemmtistaðarins og brjóta þannig gegn ráðningarsamningnum. Rauða myllan vann málaferlin en þar sannaðist að sá hlær best sem síðast hlær. Pujol opnaði sinn eigin skemmtistað, en gömlu vinnuveitendurnir brugðust við með því að kynna til sögunnar nýjan fretlistamann – og það konu. Hún reyndist algjör eftirbátur Pujols og var fljótlega afhjúpuð sem loddari, þegar í ljós kom að hún faldi heljarmikinn físibelg undir pilsum sínum. Pujol átti eftir þetta nokkur góð ár sem sjálfstætt starfandi fretkarl, en tíðarandinn reyndist honum ekki hliðhollur. Fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 og mátti listamaðurinn sjá á eftir tveimur sonum sínum í stríðið þar sem þeir særðust báðir. Þessi persónulegu áföll drógu mjög úr honum máttinn, en líklega munaði meira um það að stríðið og hörmungar þess settu mark sitt á skemmtanalíf Parísarbúa. Léttúðugar prumpsýningar þóttu ekki lengur viðeigandi, líkt og þær tilheyrðu eldri og saklausari tímum. Pujol hvarf aftur á heimaslóðir sínar og tók upp bakaraiðnina að nýju. Hann lést í hárri elli, en ættingjar hans höfnuðu óskum lækna um að fá að kryfja líkið til að rannsaka betur hinn undursamlega ristil og endaþarm. Hamingjan ein má vita hvort mannkynið mun aftur kynnast öðrum eins listamanni.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira