Körfubolti

Körfuboltakvöld: Menn koma í einhverju jóla-haustformi eftir fríið | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Að vanda voru fimm málefni Dominos-deildanna tekin upp í lok Dominos Körfuboltakvölds í gær en fyrsti þáttur nýja ársins var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Hermann Hauksson og Kristinn Geir Friðriksson til að rýna í helstu málin á nýju ári en það var byrjað á stórri spurningu hvort jólafríið sem þekkist á Íslandi væri galin hugmynd og í raun tímaskekkja.

Þaðan var farið í möguleika Stólanna á titlinum ásamt möguleikum Keflvíkinga eftir að Hörður Axel Vilhjálmsson kom aftur inn í myndina.

Þá fóru þeir í félagsskiptin sem áttu sér stað í glugganum og enduðu á að skoða hvaða lið ættu annars að fara út í breytingar.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×