Karl Wernersson skilaði rangri skattskýrslu um aflandsfélag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Karl Wernersson vandaði sig ekki nægilega við skattskil að mati skattayfirvalda. vísir/gva Skattframtalning Karls Wernerssonar vegna aflandsfélags síns Dialog Global Investment Ltd. (DGI), sem skráð var á Bresku Jómfrúaeyjum, var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar (YSKN). Mál Karls hófst með rannsókn skattrannsóknarstjóra á haustmánuðum 2011. Tilefni rannsóknarinnar var bréf frá ríkisskattstjóra þess efnis að Karl lægi undir grun um skattsvik. Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós að „svo virtist sem félagið DGI hefði einvörðungu verið stofnað í skattasniðgönguskyni í þágu eiganda“. Í lokakafla skýrslunnar kemur fram að Karl hefði staðið skil á efnislega röngum framtölum fyrir tekjuárin 2005-2008. Rúmlega 1,1 milljarður króna frá félaginu hefði ranglega verið talinn fram sem arður en ekki sem tekjur. Þá hefðu rúmlega 327 milljóna vaxtatekjur af láni Karls til félags í eigin eigu ekki verið getið. Þá hefði Karl ekki skilað tekjuskatti af 739 milljóna hagnaði af sölu í hlutabréfum í Actavis. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld Karls fyrir tímabilið í samræmi við niðurstöður skýrslunnar að viðbættu 25 prósent álagi vegna rangra skila. Sú niðurstaða var kærð til YSKN. Nefndin staðfesti niðurstöðu Ríkisskattstjóra að hluta en nefndin féllst á kröfu Karls um að fella niður 739 milljóna söluhagnað vegna bréfa í Actavis þar sem það hefði verið Dialog Global Investment Ltd. sem stóð í viðskiptunum en ekki Karl sjálfur. Dráttarvaxta- og málskostnaðarkröfu Karls var hafnað. Úrskurður yfirskattanefndar var kveðinn upp fyrir jól en birtur fyrir helgi. Persónuupplýsingar hafa verið felldar úr honum en tilkynningar frá DGI til Kauphallarinnar koma heim og saman við upplýsingar í úrskurðinum. „Þetta er jákvætt að því leyti að það er felld úr gildi heilmikil álagning vegna söluhagnaðar en við höfum farið fram á endurupptöku hjá YSKN vegna milljónanna 1.150 sem nefndin taldi laun en ekki arð,“ segir Jón Elvar Guðmundsson, lögmaður Karls. Jón segir að í upphafi hafi málið verið skoðað hvort DGI hefði haft rekstrarheimildir til að greiða út arð. Lögð hafi verið fram gögn úr ársreikningum og upplýsingar af bankareikningum. Hjá YSKN hafi hins vegar verið deilt um hvort fyrir hafi legið ákvörðun um heimild til arðsúthlutunar. „Í skýrslu skattrannsóknarstjóra lá fyrir umboð Karls til að taka ákvörðun um úthlutun arðs fyrir félagið. Hann taldi félagið fram og lagði fram upplýsingar sem sýna fram á að allar forsendur fyrir arðsúthlutun voru fyrir hendi. Á þeim grundvelli höfum við farið fram á endurupptöku á málinu hjá YSKN,“ segir Jón. Hvað ákvörðun um vaxtagróðann varðar segir Jón það ýmsum vanköntum háð að reyna að grafa upp upplýsingar um það enda áratugur liðinn frá atvikum málsins. Reynt verði að finna gögn sem sýna fram á að greiðslurnar hafi ekki farið til Karls heldur til upphaflegs lánveitanda. Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Skattframtalning Karls Wernerssonar vegna aflandsfélags síns Dialog Global Investment Ltd. (DGI), sem skráð var á Bresku Jómfrúaeyjum, var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar (YSKN). Mál Karls hófst með rannsókn skattrannsóknarstjóra á haustmánuðum 2011. Tilefni rannsóknarinnar var bréf frá ríkisskattstjóra þess efnis að Karl lægi undir grun um skattsvik. Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós að „svo virtist sem félagið DGI hefði einvörðungu verið stofnað í skattasniðgönguskyni í þágu eiganda“. Í lokakafla skýrslunnar kemur fram að Karl hefði staðið skil á efnislega röngum framtölum fyrir tekjuárin 2005-2008. Rúmlega 1,1 milljarður króna frá félaginu hefði ranglega verið talinn fram sem arður en ekki sem tekjur. Þá hefðu rúmlega 327 milljóna vaxtatekjur af láni Karls til félags í eigin eigu ekki verið getið. Þá hefði Karl ekki skilað tekjuskatti af 739 milljóna hagnaði af sölu í hlutabréfum í Actavis. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld Karls fyrir tímabilið í samræmi við niðurstöður skýrslunnar að viðbættu 25 prósent álagi vegna rangra skila. Sú niðurstaða var kærð til YSKN. Nefndin staðfesti niðurstöðu Ríkisskattstjóra að hluta en nefndin féllst á kröfu Karls um að fella niður 739 milljóna söluhagnað vegna bréfa í Actavis þar sem það hefði verið Dialog Global Investment Ltd. sem stóð í viðskiptunum en ekki Karl sjálfur. Dráttarvaxta- og málskostnaðarkröfu Karls var hafnað. Úrskurður yfirskattanefndar var kveðinn upp fyrir jól en birtur fyrir helgi. Persónuupplýsingar hafa verið felldar úr honum en tilkynningar frá DGI til Kauphallarinnar koma heim og saman við upplýsingar í úrskurðinum. „Þetta er jákvætt að því leyti að það er felld úr gildi heilmikil álagning vegna söluhagnaðar en við höfum farið fram á endurupptöku hjá YSKN vegna milljónanna 1.150 sem nefndin taldi laun en ekki arð,“ segir Jón Elvar Guðmundsson, lögmaður Karls. Jón segir að í upphafi hafi málið verið skoðað hvort DGI hefði haft rekstrarheimildir til að greiða út arð. Lögð hafi verið fram gögn úr ársreikningum og upplýsingar af bankareikningum. Hjá YSKN hafi hins vegar verið deilt um hvort fyrir hafi legið ákvörðun um heimild til arðsúthlutunar. „Í skýrslu skattrannsóknarstjóra lá fyrir umboð Karls til að taka ákvörðun um úthlutun arðs fyrir félagið. Hann taldi félagið fram og lagði fram upplýsingar sem sýna fram á að allar forsendur fyrir arðsúthlutun voru fyrir hendi. Á þeim grundvelli höfum við farið fram á endurupptöku á málinu hjá YSKN,“ segir Jón. Hvað ákvörðun um vaxtagróðann varðar segir Jón það ýmsum vanköntum háð að reyna að grafa upp upplýsingar um það enda áratugur liðinn frá atvikum málsins. Reynt verði að finna gögn sem sýna fram á að greiðslurnar hafi ekki farið til Karls heldur til upphaflegs lánveitanda.
Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira