Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 07:55 Oprah Winfrey á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt. Hún hlaut Cecil B. DeMille-verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmynda og sjónvarps. vísir/getty Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. Ræða hennar var tilfinningaþrungin og, eins og búast mátti við, var innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Winfrey byrjaði þó ræðuna á því að lýsa upplifun sinni af því þegar Sidney Poitier varð fyrsti svarti maðurinn til þess að fá Óskarsverðlaun árið 1964. Sagði Winfrey að hún hefði aldrei áður séð svörtum manni fagnað með þessum hætti. „Og nú kemur það í minn hlut að litlar stelpur horfa á mig þar sem ég fæ þessi verðlaun sem fyrsta svarta konan,“ sagði Winfrey. Hún kvaðst síðan vera stolt og full innblástrar vegna allra þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir.Winfrey stillir sér upp með verðlaunin í nótt.vísir/getty„Mig langar til að þakka öllum konunum sem hafa árum saman þurft að þola misnotkun og ofbeldi því þær, eins og mamma mín, þurftu að gefa börnunum að borða, borga reikningana og elta drauma sína. Þær eru konurnar sem við munum aldrei vita deili á,“ sagði Winfrey. Winfrey rifjaði síðan upp sögu Recy Taylor sem var ung, svört kona í Abbeville, Alabama árið 1944. Þar sem hún var á leið heim úr kirkju réðust sex hvítir menn á hana, tóku hana höndum og nauðguðu henni. Þeir skildu síðan eftir út í vegkanti með bundið fyrir augun. Þeir hótuðu að drepa Taylor ef hún segði frá. Það er skemmst frá því að segja að brot þeirra gegn Recy Taylor hafði engar afleiðingar fyrir þá; þeir komust upp með hópnauðgun en baráttukonan Rosa Parks aðstoðaði Taylor við að ná fram réttlæti í málinu, án árangurs.What a night for @Oprah! We caught up with her backstage to talk about her Cecil B. de Mille acceptance speech tonight. #GoldenGlobes pic.twitter.com/GgZmSFnw0B— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 8, 2018 „Í of langan tíma hefur konum hvorki verið trúað né á þær hlustað“ Recy Taylor lést fyrir 10 dögum, 97 ára að aldri. Winfrey sagði hana lifað eins og allar aðrar konur; í menningu sem er brotin vegna hrikalega valdamikilla manna. „Í of langan tíma hefur konum hvorki verið trúað né á þær hlustað ef þær hafa dirfst til að segja sannleikann gegn valdi þessara manna. En tími þeirra er kominn!“ sagði Oprah og uppskar dúndrandi lófaklapp úr salnum. Hún endaði ræðu sína svo á þessum orðum: „Ég vil að allar stelpurnar sem eru að horfa núna viti að ný dögun er á sjóndeildarhringnum og að þegar sá nýi dagur rennur loksins upp þá verður það út af mörgum mögnuðum konum sem margar eru hér í kvöld og út af stórkostlegum mönnum sem berjast af öllu afli til þess að þær verði leiðtogarnir sem leiða okkur inn í þann tíma þar sem enginn þarf að segja „MeToo.““Ræðu Winfrey má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Golden Globes MeToo Tengdar fréttir Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. Ræða hennar var tilfinningaþrungin og, eins og búast mátti við, var innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Winfrey byrjaði þó ræðuna á því að lýsa upplifun sinni af því þegar Sidney Poitier varð fyrsti svarti maðurinn til þess að fá Óskarsverðlaun árið 1964. Sagði Winfrey að hún hefði aldrei áður séð svörtum manni fagnað með þessum hætti. „Og nú kemur það í minn hlut að litlar stelpur horfa á mig þar sem ég fæ þessi verðlaun sem fyrsta svarta konan,“ sagði Winfrey. Hún kvaðst síðan vera stolt og full innblástrar vegna allra þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir.Winfrey stillir sér upp með verðlaunin í nótt.vísir/getty„Mig langar til að þakka öllum konunum sem hafa árum saman þurft að þola misnotkun og ofbeldi því þær, eins og mamma mín, þurftu að gefa börnunum að borða, borga reikningana og elta drauma sína. Þær eru konurnar sem við munum aldrei vita deili á,“ sagði Winfrey. Winfrey rifjaði síðan upp sögu Recy Taylor sem var ung, svört kona í Abbeville, Alabama árið 1944. Þar sem hún var á leið heim úr kirkju réðust sex hvítir menn á hana, tóku hana höndum og nauðguðu henni. Þeir skildu síðan eftir út í vegkanti með bundið fyrir augun. Þeir hótuðu að drepa Taylor ef hún segði frá. Það er skemmst frá því að segja að brot þeirra gegn Recy Taylor hafði engar afleiðingar fyrir þá; þeir komust upp með hópnauðgun en baráttukonan Rosa Parks aðstoðaði Taylor við að ná fram réttlæti í málinu, án árangurs.What a night for @Oprah! We caught up with her backstage to talk about her Cecil B. de Mille acceptance speech tonight. #GoldenGlobes pic.twitter.com/GgZmSFnw0B— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 8, 2018 „Í of langan tíma hefur konum hvorki verið trúað né á þær hlustað“ Recy Taylor lést fyrir 10 dögum, 97 ára að aldri. Winfrey sagði hana lifað eins og allar aðrar konur; í menningu sem er brotin vegna hrikalega valdamikilla manna. „Í of langan tíma hefur konum hvorki verið trúað né á þær hlustað ef þær hafa dirfst til að segja sannleikann gegn valdi þessara manna. En tími þeirra er kominn!“ sagði Oprah og uppskar dúndrandi lófaklapp úr salnum. Hún endaði ræðu sína svo á þessum orðum: „Ég vil að allar stelpurnar sem eru að horfa núna viti að ný dögun er á sjóndeildarhringnum og að þegar sá nýi dagur rennur loksins upp þá verður það út af mörgum mögnuðum konum sem margar eru hér í kvöld og út af stórkostlegum mönnum sem berjast af öllu afli til þess að þær verði leiðtogarnir sem leiða okkur inn í þann tíma þar sem enginn þarf að segja „MeToo.““Ræðu Winfrey má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Golden Globes MeToo Tengdar fréttir Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18