Körfubolti

Sjö sveitarfélög eiga lið í Maltbikarúrslitunum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflavíkurkonur geta varið titilinn.
Keflavíkurkonur geta varið titilinn. Vísir/Andri Marinó
Bikarúrslit körfuboltans fara fram í þessari viku og átta félög eiga fulltrúa í undanúrslitum meistaraflokkanna í ár. Ekkert félag er með bæði karla- og kvennalið í Laugardalshöllinni.

KKÍ segir frá því á heimasíðu sinni að í undanúrslitum karla og kvenna í Maltbikarnum í ár muni átta félög frá sjö sveitarfélögum mætast. „Endurspeglar það hversu öflug félögin í körfuboltanum eru hringin í kringum landið,“ segir í frétt KKÍ.

Körfuboltinn er einn útbreiddasta íþróttagrein landsins og eru þessi átta félög sem keppa í ár frá sjö héraðs/íþróttabandalögum eða íþróttahérðum.

„Landinu er skipt í 25 íþróttahéruð og því er það góður árangur að sjö þeirra muni mæta í Laugardalshöllina í undanúrslitum meistaraflokkana,“ segir í frétt KKÍ.

Liðin sem mætast í undanúrslitunum eru:

 

Konur:

Skallagrímur (Borgarnes-UMSB)

Njarðvík (Reykjanesbær-ÍRB)

Keflavík (Reykjanesbær-ÍRB)

Snæfell (Stykkishólmur-HSH)

 

Karlar:

KR (Reykjavík-ÍBR)

Breiðablik (Kópavogur-UMSK)

Haukar (Hafnarfjörður-ÍBH)

Tindastóll (Sauðárkrókur-UMSS)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×