Körfubolti

Caird hættur að spila │ Aðstoðar Israel Martin út tímabilið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chris Caird hefur lokið leik í íslenskum körfubolta
Chris Caird hefur lokið leik í íslenskum körfubolta vísir/anton brink
Chris Caird mun ekki spila fleiri körfuboltaleiki á Íslandi, en hann greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag. Hann mun verða Isreal Martin til aðstoðar við þjálfun Tindastóls út tímabilið.

Caird hefur spilað með Tindastól í vetur og kom við sögu í 9 af 13 leikjum Stólanna í Domino's deildinni á tímabilinu. Hann er með 12,4 stig í meðaltali í leik og 4,4 fráköst.

„Til að svara spurningum allra þá hef ég ákveðið að ljúka körfuboltaferli mínum á Íslandi. Meiðsli hafa komið í veg fyrir að ég geti verið sá leikmaður sem ég vil vera og ég hef verið að þvinga mig áfram í vetur sem er ekki að ganga upp, hvorki fyrir mig né liðið. Það er því með trega sem ég kveð körfuboltann hérna,“ sagði Caird í yfirlýsingu sinni.

„Ég vil þakka bæjarfélaginu fyrir stuðninginn á meðan ég hef verið hér, en það er nú komið að næsta kafla í körfuboltanum. Eftir að hafa komist að samkomulagi við stjórn og þjálfarateymi Tindastóls þá er ég ánægður með að þyggja stöðu aðstoðarþjálfara það sem eftir er af tímabilinu.“

„Ég er með frábæra kennara í Israel Martin og Fernando Bethencourt sem geta kennt mér margt, svo ég tek þessu tækifæri. Áfram Tindastóll.“

Tindastóll á leik gegn Haukum í undanúrslitum Maltbikars karla á miðvikudaginn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×