Fálkaorðuhafinn sem fílar pönk og Iggy Pop Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Þeir verða ekki öllu pönkaðri, fálkaorðuhafarnir, en Dr. Ólafur Dýrmundsson sem hefur krækt sér í nánast allar plötur Iggy Pop. vísir/anton brink Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Fleiri fréttir Kannaðist ekki við 30 milljarða á reikningum Menntasjóðsins Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Hæstarétti sé sýnd vanvirðing með tillögunni „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Sjá meira
Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Fleiri fréttir Kannaðist ekki við 30 milljarða á reikningum Menntasjóðsins Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Hæstarétti sé sýnd vanvirðing með tillögunni „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“