Handbolti

Barðist við Bakkus fyrir sjö árum en mætir núna Íslandi á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Linus Arnesson.
Linus Arnesson. Vísir/EPA
Kristján Andrésson, þjálfari sænska landsliðsins, valdi Linus Arnesson í EM-hópinn en þessi 27 ára leikmaður er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. Fyrir tíu árum var Arnesson hinsvegar vonarstjarna sænska handboltans.

Linus Arnesson spilaði þó ekki sinn fyrsta A-landsleik fyrr en í júlí síðastliðnum. Tímabilið á undan hafði hann orðið markahæsti leikmaður Redbergslid fyrr og síðar.

Vandamál utan vallar sáu hinsvegar til þess að ekkert varð úr landsferlinum á hans yngri árum. Aftonbladet segir frá.

Linus Arnesson sagði opinberlega frá því á sínum tíma að hann væri alkólisti og viðurkenndi það í blaðaviðtali að hafa mætt fullur til móts við sænska unglingalandsliðið fyrir sjö árum.

Linus Arnesson fékk aðstoð frá Redbergslid í baráttunni við Bakkus og er þakklátur mönnum þar á bæ. Hann hélt líka trúnað við félagið.

Linus Arnesson spilaði í sænsku deildinni í tíu ár eða allt þar til þess að hann samdi við þýska liðið Bergischer síðasta sumar. Þar spilar hann með íslenska landsliðshornamanninum Arnóri Þór Gunnarssyni.

Kristján gefur nú stráknum tækifæri til að keppa á stórmóti og fyrsti leikurinn hans verður einmitt á móti Íslandi á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×