EM-dagbókin: Svarta síðan setti mig á svarta listann hjá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2018 08:00 Sigfús Sigurðsson var lykilmaður í íslenska liðinu á EM 2004. vísir/Afp Margir þola ekki janúar en ég er ekki einn af þeim. Ég bíð alltaf spenntur eftir janúar því þá er veisla í íþróttalífinu hjá mér. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar og svo að sjálfsögðu stórmót í handbolta. NFL-deildin er alltaf á sínum stað og strákarnir okkar hafa með mögnuðum árangri náð að fá fólkið í landinu til þess að gleyma sér í svartasta skammdeginu er jólaVISAreikningurinn hrynur í fangið á okkur með tilheyrandi gleði. Fyrir það ber að þakka og það er svo sannarlega ekki sjálfsagt mál að Íslandi sé nánast inn á hverju einasta stórmóti. Er ég settist niður til þess að rita þennan pistil og fór að rifja upp hvað ég hef farið á mörg stórmót í handbolta þá brá mér svolítið. Evrópumótið í Króatíu verður mitt þrettánda stórmót. Þess utan fór ég með strákunum á undankeppnina fyrir ÓL í Peking. Þá var stuð í Póllandi. Prestar með í för sem hjálpuðu til við að tryggja sætið í Peking.Guðjón Valur mun aldrei hætta Það hefur margt breyst á þessum árum síðan ég byrjaði að elta handboltalandsliðið um allan heim en eitt breytist aldrei. Guðjón Valur Sigurðsson er þarna enn og ekkert fararsnið á honum. Hann var orðinn lykilmaður er ég fór á mitt fyrsta mót með strákunum árið 2004 og er enn í heimsklassa. Það er algjörlega sturlað. Þvílíkur íþróttamaður sem mun halda áfram að bæta einstakt heimsmet sitt í mörkum skoruðum með landsliðinu í Split.Guðjón Valur í leik í Celje árið 2004. Hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu.vísir/afpÉg var með tiltölulega þykkt hár (fannst mér) á þessu fyrsta móti mínu og frekar grannur. Aftur mitt persónulega mat. Það hefur „aðeins“ breyst hjá mér en Guðjón er á sama stað. Hann er svindlari. Ok, hann er kannski aðeins duglegri að hreyfa sig og borðar líklega aðeins hollari mat. Viðurkenni að það gæti haft eitthvað að segja um þetta. Ungur Ásgeir Örn Hallgrímsson var líka þarna á ferð árið 2004 að fá sínar fyrstu mínútur með landsliðinu. Alvöru reynsla hjá þessum tveimur ljúfmennum.Svarta síðan umdeilda Er ég fór blautur á bak við eyrun á mitt fyrsta stórmót í Slóveníu árið 2004 þá vissi ég ekkert hverju ég ætti von á. Upplifunin var mikil í ævintýralegri stemningu í Celje. Ég man enn eftir því að sitja í blaðamannastúkunni og öskra út í loftið af öllum lífs- og sálarkröftum til þess eins að athuga hvort ég heyrði í sjálfum mér í öllum látunum. Það var takmarkað. Samt mjög eðlilegt að gera þetta. Það voru víst margir í því. Held ég. Árangurinn hefði mátt vera skemmtilegri. Tvö töp og eitt jafntefli gegn lélegum Tékkum. Neðsta sætið í riðlinum og heim eftir viku. Meiriháttar alveg. Ég man eftir því að hafa unnið mína vinnu samviskusamlega eftir leik og sent heim. Einhverju síðar fæ ég símtal þar sem mér er tjáð að það eigi að henda efninu mínu. „Nú, hvað á að koma í staðinn?“ spurði ég hissa og ekki alveg sáttur. „Ekki neitt. Það verður bara svört síða og á henni mun standa „Hér átti að fjalla um árangur Íslands á EM í Slóveníu... Hann var enginn.“ Það á eftir að fara vel í mannskapinn hugsaði ég en gott og blessað. Ekki ræð ég. Óhætt er að segja að síðan hafi verið umdeild þó hendi megi grín að þessu í dag.Svarta sportsíðan birtist í DV 26. janúar 2004.Ferðalagið heim var ekkert sérstakt skal ég viðurkenna. Ég var einn á ferð og augnatillitið sem ég fékk á flugvellinum frá landsliðsmönnum og fararstjórn HSÍ var ekkert sérstaklega vinalegt. Það stóð ekki til að bjóða mér upp á kaffi og með því. Ég fann það alveg. Svarta síðan kom mér á svarta listann hjá HSÍ. Ég er eiginlega pottþéttur á því. Það var þó engin langrækni í gangi og samskipti mín við HSÍ hafa næstum alltaf verið með miklum ágætum. Það var samt enginn með stæla við mig á flugvellinum. Allir létu mig bara í friði nema einn kollegi minn setti sig í stellingar, fór að rífa sig og þykjast vera voða kall. Sá hafði nú ekki efni á því að setja sig á háan hest en var samt til í að haga sér eins og fífl við nýliðann. Flottur gæi.Stórmót eru sérstök Eftir þessa sérstöku eldskírn hef ég verið svo lánsamur að fá að upplifa margt frábært á hliðarlínunni hjá stórkostlegu liði. Meðal annars einstaklega skemmtilegt mót á HM í Þýskalandi sem og silfurævintýrið í Peking. Sögurnar og minningarnar eru endalausar og í raun efni í góða bók. Þó svo gengið sé ekki alltaf upp á tíu þá er upplifunin að vera á stórmóti alltaf mögnuð. Þessi saklausi í horninu var á vellinum er ég byrjaði að skrifa en situr nú upp í stúku með mér. Þekkir báðar hliðar vel og skilar sínu með sóma utan vallar eins og hann gerði innan vallar.vísir/afpEitt af því sem gerir þessa upplifun alltaf svona góða er samstarfið við strákana. Í gegnum allan tilfinningarússíbanann, sem það er að spila annan hvern dag á stórmóti, þurfa þeir að „þola“ að hitta okkur íþróttafréttamennina daglega með okkar misgáfulega spurningar. Þeim er alltaf svarað af fagmennsku. Sama hversu vitlausar spurningarnar eru eða þó svo leikmenn séu að kafna af svekkelsi eftir erfiðan leik. Það ber aldrei skugga á samstarfið og það segir meira en mörg orð um fagmennsku strákanna okkar. Enginn sleikjugangur hér. Strákarnir eiga alveg skilið að þeim sé hrósað fyrir sína faglegu framkomu. Hlutirnir eru nefnilega ekki alltaf svona góðir í þessum geira sem ég vinn við. Nú í dag kem ég til Split í enn eitt ævintýrið með liðinu. Væntingastuðullinn fyrir mótið er ekkert mjög hár. Ég geri þó þá kröfu að liðið fari upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Þetta lið sem Geir Sveinsson er með í höndunum er mjög spennandi. Það var ýmislegt sem gladdi á síðasta HM og benti til þess að liðið væri að hefja vegferð í rétta átt. Ég hlakka til að sjá liðið taka næstu skref og bæta sig. Ég hef fulla trú á því að þeir geri það og að mitt þrettánda stórmót verði skemmtilegra en það fyrsta. Góða skemmtun og áfram Ísland! EM 2018 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Margir þola ekki janúar en ég er ekki einn af þeim. Ég bíð alltaf spenntur eftir janúar því þá er veisla í íþróttalífinu hjá mér. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar og svo að sjálfsögðu stórmót í handbolta. NFL-deildin er alltaf á sínum stað og strákarnir okkar hafa með mögnuðum árangri náð að fá fólkið í landinu til þess að gleyma sér í svartasta skammdeginu er jólaVISAreikningurinn hrynur í fangið á okkur með tilheyrandi gleði. Fyrir það ber að þakka og það er svo sannarlega ekki sjálfsagt mál að Íslandi sé nánast inn á hverju einasta stórmóti. Er ég settist niður til þess að rita þennan pistil og fór að rifja upp hvað ég hef farið á mörg stórmót í handbolta þá brá mér svolítið. Evrópumótið í Króatíu verður mitt þrettánda stórmót. Þess utan fór ég með strákunum á undankeppnina fyrir ÓL í Peking. Þá var stuð í Póllandi. Prestar með í för sem hjálpuðu til við að tryggja sætið í Peking.Guðjón Valur mun aldrei hætta Það hefur margt breyst á þessum árum síðan ég byrjaði að elta handboltalandsliðið um allan heim en eitt breytist aldrei. Guðjón Valur Sigurðsson er þarna enn og ekkert fararsnið á honum. Hann var orðinn lykilmaður er ég fór á mitt fyrsta mót með strákunum árið 2004 og er enn í heimsklassa. Það er algjörlega sturlað. Þvílíkur íþróttamaður sem mun halda áfram að bæta einstakt heimsmet sitt í mörkum skoruðum með landsliðinu í Split.Guðjón Valur í leik í Celje árið 2004. Hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu.vísir/afpÉg var með tiltölulega þykkt hár (fannst mér) á þessu fyrsta móti mínu og frekar grannur. Aftur mitt persónulega mat. Það hefur „aðeins“ breyst hjá mér en Guðjón er á sama stað. Hann er svindlari. Ok, hann er kannski aðeins duglegri að hreyfa sig og borðar líklega aðeins hollari mat. Viðurkenni að það gæti haft eitthvað að segja um þetta. Ungur Ásgeir Örn Hallgrímsson var líka þarna á ferð árið 2004 að fá sínar fyrstu mínútur með landsliðinu. Alvöru reynsla hjá þessum tveimur ljúfmennum.Svarta síðan umdeilda Er ég fór blautur á bak við eyrun á mitt fyrsta stórmót í Slóveníu árið 2004 þá vissi ég ekkert hverju ég ætti von á. Upplifunin var mikil í ævintýralegri stemningu í Celje. Ég man enn eftir því að sitja í blaðamannastúkunni og öskra út í loftið af öllum lífs- og sálarkröftum til þess eins að athuga hvort ég heyrði í sjálfum mér í öllum látunum. Það var takmarkað. Samt mjög eðlilegt að gera þetta. Það voru víst margir í því. Held ég. Árangurinn hefði mátt vera skemmtilegri. Tvö töp og eitt jafntefli gegn lélegum Tékkum. Neðsta sætið í riðlinum og heim eftir viku. Meiriháttar alveg. Ég man eftir því að hafa unnið mína vinnu samviskusamlega eftir leik og sent heim. Einhverju síðar fæ ég símtal þar sem mér er tjáð að það eigi að henda efninu mínu. „Nú, hvað á að koma í staðinn?“ spurði ég hissa og ekki alveg sáttur. „Ekki neitt. Það verður bara svört síða og á henni mun standa „Hér átti að fjalla um árangur Íslands á EM í Slóveníu... Hann var enginn.“ Það á eftir að fara vel í mannskapinn hugsaði ég en gott og blessað. Ekki ræð ég. Óhætt er að segja að síðan hafi verið umdeild þó hendi megi grín að þessu í dag.Svarta sportsíðan birtist í DV 26. janúar 2004.Ferðalagið heim var ekkert sérstakt skal ég viðurkenna. Ég var einn á ferð og augnatillitið sem ég fékk á flugvellinum frá landsliðsmönnum og fararstjórn HSÍ var ekkert sérstaklega vinalegt. Það stóð ekki til að bjóða mér upp á kaffi og með því. Ég fann það alveg. Svarta síðan kom mér á svarta listann hjá HSÍ. Ég er eiginlega pottþéttur á því. Það var þó engin langrækni í gangi og samskipti mín við HSÍ hafa næstum alltaf verið með miklum ágætum. Það var samt enginn með stæla við mig á flugvellinum. Allir létu mig bara í friði nema einn kollegi minn setti sig í stellingar, fór að rífa sig og þykjast vera voða kall. Sá hafði nú ekki efni á því að setja sig á háan hest en var samt til í að haga sér eins og fífl við nýliðann. Flottur gæi.Stórmót eru sérstök Eftir þessa sérstöku eldskírn hef ég verið svo lánsamur að fá að upplifa margt frábært á hliðarlínunni hjá stórkostlegu liði. Meðal annars einstaklega skemmtilegt mót á HM í Þýskalandi sem og silfurævintýrið í Peking. Sögurnar og minningarnar eru endalausar og í raun efni í góða bók. Þó svo gengið sé ekki alltaf upp á tíu þá er upplifunin að vera á stórmóti alltaf mögnuð. Þessi saklausi í horninu var á vellinum er ég byrjaði að skrifa en situr nú upp í stúku með mér. Þekkir báðar hliðar vel og skilar sínu með sóma utan vallar eins og hann gerði innan vallar.vísir/afpEitt af því sem gerir þessa upplifun alltaf svona góða er samstarfið við strákana. Í gegnum allan tilfinningarússíbanann, sem það er að spila annan hvern dag á stórmóti, þurfa þeir að „þola“ að hitta okkur íþróttafréttamennina daglega með okkar misgáfulega spurningar. Þeim er alltaf svarað af fagmennsku. Sama hversu vitlausar spurningarnar eru eða þó svo leikmenn séu að kafna af svekkelsi eftir erfiðan leik. Það ber aldrei skugga á samstarfið og það segir meira en mörg orð um fagmennsku strákanna okkar. Enginn sleikjugangur hér. Strákarnir eiga alveg skilið að þeim sé hrósað fyrir sína faglegu framkomu. Hlutirnir eru nefnilega ekki alltaf svona góðir í þessum geira sem ég vinn við. Nú í dag kem ég til Split í enn eitt ævintýrið með liðinu. Væntingastuðullinn fyrir mótið er ekkert mjög hár. Ég geri þó þá kröfu að liðið fari upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Þetta lið sem Geir Sveinsson er með í höndunum er mjög spennandi. Það var ýmislegt sem gladdi á síðasta HM og benti til þess að liðið væri að hefja vegferð í rétta átt. Ég hlakka til að sjá liðið taka næstu skref og bæta sig. Ég hef fulla trú á því að þeir geri það og að mitt þrettánda stórmót verði skemmtilegra en það fyrsta. Góða skemmtun og áfram Ísland!
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira