Nú er lag, Lotta Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2018 10:45 “Rósa Ásgeirsdóttir fer fyrir leikhópnum í hlutverki Dórótheu og leiðir hann af krafti,” segir í dómnum. (Rósa er í miðið á þessari mynd.) Mynd/Birta Rán Björgvinsdóttir Leikhús Galdrakarlinn í Oz Tjarnarbíó Leikhópurinn Lotta Leikskáld: Ármann Guðmundsson Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Rósa Ásgeirsdóttir, Baldur Ragnarsson, Sigsteinn Sigurbergsson, Anna Bergljót Thorarensen og Huld Óskarsdóttir Tónlist: Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Snæbjörn Ragnarsson Söngtextar: Anna Bergljót Thorarensen, Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson og Snæbjörn Ragnarsson Leikmynd: Móeiður Helgadóttir og Sigsteinn Sigurbergsson Búningar: Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson Hljóðmynd: Baldur Ragnarsson Ljós: Kjartan Darri Kristjánsson Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikhópurinn Lotta á mikið hrós skilið fyrir að sinna yngstu áhorfendunum um land allt eins vel og hann hefur gert síðastliðinn áratug. Nú fagnar hann tíu ára afmælinu með því að flytja sig tímabundið inn fyrir dyr og frumsýndi endurunna útgáfu af Galdrakarlinum í Oz í Tjarnarbíói. En ekki skal örvænta um að hópurinn sé hættur að ferðast, því er lofað í leikskránni að leikferðunum verði haldið áfram. Upphaflegur höfundur sögunnar af Dórótheu er hinn bandaríski L. Frank Baum sem skrifaði heilan sagnabálk um töfralandið Oz og fyrsta bókin er fyrir löngu orðin klassík, þá ekki síst vegna bíómyndarinnar. Leikhöfundur nú er Ármann Guðmundsson sem heldur þéttingsfast á skærunum og styttir verkið niður í rúmlega klukkutímalanga sýningu sem er duglega krydduð með frumsömdum lögum. Áhorfendur fara í ferðalag með heilalausu fuglahræðunni, hjartalausa pjáturmanninum, huglausa ljóninu og auðvitað Dórótheu í leit að galdrakarlinum ógurlega í smaragðsborginni Oz. Rósa Ásgeirsdóttir fer fyrir leikhópnum í hlutverki Dórótheu og leiðir hann af krafti. Baldur Ragnarsson á góða spretti sem fuglahræðan, þá sérstaklega í fyrri hluta sýningar. Anna Bergljót Thorarensen líður svolítið fyrir frekar óspennandi ljón en nær samt að vekja lukku. Huld Óskarsdóttir hefur það ærna verkefni að leika heilan hóp af galdrafólki og á sterka kafla sem vonda vestannornin. En það er Sigsteinn Sigurbergsson í hlutverki pjáturmannsins hjartalausa sem stelur senunni með liprum leik og bráðskemmtilegri innkomu sem er bæði vel skrifuð og útfærð. Stórt teymi stendur að baki tónlistinni og orkumiklum lögum er sáldrað duglega í framvinduna. Textavinnan er ansi góð á sumum stöðum en þess væri óskandi að tónlistin væri meira spennandi og spyrja má hvort svona stórt tónlistarteymi aftri því að skýrara þema og breiðara tónsvið er ekki að finna í hljóðheiminum. En nýjum íslenskum söngleikjum skal taka fagnandi, því skal ekki gleyma. Ágústa Skúladóttir hefur gífurlega reynslu af leikstjórn barnasýninga en að þessu sinni springa dramatísku uppgjörin ekki nægilega vel út þó að undirbyggingin sé hin fínasta. Þetta skrifast bæði á handritið og leikstjórnina: endalok vondu nornarinnar eru snubbótt, hinn ógurlegi galdrakarl í Oz er ekki nægilega vel útfærður og þegar Dóróthea smellir hælunum þrisvar vantar upp á töfrana. Leikmyndin er hugvitsamlega leyst eins og Móeiði Helgadóttur er einni lagið en nú skipa hún og Sigsteinn sviðsmyndateymið. Færanlegir flekar á hjólum eru notaðir til að búa til litríkan sviðsheim og heppnast að mörgu leyti vel þó að tilfærslurnar eigi eftir að smyrjast aðeins betur. Aftur á móti var ákveðið að skrifa gula tígulsteinsveginn með öllu út úr sýningunni sem er miður því hann er eitt þekktasta tákn sögunnar. Búningarnir, sem Rósa og Sigsteinn sáu um, voru sömuleiðis vel heppnaðir og þar stendur klæðnaður hinna svokölluðu maulara algjörlega upp úr. Galdrakarlinn í Oz, í leikgerð Leikhópsins Lottu, hrasar stundum en valhoppar á öðrum stundum skemmtilega með urmul af ágætum lögum sér til aðstoðar. Nú er lag fyrir þennan metnaðarfulla leikhóp að nýta tíu ára afmælið og smella saman enn þá betri sýningu næst byggðri á þeirri gífurlegu reynslu sem hópurinn hefur.Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Fjörugur söngleikur þó að herslumuninn vanti þegar á heildina er litið. Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Galdrakarlinn í Oz Tjarnarbíó Leikhópurinn Lotta Leikskáld: Ármann Guðmundsson Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Rósa Ásgeirsdóttir, Baldur Ragnarsson, Sigsteinn Sigurbergsson, Anna Bergljót Thorarensen og Huld Óskarsdóttir Tónlist: Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Snæbjörn Ragnarsson Söngtextar: Anna Bergljót Thorarensen, Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson og Snæbjörn Ragnarsson Leikmynd: Móeiður Helgadóttir og Sigsteinn Sigurbergsson Búningar: Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson Hljóðmynd: Baldur Ragnarsson Ljós: Kjartan Darri Kristjánsson Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikhópurinn Lotta á mikið hrós skilið fyrir að sinna yngstu áhorfendunum um land allt eins vel og hann hefur gert síðastliðinn áratug. Nú fagnar hann tíu ára afmælinu með því að flytja sig tímabundið inn fyrir dyr og frumsýndi endurunna útgáfu af Galdrakarlinum í Oz í Tjarnarbíói. En ekki skal örvænta um að hópurinn sé hættur að ferðast, því er lofað í leikskránni að leikferðunum verði haldið áfram. Upphaflegur höfundur sögunnar af Dórótheu er hinn bandaríski L. Frank Baum sem skrifaði heilan sagnabálk um töfralandið Oz og fyrsta bókin er fyrir löngu orðin klassík, þá ekki síst vegna bíómyndarinnar. Leikhöfundur nú er Ármann Guðmundsson sem heldur þéttingsfast á skærunum og styttir verkið niður í rúmlega klukkutímalanga sýningu sem er duglega krydduð með frumsömdum lögum. Áhorfendur fara í ferðalag með heilalausu fuglahræðunni, hjartalausa pjáturmanninum, huglausa ljóninu og auðvitað Dórótheu í leit að galdrakarlinum ógurlega í smaragðsborginni Oz. Rósa Ásgeirsdóttir fer fyrir leikhópnum í hlutverki Dórótheu og leiðir hann af krafti. Baldur Ragnarsson á góða spretti sem fuglahræðan, þá sérstaklega í fyrri hluta sýningar. Anna Bergljót Thorarensen líður svolítið fyrir frekar óspennandi ljón en nær samt að vekja lukku. Huld Óskarsdóttir hefur það ærna verkefni að leika heilan hóp af galdrafólki og á sterka kafla sem vonda vestannornin. En það er Sigsteinn Sigurbergsson í hlutverki pjáturmannsins hjartalausa sem stelur senunni með liprum leik og bráðskemmtilegri innkomu sem er bæði vel skrifuð og útfærð. Stórt teymi stendur að baki tónlistinni og orkumiklum lögum er sáldrað duglega í framvinduna. Textavinnan er ansi góð á sumum stöðum en þess væri óskandi að tónlistin væri meira spennandi og spyrja má hvort svona stórt tónlistarteymi aftri því að skýrara þema og breiðara tónsvið er ekki að finna í hljóðheiminum. En nýjum íslenskum söngleikjum skal taka fagnandi, því skal ekki gleyma. Ágústa Skúladóttir hefur gífurlega reynslu af leikstjórn barnasýninga en að þessu sinni springa dramatísku uppgjörin ekki nægilega vel út þó að undirbyggingin sé hin fínasta. Þetta skrifast bæði á handritið og leikstjórnina: endalok vondu nornarinnar eru snubbótt, hinn ógurlegi galdrakarl í Oz er ekki nægilega vel útfærður og þegar Dóróthea smellir hælunum þrisvar vantar upp á töfrana. Leikmyndin er hugvitsamlega leyst eins og Móeiði Helgadóttur er einni lagið en nú skipa hún og Sigsteinn sviðsmyndateymið. Færanlegir flekar á hjólum eru notaðir til að búa til litríkan sviðsheim og heppnast að mörgu leyti vel þó að tilfærslurnar eigi eftir að smyrjast aðeins betur. Aftur á móti var ákveðið að skrifa gula tígulsteinsveginn með öllu út úr sýningunni sem er miður því hann er eitt þekktasta tákn sögunnar. Búningarnir, sem Rósa og Sigsteinn sáu um, voru sömuleiðis vel heppnaðir og þar stendur klæðnaður hinna svokölluðu maulara algjörlega upp úr. Galdrakarlinn í Oz, í leikgerð Leikhópsins Lottu, hrasar stundum en valhoppar á öðrum stundum skemmtilega með urmul af ágætum lögum sér til aðstoðar. Nú er lag fyrir þennan metnaðarfulla leikhóp að nýta tíu ára afmælið og smella saman enn þá betri sýningu næst byggðri á þeirri gífurlegu reynslu sem hópurinn hefur.Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Fjörugur söngleikur þó að herslumuninn vanti þegar á heildina er litið.
Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira