Tímaskekkja Magnús Guðmundsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Það er einhver grundvallarvitleysa í tilveru, starfsemi og ákvörðunum kjararáðs. Eitthvað sem gengur ekki upp og veldur því að himinn og haf eru á milli þjóðarinnar sem borgar launin sem kjararáð ákvarðar og þeirra sem þau þiggja. Kjararáð er sjálfstætt ráð en skipað af þeim stéttum sem síðan þiggja þau laun sem ráðið ákvarðar. Laun æðstu embættismanna ríkisins, stjórnmálamanna og svo einnig kirkjunnar vegna þess að hún er víst enn þá ríkisstofnun þrátt fyrir allt. Í þessu fyrirkomulagi samtryggingar liggur hundurinn grafinn. Þetta er dálítið eins og starfsfólk fyrirtækis setti á laggirnar kjararáð á meðal starfsmanna og annarra sem það treysti til þess að ákveða kaup sitt og kjör en eigendur og rekstraraðilar fengju ekkert um það að segja. Hlutverk þeirra væri að borga launin sem ráðið væri á því að þau teldust sanngjörn fyrir alla þessa vinnu og ábyrgð, svona auk þess að halda jólaboð og passa upp á móralinn. Það er hætt við að slíkur rekstur færi ekki vel. Og nú er komið að kirkjunnar þjónum að fá sitt. Fá launahækkun sem er langt umfram það sem gengur og gerist á almennum vinnumarkaði og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum splæsir kjararáð eins og svo oft áður í að hafa þetta afturvirkt. Þannig fær biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, launahækkun upp á 271.000 kr. á mánuði eða sem nemur umtalsvert meira en mánaðargreiðslu lífeyrisþega sem býr einn. Kjarabótin er afturvirk um eitt ár og því á biskup von á eingreiðslu upp á 3.252.000 kr. fyrir skatt. Þetta slagar upp í sömu upphæð og ríkisstjórnin er svo kát með að vera búin að redda öllum hælisleitendum á Íslandi. Enn eru ótaldar allar hinar hækkanirnar og heildarkostnaðurinn. Dýrt er drottins orðið segir í Sögu Ólafs hins helga í Biskupasögum og það stendur greinilega ekki til að gefa neinn afslátt þrátt fyrir að sífellt fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni. Hvað þá að hafa í huga að kannanir benda til þess að meirihluti þjóðarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kirkjunnar fólk og kjararáð ættu kannski að hafa í huga að þeim mun færri sem eru innan safnaðarins, þeim mun færri standa straum af þessum kostnaði og þar með eykst hlutur þeirra sem vilja ekkert með þjóðkirkjuna hafa. Gleymum því heldur ekki að það er vel hægt að halda í sína guðstrú, iðka hana og rækta, þótt þjóðkirkjan hafi verið yfirgefin. Fjölmargir Íslendingar hafa einmitt valið að yfirgefa þjóðkirkjuna á síðustu árum og þá ekki síst á þeim forsendum að þetta ríkisfyrirkomulag sé bullandi tímaskekkja og breikkandi gjá sé á milli siðferðisvitundar þeirra og stjórnenda kirkjunnar. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að kjararáð standi frammi fyrir viðlíka afstöðu þjóðarinnar enda löngu tímabært að gjörbreyta skipan þess og starfsemi. Því þessi sjálftaka ráðandi embættisstétta er ekki lengur þjóðinni bjóðandi eða á vetur kjarasamninga á almennum launamarkaði setjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Það er einhver grundvallarvitleysa í tilveru, starfsemi og ákvörðunum kjararáðs. Eitthvað sem gengur ekki upp og veldur því að himinn og haf eru á milli þjóðarinnar sem borgar launin sem kjararáð ákvarðar og þeirra sem þau þiggja. Kjararáð er sjálfstætt ráð en skipað af þeim stéttum sem síðan þiggja þau laun sem ráðið ákvarðar. Laun æðstu embættismanna ríkisins, stjórnmálamanna og svo einnig kirkjunnar vegna þess að hún er víst enn þá ríkisstofnun þrátt fyrir allt. Í þessu fyrirkomulagi samtryggingar liggur hundurinn grafinn. Þetta er dálítið eins og starfsfólk fyrirtækis setti á laggirnar kjararáð á meðal starfsmanna og annarra sem það treysti til þess að ákveða kaup sitt og kjör en eigendur og rekstraraðilar fengju ekkert um það að segja. Hlutverk þeirra væri að borga launin sem ráðið væri á því að þau teldust sanngjörn fyrir alla þessa vinnu og ábyrgð, svona auk þess að halda jólaboð og passa upp á móralinn. Það er hætt við að slíkur rekstur færi ekki vel. Og nú er komið að kirkjunnar þjónum að fá sitt. Fá launahækkun sem er langt umfram það sem gengur og gerist á almennum vinnumarkaði og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum splæsir kjararáð eins og svo oft áður í að hafa þetta afturvirkt. Þannig fær biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, launahækkun upp á 271.000 kr. á mánuði eða sem nemur umtalsvert meira en mánaðargreiðslu lífeyrisþega sem býr einn. Kjarabótin er afturvirk um eitt ár og því á biskup von á eingreiðslu upp á 3.252.000 kr. fyrir skatt. Þetta slagar upp í sömu upphæð og ríkisstjórnin er svo kát með að vera búin að redda öllum hælisleitendum á Íslandi. Enn eru ótaldar allar hinar hækkanirnar og heildarkostnaðurinn. Dýrt er drottins orðið segir í Sögu Ólafs hins helga í Biskupasögum og það stendur greinilega ekki til að gefa neinn afslátt þrátt fyrir að sífellt fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni. Hvað þá að hafa í huga að kannanir benda til þess að meirihluti þjóðarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kirkjunnar fólk og kjararáð ættu kannski að hafa í huga að þeim mun færri sem eru innan safnaðarins, þeim mun færri standa straum af þessum kostnaði og þar með eykst hlutur þeirra sem vilja ekkert með þjóðkirkjuna hafa. Gleymum því heldur ekki að það er vel hægt að halda í sína guðstrú, iðka hana og rækta, þótt þjóðkirkjan hafi verið yfirgefin. Fjölmargir Íslendingar hafa einmitt valið að yfirgefa þjóðkirkjuna á síðustu árum og þá ekki síst á þeim forsendum að þetta ríkisfyrirkomulag sé bullandi tímaskekkja og breikkandi gjá sé á milli siðferðisvitundar þeirra og stjórnenda kirkjunnar. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að kjararáð standi frammi fyrir viðlíka afstöðu þjóðarinnar enda löngu tímabært að gjörbreyta skipan þess og starfsemi. Því þessi sjálftaka ráðandi embættisstétta er ekki lengur þjóðinni bjóðandi eða á vetur kjarasamninga á almennum launamarkaði setjandi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun