Síðasta lag fyrir fréttir Jónas Sen skrifar 20. desember 2017 11:00 Geisladiskur Söngveisla. Ólafur Vignir Albertsson og 43 söngvarar. MBV ehf Álfakóngurinn eftir Schubert, fyrir rödd og píanó, er eitthvert svínslegasta verkefni sem nokkur píanóleikari getur lent í. Lagið krefst gríðarlegrar tækni og mikils undirbúnings. Píanóleikarinn þarf að spila endurteknar nótur með þumli og litla fingri sömu handar á ógnarlegum hraða og beita henni á alveg sérstakan hátt til að þreytast ekki. Það er ekki á hvers manns færi. Ólafur Vignir Albertsson virðist þó ekki hafa mikið fyrir því á fjórföldum geisladiski sem ber heitið Söngvaveisla. Þar leikur hann lagið með Sigurði Demetz tenór og bókstaflega hristir það fram úr erminni. Það er vægast sagt aðdáunarvert. Á geisladiskunum fjórum hefja upp raust sína hvorki meira né minna en 43 söngvarar. Þar á meðal er listafólk sem staðið hefur í framlínu íslensks tónlistarlífs, hvort heldur sem einsöngvarar eða kennarar. Með þeim öllum leikur Ólafur Vignir og gerir það með afburðum vel. Túlkun hans er ávallt í anda hvers tónskálds, skapmikil, ljóðræn og innileg. Sagnfræðilegt gildi þessarar útgáfu er óumdeilanlegt. Þarna er að finna upptökur með mögnuðum söngvurum á borð við Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Guðmund Jónsson, Elínu Ósk Óskarsdóttur og fleiri. Kristján Jóhannsson er í essinu sínu á hátindi ferils síns og upptaka með honum og Dorriet Kavanna, fyrri eiginkonu hans, er dásamleg, en hún lést langt fyrir aldur fram. Þegar um heildarútgáfu er að ræða er auðvitað ekki allt frábært. Upptökur með Maríu Markan gefa t.d. ranga mynd af henni, enda gerðar töluvert seint, þegar hún var ekki lengur upp á sitt besta. Ólafur Kjartan Sigurðarson er þarna blautur á bak við eyrun, sem og Kristinn Sigmundsson og Hrólfur Sæmundsson, báðir fremur óreyndir. Forvitnilegt er hins vegar að heyra Júlíus Vífil Ingvarsson, sem var greinilega ágætur söngvari. Og Sigurlaug Rósinkranz, sem var svo sannarlega umdeild óperusöngkona á sínum tíma, stendur sig vel í tveimur lögum eftir Kurt Wiklander. Gaman er líka að Guðrúnu Á. Símonar, sem syngur þrjú lög eftir Sigvalda Kaldalóns af fítonskrafti og óskeikulli raddfegurð. Kristinn Hallsson er einnig glæsilegur og Sigurður Demetz er flottur, þótt hann sé kominn á aldur. Þannig mætti lengi telja. Lögin voru tekin upp af Ríkisútvarpinu á löngu tímabili, og því eru gæði upptakanna mjög mismunandi. Oft vantar alla endurómun; upptökurnar eru steindauðar. Vissulega er ekkert við því að gera, en þó er hvimleitt hve hljóðstyrkurinn á lögunum er stundum ójafn. Maður þarf sífellt að vera að hækka og lækka í græjunum. Var ekki hægt að stilla það til? Burtséð frá annmörkum er þetta áhugaverð útgáfa, margar af upptökunum eru fjársjóður og mega ekki glatast. Jónas SenNiðurstaða:Merkileg útgáfa með glæsilegum píanista og framvörðum íslenskrar sönglistar. Tónlistargagnrýni Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Geisladiskur Söngveisla. Ólafur Vignir Albertsson og 43 söngvarar. MBV ehf Álfakóngurinn eftir Schubert, fyrir rödd og píanó, er eitthvert svínslegasta verkefni sem nokkur píanóleikari getur lent í. Lagið krefst gríðarlegrar tækni og mikils undirbúnings. Píanóleikarinn þarf að spila endurteknar nótur með þumli og litla fingri sömu handar á ógnarlegum hraða og beita henni á alveg sérstakan hátt til að þreytast ekki. Það er ekki á hvers manns færi. Ólafur Vignir Albertsson virðist þó ekki hafa mikið fyrir því á fjórföldum geisladiski sem ber heitið Söngvaveisla. Þar leikur hann lagið með Sigurði Demetz tenór og bókstaflega hristir það fram úr erminni. Það er vægast sagt aðdáunarvert. Á geisladiskunum fjórum hefja upp raust sína hvorki meira né minna en 43 söngvarar. Þar á meðal er listafólk sem staðið hefur í framlínu íslensks tónlistarlífs, hvort heldur sem einsöngvarar eða kennarar. Með þeim öllum leikur Ólafur Vignir og gerir það með afburðum vel. Túlkun hans er ávallt í anda hvers tónskálds, skapmikil, ljóðræn og innileg. Sagnfræðilegt gildi þessarar útgáfu er óumdeilanlegt. Þarna er að finna upptökur með mögnuðum söngvurum á borð við Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Guðmund Jónsson, Elínu Ósk Óskarsdóttur og fleiri. Kristján Jóhannsson er í essinu sínu á hátindi ferils síns og upptaka með honum og Dorriet Kavanna, fyrri eiginkonu hans, er dásamleg, en hún lést langt fyrir aldur fram. Þegar um heildarútgáfu er að ræða er auðvitað ekki allt frábært. Upptökur með Maríu Markan gefa t.d. ranga mynd af henni, enda gerðar töluvert seint, þegar hún var ekki lengur upp á sitt besta. Ólafur Kjartan Sigurðarson er þarna blautur á bak við eyrun, sem og Kristinn Sigmundsson og Hrólfur Sæmundsson, báðir fremur óreyndir. Forvitnilegt er hins vegar að heyra Júlíus Vífil Ingvarsson, sem var greinilega ágætur söngvari. Og Sigurlaug Rósinkranz, sem var svo sannarlega umdeild óperusöngkona á sínum tíma, stendur sig vel í tveimur lögum eftir Kurt Wiklander. Gaman er líka að Guðrúnu Á. Símonar, sem syngur þrjú lög eftir Sigvalda Kaldalóns af fítonskrafti og óskeikulli raddfegurð. Kristinn Hallsson er einnig glæsilegur og Sigurður Demetz er flottur, þótt hann sé kominn á aldur. Þannig mætti lengi telja. Lögin voru tekin upp af Ríkisútvarpinu á löngu tímabili, og því eru gæði upptakanna mjög mismunandi. Oft vantar alla endurómun; upptökurnar eru steindauðar. Vissulega er ekkert við því að gera, en þó er hvimleitt hve hljóðstyrkurinn á lögunum er stundum ójafn. Maður þarf sífellt að vera að hækka og lækka í græjunum. Var ekki hægt að stilla það til? Burtséð frá annmörkum er þetta áhugaverð útgáfa, margar af upptökunum eru fjársjóður og mega ekki glatast. Jónas SenNiðurstaða:Merkileg útgáfa með glæsilegum píanista og framvörðum íslenskrar sönglistar.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira