Úr marki meistaranna yfir í spjótkastið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur Íslandsmeistarabikarinn hátt á loft. Vísir/Þórir Tryggvason Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Þórs/KA, greindi frá því á Twitter í vikunni að takkaskórnir væru komnir ofan í skúffu og hún hefði ákveðið að snúa sér að frjálsum íþróttum. Hér var ekki á ferðinni snemmbúið aprílgabb eða einhvers konar vinnustaðahrekkur eins og blaðamaður Vísis komst að raun um þegar hann hafði samband við Bryndísi Láru. „Það er ekkert jólasprell í þessu,“ sagði Bryndís Lára hlæjandi. En af hverju tók hún þessa ákvörðun, að skipta um íþrótt?Réttur tímapunktur„Satt að segja hef ég pælt í þessu í smá tíma og fannst tímapunkturinn núna réttur til að taka mér smá pásu. Fótboltaskórnir eru komnir í skúffuna en ekki á hilluna. Þetta er tímabundið. Ég ætla að taka mér smá pásu og kíkja aftur á frjálsar íþróttir.“ Bryndís Lára æfði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og grunnurinn er því til staðar. Hennar sterkasta grein var spjótkast og hún ætlar að einbeita sér að því á nýjan leik. „Ég var í spjótkasti og ætla að láta reyna á það aftur. Þetta er búið að blunda í mér í tvö ár. Ég var líka í kúluvarpi og stangarstökki en aðallega í spjótkasti,“ sagði Bryndís Lára sem æfði með Dímon á Hvolsvelli og keppti fyrir HSK. Hún ætlar að finna sér lið til að æfa með í janúar og taka spjótkastið föstum tökum. „Ég myndi ekki nenna að dúlla mér í þessu. Ég ætla að keyra á fullu á þetta.“Donni ekkert káturBryndís Lára segir að Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, hafi ekki verið hoppandi glaður þegar hún tilkynnti honum ákvörðun sína. „Donni var ekkert kátur með mig en fannst þetta besta lausnin, að ég myndi taka pásu í staðinn fyrir að fara frá þeim. Það skilja þetta allir. Aldurinn er ekkert að vinna með manni, þannig að það var núna eða aldrei,“ segir hin 26 ára gamla Bryndís Lára. Óhætt er að segja að Bryndís Lára hætti, þótt það sé bara tímabundið, á toppnum. Hún gekk í raðir Þórs/KA frá ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti glimrandi gott sumar í marki Akureyrarliðsins. Bryndís Lára lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni, fékk aðeins 15 mörk á sig, hélt hreinu í helmingi leikjanna og átti stóran þátt í að liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn. Bryndís Lára er á því að síðasta tímabil hafi verið hennar besta á ferlinum.Færri mistök en áður„Ég var mjög ánægð með frammistöðuna. Ég gerði færri mistök en ég hef gert og var mjög sátt við það,“ sagði Bryndís Lára sem tók svo sannarlega rétta ákvörðun þegar hún færði sig um set frá ÍBV til Þórs/KA. „Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og sé alls ekki eftir því að hafa farið norður og kynnst umhverfinu þar.“ Það afrek Þórs/KA að verða Íslandsmeistari var mikið, sérstaklega í ljósi þess að um veturinn var tvísýnt hvort samstarfi Þórs og KA yrði haldið áfram. „Það var mjög gott að ná að sýna samfélaginu fyrir norðan að það var vitleysa að slíta þessu. Miðað við fjöldann sem mætti á leiki hjá okkur held ég að flestir hafi verið sammála um það,“ segir hún. Bryndís Lára hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar hann valdi íslenska landsliðshópinn sem fór á EM í Hollandi. Hún var ekki sátt og sagði að valið hefði með eitthvað allt annað en frammistöðu hennar að gera. Aðspurð vill Bryndís Lára lítið tjá sig um landsliðsvalið.Óþarfi að gera mál úr þessu„Það hefur ekkert upp á sig. Ég lét óánægju mína í ljós og það er eðlilegt fyrir einhvern sem er með mikið keppnisskap. Ég held að það sé óþarfi að gera eitthvað mál úr þessu. Ég er að horfa í aðrar áttir núna,“ segir Bryndís Lára og bætir við að landsliðsvalið hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun hennar um að setja takkaskóna ofan í skúffu. Hún neitar því þó ekki að það hefði toppað frábært sumar að vera valin í landsliðið. „Auðvitað hefði ég verið mjög kát með það. En svo var ekki. Núna eru það bara frjálsar og sjáum hvernig það fer,“ segir Bryndís Lára að lokum. Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Þórs/KA, greindi frá því á Twitter í vikunni að takkaskórnir væru komnir ofan í skúffu og hún hefði ákveðið að snúa sér að frjálsum íþróttum. Hér var ekki á ferðinni snemmbúið aprílgabb eða einhvers konar vinnustaðahrekkur eins og blaðamaður Vísis komst að raun um þegar hann hafði samband við Bryndísi Láru. „Það er ekkert jólasprell í þessu,“ sagði Bryndís Lára hlæjandi. En af hverju tók hún þessa ákvörðun, að skipta um íþrótt?Réttur tímapunktur„Satt að segja hef ég pælt í þessu í smá tíma og fannst tímapunkturinn núna réttur til að taka mér smá pásu. Fótboltaskórnir eru komnir í skúffuna en ekki á hilluna. Þetta er tímabundið. Ég ætla að taka mér smá pásu og kíkja aftur á frjálsar íþróttir.“ Bryndís Lára æfði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og grunnurinn er því til staðar. Hennar sterkasta grein var spjótkast og hún ætlar að einbeita sér að því á nýjan leik. „Ég var í spjótkasti og ætla að láta reyna á það aftur. Þetta er búið að blunda í mér í tvö ár. Ég var líka í kúluvarpi og stangarstökki en aðallega í spjótkasti,“ sagði Bryndís Lára sem æfði með Dímon á Hvolsvelli og keppti fyrir HSK. Hún ætlar að finna sér lið til að æfa með í janúar og taka spjótkastið föstum tökum. „Ég myndi ekki nenna að dúlla mér í þessu. Ég ætla að keyra á fullu á þetta.“Donni ekkert káturBryndís Lára segir að Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, hafi ekki verið hoppandi glaður þegar hún tilkynnti honum ákvörðun sína. „Donni var ekkert kátur með mig en fannst þetta besta lausnin, að ég myndi taka pásu í staðinn fyrir að fara frá þeim. Það skilja þetta allir. Aldurinn er ekkert að vinna með manni, þannig að það var núna eða aldrei,“ segir hin 26 ára gamla Bryndís Lára. Óhætt er að segja að Bryndís Lára hætti, þótt það sé bara tímabundið, á toppnum. Hún gekk í raðir Þórs/KA frá ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti glimrandi gott sumar í marki Akureyrarliðsins. Bryndís Lára lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni, fékk aðeins 15 mörk á sig, hélt hreinu í helmingi leikjanna og átti stóran þátt í að liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn. Bryndís Lára er á því að síðasta tímabil hafi verið hennar besta á ferlinum.Færri mistök en áður„Ég var mjög ánægð með frammistöðuna. Ég gerði færri mistök en ég hef gert og var mjög sátt við það,“ sagði Bryndís Lára sem tók svo sannarlega rétta ákvörðun þegar hún færði sig um set frá ÍBV til Þórs/KA. „Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og sé alls ekki eftir því að hafa farið norður og kynnst umhverfinu þar.“ Það afrek Þórs/KA að verða Íslandsmeistari var mikið, sérstaklega í ljósi þess að um veturinn var tvísýnt hvort samstarfi Þórs og KA yrði haldið áfram. „Það var mjög gott að ná að sýna samfélaginu fyrir norðan að það var vitleysa að slíta þessu. Miðað við fjöldann sem mætti á leiki hjá okkur held ég að flestir hafi verið sammála um það,“ segir hún. Bryndís Lára hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar hann valdi íslenska landsliðshópinn sem fór á EM í Hollandi. Hún var ekki sátt og sagði að valið hefði með eitthvað allt annað en frammistöðu hennar að gera. Aðspurð vill Bryndís Lára lítið tjá sig um landsliðsvalið.Óþarfi að gera mál úr þessu„Það hefur ekkert upp á sig. Ég lét óánægju mína í ljós og það er eðlilegt fyrir einhvern sem er með mikið keppnisskap. Ég held að það sé óþarfi að gera eitthvað mál úr þessu. Ég er að horfa í aðrar áttir núna,“ segir Bryndís Lára og bætir við að landsliðsvalið hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun hennar um að setja takkaskóna ofan í skúffu. Hún neitar því þó ekki að það hefði toppað frábært sumar að vera valin í landsliðið. „Auðvitað hefði ég verið mjög kát með það. En svo var ekki. Núna eru það bara frjálsar og sjáum hvernig það fer,“ segir Bryndís Lára að lokum.
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira