Lífsannáll 2017 Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2017 14:30 Það var ýmislegt áhugavert sem gerðist á árinu sem er að líða. Árið 2017 var viðburðarríkt í heimi dægurmála. Lífið hefur tekið saman nokkur athyglisverð mál sem vöktu eftirtekt á árinu sem er að líða. Hér kennir ýmissa grasa.JóiPé og Króli fram á sjónarsviðiðTónlistarmennirnir JóiPé og Króli slógu rækilega í gegn á árinu, sérstalega með laginu B.O.B.A. Það lag byggir á fleygum orðum sem tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens lét flakka í beinni útsendingu árið 2002 nánar. Þá ætlaði Bubbi að stafa orðið „bomba“ en í miklum ákafa gleymdist einn bókstafur. „Lagið er flott,“ sagði Bubbi í viðtali við Lífið. Í laginu fjalla JóiPé og Króli líka um Hyundai i30-bíllinn og Lífið heyrði í Hyundai umboðinu og kannaði hvort vinsældir bílsins hefðu aukist eftir að lagið sló í gegn. „Síðustu tíu daga hefur verið að seljast meira af þessum bíl. Hvort það er laginu að þakka eða ekki veit ég ekki. Hann er reyndar mjög góður,“ sagði Kristinn Páll Teitsson, sölumaður hjá Hyundai umboðinu.Athugasemd um holdarfar vakti athygliÍ mars á þessu ári hratt athugasemd um holdarfar á Instagram af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma. Athugasemdin kom frá leikkonunni Ágústu Evu og var beint til fyrirsætunnar Manuelu Óskar.Lífið heyrði þá í Elvu Björk Ágústsdóttur, varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu. Það kom henni ekki á óvart að umrædd athugasemd hafi vakið athygli. „Umræðan um fordóma gagnvart útliti, mikilvægi þess að vera sáttur við líkama sinn og bera virðingu fyrir honum og öðrum hefur aukist undanfarið finnst mér. Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks.“Stóra endurgreiðslumáliðLífið fjallaði um stóra endurgreiðslumálið svokallaða sem snýst meðal annars um að þáttaröðin Kórar Íslands fékk ekki endurgreiðslu upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði frá nefnd sem heyrir undir Kvikmyndasjóð. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Það sem vakti athygli er að þættirnir Biggest Loser, japanska kakkalakkamyndin Terra Formars, bandaríska stórmyndin The Fate of the Furious fengu endurgreiðslu.Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinnunn er kæddist í mars er afar líkur hönnun frá tískuhúsi Balmain.Samfestingurinn sem gerði allt vitlaustSamfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist í Söngvakeppni sjónvarpsins í mars olli miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum enda var hann nokkuð nákvæm eftirlíking af samfesting frá tískuhúsi Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ sagði Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn í viðtali við Lífið. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi,“ sagði Elma.Guðni Th. og Þórunn Antonía sameinuðu krafta sína í límmiðaverkefninu fræga.Límmiðaverkefnið sem fór misvel í fólk Tónlistarkonan Þórunn Antonía greindi í viðtali við Lífið frá verkefni sem tónlistarhátíðin Secret Solstice setti á laggirnar og forseti Íslands var verndari verkefnisins. Verkefnið snerist um að láta útbúa sérstaka límmiða sem kæmu í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í glös. Þetta verkefni fór misvel í fólk og í framhaldi skapaðist mikil umræða um hvort væri verið með þessu að varpa ábyrgðinni yfir á fórnalöm í stað gerenda. „Við ættum auðvitað ekkert að þurfa að vera að pæla í svona löguðu, það er í raun fáránlegt. En staðreyndin er sú að það er fólk sem er að gera þetta af ásettu ráði,“ sagði Þórunni í samtali við Lífið.Áttan grunsamlega vinsælLagið Neinei með Áttunni náði svo miklum vinsældum í mars að netverjar klóruðu sumir sér í höfðinu. Þá skapaðist umræða á Twitter um hvort vinsældirnar væri mögulega keyptar en Aron Ingi Davíðsson þvertók fyrir það þegar Lífið hafði samband við hann. „Það er náttúrulega algjör della,“ sagði hann. Síðan lagið kom út hafa vinsældir lagsins verið á blússandi siglingu og meirihluti íslendinga kann líklegast núna textann við lagið utanbókar.Það var mikið að gera hjá Hlyni Snæ, grillz-smiði, á þessu ári.Gulltennur voru fermingargjöfin í ár „Grillz“, sem er tannskart, eins konar gómur oftast úr gulli eða silfri, var heitasti fylgihluturinn þetta árið hjá unga fólkinu en slíkt skart hefur lengi verið í tísku í hiphop-senunni. „Ég fann fyrir að það var brjáluð eftirspurn eftir þessu þannig að ég hugsaði með mér að ég hlyti eiginlega að geta gert þetta sjálfur,“ sagir Hlynur Snær Andrason, vinsæll grillz-smiður, í viðtali við Lífið.Tónlistarhátíðinni Night + Day aflýst Í maí var tilkynnt að breska hljómsveitin The xx væri á leið til Íslands og myndi halda Night + Day tónlistarhátíðina við Skógafoss. Lífið heyrði í söngkonu og gítarleikara sveitarinnar, Romy Madley Croft, og hún greindi frá því að hún trúði varla að hátíðin yrði að veruleika. Hún hafði rétt fyrir sér því hátíðin var blásin af. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum.Rapparar Íslands í Costco Sannkallað Costco-æði greip um sig í sumar þegar bandaríska verslunarkeðjan opnaði útibú hér á landi. Það lá því beinast við að rapparar Íslands tækju upp myndband í versluninni. „Því að það eru allir í Costco, maður! Mér fannst það bara liggja beint við,“ sagði Joey Christ eða Jóhann Kristófer Stefánsson um myndbandið við lagið Joey Cypher. Með honum í laginu og myndbandinu eru þeir Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can en eins og alþjóð veit hafa þessir menn allir verið að gera það gott í rappbransanum.Svín sem gæludýr Svín sem gæludýr náðum auknum vinsældum á þessu ári og reyndar svo miklum að MAST sá tilefni til að senda frá sér leiðbeiningar um hvernig á að hugsa um grísi. Lífið tók þá Vigdísi Tryggvadóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, tali. „Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly.“Rapparinn GKR er einn af þeim sem hefur selt varning á þessu ári.Varningur tónlistarmanna Á þessu ári var mikið um það að tónlistarmenn væru að drýgja tekjurnar með sölu varnings. Sem dæmi má nefna seldi rapparinn GKR hettupeysur, Emmsjé Gauti seldi derhúfur, boli og fleira, 101 boys gaf út ilmvatn og stelpurnar í Cyper seldu boli. Lífið skoðaði þessa hlið tónlistarbransans.Best klædda fólkið í framboði Í október leitaði Lífið til álitsgjafa til að velja best klædda fólkið í framboði. Óttarr Proppé, Baldur Borgþórsson og Björt Ólafsdóttir voru meðal þeirra sem komust á lista. „Hún styður vel við íslenska hönnun án þess að vera með hrosshársnælur eða þvíumlíkt,“ sagði einn álitsgjafinn um Björt.Herra Ísland-keppnin var síðast haldin árið 2007.10 ár frá því að Herra Ísland var haldin Lífið tók smá upprifjun í tilefni þess að heil tíu ár eru síðan fegurðarsamkeppnin Herra Ísland var haldin seinast. Hafdís Jónsdóttir, annar eigandi Miss World Iceland, kvaðst verða vör við áhuga fólks á að Herra Ísland-keppnin verði sett aftur á laggirnar. „Jú, við fáum nokkuð reglulega þá spurningu, sérstaklega frá fyrri keppendum.“ Það er því ljóst að einhverjir þarna úti sakna keppninnar.Þau Aron, Sigríður og Guðmundur biðu fyrir utan Húrra Reykjavík eftir Yeezy-pari.VÍSIR/EYÞÓRRaðir eftir strigaskómÍslendingar hljóta að eiga heimsmet í að standa í röð fyrir utan búðir og það vita eigendur verslunarinnar Húrra vel því reglulega myndast langar raðir fyrir utan búðina þegar nýjir Yeezy-skór koma í hús. Lífið fór á stúfana og spjallaði við nokkra einstaklinga sem hikuðu ekki við að bíða í röð í margar klukkustundir í febrúar eftir skóm. „Ég vaknaði klukkan 6.45, klæddi mig vel og var mættur í kringum 7.00. Ég beið í fimm tíma til að komast inn í búðina en það var fínt veður svo þetta leið hratt. Það voru alveg einhverjir gaurar sem biðu í 16 tíma sem mér finnst persónulega of mikið fyrir skópar,“ sagði Aron Kristinn Jónasson.Dónakallar og reiðar konurAð verða fyrir áreitni af ýmsu tagi virðist fylgja því að starfa sem skemmtikraftur. Salka Sól notaði Twitter til að segja frá áreitni sem hún varð fyrir sem skemmtikraftur á árshátíð í mars og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Plötusnúðarnir Margrét Erla Maack og Atli Viðar Þorsteinsson höfðu svipaðar sögur að segja og Lífið heyrði í henni. „Þetta er alveg helmingur af þeim giggum sem ég tek, þá lendi ég í einhvers konar káfi, áreitni eða óviðeigandi athugasemdum,“ sagði Margrét.Drama í kringum gerviaugnhárGerviugnhár frá Tanja Yr Cosmetics vöktu mikið umtal í mars og umræðan var áberandi á Twitter. Þar fór orðrómur á flug um að augnhárin væru keypt á netsíðum á borð við Aliexpres, sett í nýjar umbúðir og seld á uppsprengdu verði. Tanja Ýr Ástþórsdóttir, konan á bak við Tanja Yr Cosmetics, tók sig þá til og ræddi málið á Snapchat. „En ég er í smá sjokki yfir því að enginn geri sér grein fyrir því hvað ég er búin að leggja ógeðslega mikla vinnu í þetta fyrirtæki,“ sagði hún meðal annars.Hvítir bílar í tísku þetta áriðEitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur því vinsældir hvítra bíla ruku upp í sumar. „Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ sagði Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“ Fréttir ársins 2017 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Árið 2017 var viðburðarríkt í heimi dægurmála. Lífið hefur tekið saman nokkur athyglisverð mál sem vöktu eftirtekt á árinu sem er að líða. Hér kennir ýmissa grasa.JóiPé og Króli fram á sjónarsviðiðTónlistarmennirnir JóiPé og Króli slógu rækilega í gegn á árinu, sérstalega með laginu B.O.B.A. Það lag byggir á fleygum orðum sem tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens lét flakka í beinni útsendingu árið 2002 nánar. Þá ætlaði Bubbi að stafa orðið „bomba“ en í miklum ákafa gleymdist einn bókstafur. „Lagið er flott,“ sagði Bubbi í viðtali við Lífið. Í laginu fjalla JóiPé og Króli líka um Hyundai i30-bíllinn og Lífið heyrði í Hyundai umboðinu og kannaði hvort vinsældir bílsins hefðu aukist eftir að lagið sló í gegn. „Síðustu tíu daga hefur verið að seljast meira af þessum bíl. Hvort það er laginu að þakka eða ekki veit ég ekki. Hann er reyndar mjög góður,“ sagði Kristinn Páll Teitsson, sölumaður hjá Hyundai umboðinu.Athugasemd um holdarfar vakti athygliÍ mars á þessu ári hratt athugasemd um holdarfar á Instagram af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma. Athugasemdin kom frá leikkonunni Ágústu Evu og var beint til fyrirsætunnar Manuelu Óskar.Lífið heyrði þá í Elvu Björk Ágústsdóttur, varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu. Það kom henni ekki á óvart að umrædd athugasemd hafi vakið athygli. „Umræðan um fordóma gagnvart útliti, mikilvægi þess að vera sáttur við líkama sinn og bera virðingu fyrir honum og öðrum hefur aukist undanfarið finnst mér. Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks.“Stóra endurgreiðslumáliðLífið fjallaði um stóra endurgreiðslumálið svokallaða sem snýst meðal annars um að þáttaröðin Kórar Íslands fékk ekki endurgreiðslu upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði frá nefnd sem heyrir undir Kvikmyndasjóð. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Það sem vakti athygli er að þættirnir Biggest Loser, japanska kakkalakkamyndin Terra Formars, bandaríska stórmyndin The Fate of the Furious fengu endurgreiðslu.Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinnunn er kæddist í mars er afar líkur hönnun frá tískuhúsi Balmain.Samfestingurinn sem gerði allt vitlaustSamfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist í Söngvakeppni sjónvarpsins í mars olli miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum enda var hann nokkuð nákvæm eftirlíking af samfesting frá tískuhúsi Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ sagði Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn í viðtali við Lífið. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi,“ sagði Elma.Guðni Th. og Þórunn Antonía sameinuðu krafta sína í límmiðaverkefninu fræga.Límmiðaverkefnið sem fór misvel í fólk Tónlistarkonan Þórunn Antonía greindi í viðtali við Lífið frá verkefni sem tónlistarhátíðin Secret Solstice setti á laggirnar og forseti Íslands var verndari verkefnisins. Verkefnið snerist um að láta útbúa sérstaka límmiða sem kæmu í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í glös. Þetta verkefni fór misvel í fólk og í framhaldi skapaðist mikil umræða um hvort væri verið með þessu að varpa ábyrgðinni yfir á fórnalöm í stað gerenda. „Við ættum auðvitað ekkert að þurfa að vera að pæla í svona löguðu, það er í raun fáránlegt. En staðreyndin er sú að það er fólk sem er að gera þetta af ásettu ráði,“ sagði Þórunni í samtali við Lífið.Áttan grunsamlega vinsælLagið Neinei með Áttunni náði svo miklum vinsældum í mars að netverjar klóruðu sumir sér í höfðinu. Þá skapaðist umræða á Twitter um hvort vinsældirnar væri mögulega keyptar en Aron Ingi Davíðsson þvertók fyrir það þegar Lífið hafði samband við hann. „Það er náttúrulega algjör della,“ sagði hann. Síðan lagið kom út hafa vinsældir lagsins verið á blússandi siglingu og meirihluti íslendinga kann líklegast núna textann við lagið utanbókar.Það var mikið að gera hjá Hlyni Snæ, grillz-smiði, á þessu ári.Gulltennur voru fermingargjöfin í ár „Grillz“, sem er tannskart, eins konar gómur oftast úr gulli eða silfri, var heitasti fylgihluturinn þetta árið hjá unga fólkinu en slíkt skart hefur lengi verið í tísku í hiphop-senunni. „Ég fann fyrir að það var brjáluð eftirspurn eftir þessu þannig að ég hugsaði með mér að ég hlyti eiginlega að geta gert þetta sjálfur,“ sagir Hlynur Snær Andrason, vinsæll grillz-smiður, í viðtali við Lífið.Tónlistarhátíðinni Night + Day aflýst Í maí var tilkynnt að breska hljómsveitin The xx væri á leið til Íslands og myndi halda Night + Day tónlistarhátíðina við Skógafoss. Lífið heyrði í söngkonu og gítarleikara sveitarinnar, Romy Madley Croft, og hún greindi frá því að hún trúði varla að hátíðin yrði að veruleika. Hún hafði rétt fyrir sér því hátíðin var blásin af. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum.Rapparar Íslands í Costco Sannkallað Costco-æði greip um sig í sumar þegar bandaríska verslunarkeðjan opnaði útibú hér á landi. Það lá því beinast við að rapparar Íslands tækju upp myndband í versluninni. „Því að það eru allir í Costco, maður! Mér fannst það bara liggja beint við,“ sagði Joey Christ eða Jóhann Kristófer Stefánsson um myndbandið við lagið Joey Cypher. Með honum í laginu og myndbandinu eru þeir Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can en eins og alþjóð veit hafa þessir menn allir verið að gera það gott í rappbransanum.Svín sem gæludýr Svín sem gæludýr náðum auknum vinsældum á þessu ári og reyndar svo miklum að MAST sá tilefni til að senda frá sér leiðbeiningar um hvernig á að hugsa um grísi. Lífið tók þá Vigdísi Tryggvadóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, tali. „Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly.“Rapparinn GKR er einn af þeim sem hefur selt varning á þessu ári.Varningur tónlistarmanna Á þessu ári var mikið um það að tónlistarmenn væru að drýgja tekjurnar með sölu varnings. Sem dæmi má nefna seldi rapparinn GKR hettupeysur, Emmsjé Gauti seldi derhúfur, boli og fleira, 101 boys gaf út ilmvatn og stelpurnar í Cyper seldu boli. Lífið skoðaði þessa hlið tónlistarbransans.Best klædda fólkið í framboði Í október leitaði Lífið til álitsgjafa til að velja best klædda fólkið í framboði. Óttarr Proppé, Baldur Borgþórsson og Björt Ólafsdóttir voru meðal þeirra sem komust á lista. „Hún styður vel við íslenska hönnun án þess að vera með hrosshársnælur eða þvíumlíkt,“ sagði einn álitsgjafinn um Björt.Herra Ísland-keppnin var síðast haldin árið 2007.10 ár frá því að Herra Ísland var haldin Lífið tók smá upprifjun í tilefni þess að heil tíu ár eru síðan fegurðarsamkeppnin Herra Ísland var haldin seinast. Hafdís Jónsdóttir, annar eigandi Miss World Iceland, kvaðst verða vör við áhuga fólks á að Herra Ísland-keppnin verði sett aftur á laggirnar. „Jú, við fáum nokkuð reglulega þá spurningu, sérstaklega frá fyrri keppendum.“ Það er því ljóst að einhverjir þarna úti sakna keppninnar.Þau Aron, Sigríður og Guðmundur biðu fyrir utan Húrra Reykjavík eftir Yeezy-pari.VÍSIR/EYÞÓRRaðir eftir strigaskómÍslendingar hljóta að eiga heimsmet í að standa í röð fyrir utan búðir og það vita eigendur verslunarinnar Húrra vel því reglulega myndast langar raðir fyrir utan búðina þegar nýjir Yeezy-skór koma í hús. Lífið fór á stúfana og spjallaði við nokkra einstaklinga sem hikuðu ekki við að bíða í röð í margar klukkustundir í febrúar eftir skóm. „Ég vaknaði klukkan 6.45, klæddi mig vel og var mættur í kringum 7.00. Ég beið í fimm tíma til að komast inn í búðina en það var fínt veður svo þetta leið hratt. Það voru alveg einhverjir gaurar sem biðu í 16 tíma sem mér finnst persónulega of mikið fyrir skópar,“ sagði Aron Kristinn Jónasson.Dónakallar og reiðar konurAð verða fyrir áreitni af ýmsu tagi virðist fylgja því að starfa sem skemmtikraftur. Salka Sól notaði Twitter til að segja frá áreitni sem hún varð fyrir sem skemmtikraftur á árshátíð í mars og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Plötusnúðarnir Margrét Erla Maack og Atli Viðar Þorsteinsson höfðu svipaðar sögur að segja og Lífið heyrði í henni. „Þetta er alveg helmingur af þeim giggum sem ég tek, þá lendi ég í einhvers konar káfi, áreitni eða óviðeigandi athugasemdum,“ sagði Margrét.Drama í kringum gerviaugnhárGerviugnhár frá Tanja Yr Cosmetics vöktu mikið umtal í mars og umræðan var áberandi á Twitter. Þar fór orðrómur á flug um að augnhárin væru keypt á netsíðum á borð við Aliexpres, sett í nýjar umbúðir og seld á uppsprengdu verði. Tanja Ýr Ástþórsdóttir, konan á bak við Tanja Yr Cosmetics, tók sig þá til og ræddi málið á Snapchat. „En ég er í smá sjokki yfir því að enginn geri sér grein fyrir því hvað ég er búin að leggja ógeðslega mikla vinnu í þetta fyrirtæki,“ sagði hún meðal annars.Hvítir bílar í tísku þetta áriðEitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur því vinsældir hvítra bíla ruku upp í sumar. „Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ sagði Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira