Ekki fyrir hvern sem er að sinna 200-300 kg svíni Guðný Hrönn skrifar 25. október 2017 09:30 Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín í gegnum tíðina og svínaáhugi Íslendinga virðist nú vera að aukast. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína, enda er ekkert grín að eiga svín. Það er rétt að það hefur aukist töluvert síðustu ár að aðilar séu að kaupa einstaka grísi en það er nær einungis til að ala yfir sumartímann og slátra að hausti til eigin nota/neyslu,“ segir Vigdís Tryggvadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, spurð út í aukinn áhuga Íslendinga á svínum. Vigdís efast um að margt fólk sé að kaupa svín sem gæludýr.„Það er ekki fyrir hvern sem er að halda og sinna 200-300 kg svíni. Hér á landi eru einungis stærri og hefðbundnari svínakyn til framleiðslu, Landrace, Yorkshire og Duroc, en ekki klassísk gæludýrasvín, til dæmis miniature og pot belly,“ segir Vigdís. Vigdís á erfitt með að segja til um hvers vegna fólk sé farið að kaupa einstök svín í auknum mæli. Gæti verið að um tískubylgju sé að ræða? „Já, mögulega er þetta tískubylgja. Kannski partur af taktinum eftir hrun, aukin sjálfbærni og aukinn áhugi hjá fólki að vera með eigin ræktun, t.d. kartöflugarða. Langflestir sem voru að kaupa einstaka grísi voru yfirleitt bændur eða eigendur jarða, hobbíbændur, jafnvel í ferðamannabransanum.“ Margar Hollywood-stjörnur hafa átt svín sem gæludýr, svo sem George Clooney og Paris Hilton, og kannski er það að hafa áhrif á aukinn svínaáhuga fólks. Það er þó hægara sagt en gert að sinna svíni og að mörgu þarf að huga. Og eins og fram kemur í leiðbeiningum sem Matvælastofnun sendi frá sér í sumar um kaup og umönnun svína eru svín hópdýr og þurfa að umgangast önnur svín, það er því ekki ráðlagt að halda einungis eitt svín. Nokkrar stjörnur sem hafa átt svínGeorge Clooney Miley Cyrus Paris Hilton Jillian Michaels Mario Balotelli Tori Spelling Denise Richards Rupert Grint Megan Fox Ruby Rose Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að Reese Witherspoon og Victoria Beckham hafi einnig átt svín sem gæludýr á einhverjum tímapunkti.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira