Mikill vöxtur á netverslun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 19:56 Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira