Áratugur frá því að Ástríður fæddist Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2017 13:30 Silja Hauksdóttir, leikstjóri Ástríðar, og aðalleikkonan Ilmur í frumsýningarpartý þáttanna haustið 2009. Vísir/Anton Brink „Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferðalag. Bæði að skrifa og leika,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir en fyrir áratug birtst frétt í Fréttablaðinu um að Ilmur, Silja Hauksdóttir og Sigurjón Kjartansson væru að skrifa handrit að nýrri gamanþáttaseríu. Serían hafði vinnuheitið Sylgja en breyttist fljótt í Ástríði sem vann hug og hjörtu sjónvarpsáhorfenda en seríurnar tvær sem voru gerðar voru tilnefndar til níu Edduverðlauna. Seinni serían vann Edduna sem besta leikna sjónvarpsefnið. „Við breyttum nafninu snemma í ferlinu. Okkur langaði að hafa tvíræða merkingu í nafninu. Ástríður væri þannig líka ástríður.“Upprunalega fréttin.Serían var skrifuð á því herrans ári 2007 og fjallaði um Ástríði sem flutti til landsins til að vinna í fjármálageiranum. Fyrri þáttaröðin var þó ekki frumsýnd fyrr en árið 2009 enda var lítil stemning fyrir grínþáttaröð um fjármálageirann. „Rétt áður en við frumsýndum kom hrunið. Við vorum svolítið að fjalla um fjármálageirann og þessa stelpu sem hafði klárað einhvers konar jarð- eða eðlisfræði en verið plötuð inn í fjármálageirann eins og var svolítið gert. Þetta var byggt á vinkonu minni sem er einmitt jarðeðlisfræðingur en allt í einu var hún kominn í áhættustýringu í Kaupþingi – sem var ekki alveg það sem maður bjóst við. Það var pælingin. Að hún yrði eins og fiskur á þurru landi.“ Hún segir að í eftirávinnslunni hafi verið bætt við dagsetningum sem áttu að sýna fólkinu heima í stofu að þættirnir væru að gerast fyrir hrun. „Það átti að frumsýna um haustið 2008 en framleiðendum fannst eins og þættirnir ættu ekki alveg við. Þeir voru hræddir við að þetta væri alveg úr takti við nútímann þannig að það var bætt við dagsetningum þannig áhorfendur vissu að þættirnir gerðust fyrir hrun.“ Ástríður sneri aftur á Stöð 2 haustið 2013 og voru valdir besta leikna sjónvarpsefnið á Edduhátíðinni. Aðstandendur þáttanna tóku við verðlaununum og sló Ilmur á létta strengi í fjallkonubúningi eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.Hér fyrir neðan má sjá atriði úr annarri þáttaröð Ástríðar. Í því er Ástríður með Leifi vini sínum og er hún sannfærð um að hann sé samkynhneigður. Vinkona Ástríðar sagði henni að best væri að koma fram við "hommavini" sína eins og vinkonur og Ástríður tekur hana á orðinu. Útkoman er vægast sagt vandræðaleg. Eddan Tengdar fréttir Ástríður tilnefnd til evrópskra verðlauna Önnur sjónvarpsþáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem eru eftirsóttustu verðlaun sinnar tegundar í Evrópu. 12. september 2014 11:30 Þakklát fyrir að vera leikkona Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur Kristjánsdóttir leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi: 12. janúar 2013 06:00 Ilmur Kristjáns á uppleið í fjármálageiranum Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttur ásamt handritsmógúlnum Sigurjóni Kjartanssyni sitja nú sveitt við skriftir fyrir nýja gamanþáttaröð með dramatísku spennu-ívafi sem sýnd verður á Stöð 2 á næsta ári. 27. desember 2007 08:30 Ilmur verður Ástríður á ný Samlestur á annarri seríu af Ástríði er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm, sem framleiðir seríuna fyrir Stöð 2, síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið. Þessi sería lofar því afskaplega góðu. 17. desember 2012 10:30 Hamingjuleit í fjármálaheiminum Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður. Tökur hefjast í lok mánaðarins og Silja Hauksdóttur leikstýrir. Þetta verða tólf framhaldsþættir sem Stöð 2 sýnir, líklega skömmu eftir áramót. 13. júlí 2008 08:00 Gamlir félagar í bland við nýja Silja Hauksdóttir er leikstjóri Ástríðar 2 sem hefur göngu sína í haust eftir fimm ára hlé. 19. júlí 2013 10:00 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferðalag. Bæði að skrifa og leika,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir en fyrir áratug birtst frétt í Fréttablaðinu um að Ilmur, Silja Hauksdóttir og Sigurjón Kjartansson væru að skrifa handrit að nýrri gamanþáttaseríu. Serían hafði vinnuheitið Sylgja en breyttist fljótt í Ástríði sem vann hug og hjörtu sjónvarpsáhorfenda en seríurnar tvær sem voru gerðar voru tilnefndar til níu Edduverðlauna. Seinni serían vann Edduna sem besta leikna sjónvarpsefnið. „Við breyttum nafninu snemma í ferlinu. Okkur langaði að hafa tvíræða merkingu í nafninu. Ástríður væri þannig líka ástríður.“Upprunalega fréttin.Serían var skrifuð á því herrans ári 2007 og fjallaði um Ástríði sem flutti til landsins til að vinna í fjármálageiranum. Fyrri þáttaröðin var þó ekki frumsýnd fyrr en árið 2009 enda var lítil stemning fyrir grínþáttaröð um fjármálageirann. „Rétt áður en við frumsýndum kom hrunið. Við vorum svolítið að fjalla um fjármálageirann og þessa stelpu sem hafði klárað einhvers konar jarð- eða eðlisfræði en verið plötuð inn í fjármálageirann eins og var svolítið gert. Þetta var byggt á vinkonu minni sem er einmitt jarðeðlisfræðingur en allt í einu var hún kominn í áhættustýringu í Kaupþingi – sem var ekki alveg það sem maður bjóst við. Það var pælingin. Að hún yrði eins og fiskur á þurru landi.“ Hún segir að í eftirávinnslunni hafi verið bætt við dagsetningum sem áttu að sýna fólkinu heima í stofu að þættirnir væru að gerast fyrir hrun. „Það átti að frumsýna um haustið 2008 en framleiðendum fannst eins og þættirnir ættu ekki alveg við. Þeir voru hræddir við að þetta væri alveg úr takti við nútímann þannig að það var bætt við dagsetningum þannig áhorfendur vissu að þættirnir gerðust fyrir hrun.“ Ástríður sneri aftur á Stöð 2 haustið 2013 og voru valdir besta leikna sjónvarpsefnið á Edduhátíðinni. Aðstandendur þáttanna tóku við verðlaununum og sló Ilmur á létta strengi í fjallkonubúningi eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.Hér fyrir neðan má sjá atriði úr annarri þáttaröð Ástríðar. Í því er Ástríður með Leifi vini sínum og er hún sannfærð um að hann sé samkynhneigður. Vinkona Ástríðar sagði henni að best væri að koma fram við "hommavini" sína eins og vinkonur og Ástríður tekur hana á orðinu. Útkoman er vægast sagt vandræðaleg.
Eddan Tengdar fréttir Ástríður tilnefnd til evrópskra verðlauna Önnur sjónvarpsþáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem eru eftirsóttustu verðlaun sinnar tegundar í Evrópu. 12. september 2014 11:30 Þakklát fyrir að vera leikkona Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur Kristjánsdóttir leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi: 12. janúar 2013 06:00 Ilmur Kristjáns á uppleið í fjármálageiranum Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttur ásamt handritsmógúlnum Sigurjóni Kjartanssyni sitja nú sveitt við skriftir fyrir nýja gamanþáttaröð með dramatísku spennu-ívafi sem sýnd verður á Stöð 2 á næsta ári. 27. desember 2007 08:30 Ilmur verður Ástríður á ný Samlestur á annarri seríu af Ástríði er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm, sem framleiðir seríuna fyrir Stöð 2, síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið. Þessi sería lofar því afskaplega góðu. 17. desember 2012 10:30 Hamingjuleit í fjármálaheiminum Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður. Tökur hefjast í lok mánaðarins og Silja Hauksdóttur leikstýrir. Þetta verða tólf framhaldsþættir sem Stöð 2 sýnir, líklega skömmu eftir áramót. 13. júlí 2008 08:00 Gamlir félagar í bland við nýja Silja Hauksdóttir er leikstjóri Ástríðar 2 sem hefur göngu sína í haust eftir fimm ára hlé. 19. júlí 2013 10:00 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Ástríður tilnefnd til evrópskra verðlauna Önnur sjónvarpsþáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem eru eftirsóttustu verðlaun sinnar tegundar í Evrópu. 12. september 2014 11:30
Þakklát fyrir að vera leikkona Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur Kristjánsdóttir leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi: 12. janúar 2013 06:00
Ilmur Kristjáns á uppleið í fjármálageiranum Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttur ásamt handritsmógúlnum Sigurjóni Kjartanssyni sitja nú sveitt við skriftir fyrir nýja gamanþáttaröð með dramatísku spennu-ívafi sem sýnd verður á Stöð 2 á næsta ári. 27. desember 2007 08:30
Ilmur verður Ástríður á ný Samlestur á annarri seríu af Ástríði er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm, sem framleiðir seríuna fyrir Stöð 2, síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið. Þessi sería lofar því afskaplega góðu. 17. desember 2012 10:30
Hamingjuleit í fjármálaheiminum Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður. Tökur hefjast í lok mánaðarins og Silja Hauksdóttur leikstýrir. Þetta verða tólf framhaldsþættir sem Stöð 2 sýnir, líklega skömmu eftir áramót. 13. júlí 2008 08:00
Gamlir félagar í bland við nýja Silja Hauksdóttir er leikstjóri Ástríðar 2 sem hefur göngu sína í haust eftir fimm ára hlé. 19. júlí 2013 10:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“