Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. desember 2017 15:30 Hjónin Þórdís Bjarnadóttir og Ófeigur Ágúst áttu frábær og frönsk sous-vide jól. Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. Um er að ræða tæki sem gerir fólki kleift að elda matinn við stöðugan hita í vatni, en þetta mun vera frönsk eldunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Hráefninu er pakkað í plast, eða vakumpakkað, og síðan eldað í vatni þar til það er tilbúið og réttum kjarnhita náð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Kjötiðnaðarmaðurinn Ófeigur Ágúst Leifsson varð fimmtugur á aðfangadag og fékk hann tvö Sous-Vide tæki í jólagjöf. Ófeigur er búsettur á Selfossi, sá um mötuneyti SS í mörg ár og er að hefja störf á Aski við Suðurlandsbraut, eftir nokkurra ára hlé.Fjallað um sous-vide í helstu matreiðsluþáttum „Við Íslendingar erum tækjaóð og eigum sennilega öll heimsmet þegar kemur að nýjum tækjum, en ég held að aðalástæðan fyrir því að þetta er að slá gjörsamlega í gegn núna er að það er fjallað um tækið í öllum helstu matreiðsluþáttum um heim allan,“ segir Ófeigur og bætir við að það sé ótrúlega auðvelt að nota sous-vide tæki. Ófeigur fékk tvö tæki á aðfangadag.Svona lítur tækið út.Vísir/vilhelm„Ég ætla ekki að skila öðru þeirra og langar bara að eiga þau bæði. Það er einmitt mjög hentugt að eiga tvö tæki, því þú ert oft með mismunandi hitastig á hráefninu. Þú ert kannski með nautakjöt, villibráð og kannski fisk líka. Til að getað eldað þetta á sama tíma þarf þetta að vera á mismunandi hitastigi. Svo er hægt að elda meðlætið einnig með þessari aðferð og jafnvel sósuna líka,“ segir Ófeigur sem prófaði tækin yfir jólin. „Ég eldaði andabringur og andaleggi með þessari aðferð. Ég var ekki nægilega ánægður með andabringurnar en andaleggirnir voru alveg æðislegir. Þessi tæki eru þrælsniðug og í sambandi við nautakjöt og steikurnar, þá nærðu alveg fullkomnari eldun. Þú hefur svo oft lent í vandræðum með þessar tegundir og þetta hráefni kostar oft mjög mikið. Það er því leiðinlegt að eyðileggja nautalundina og Sous-Vide gerir ferlið allt mun auðveldara.“Á að fækka mistökum Ófeigur segir að lokum að algengustu mistökin þegar kemur að nautakjöti sé að ofsteikja kjötið, en sous-vide ætti að fækka þeim mistökum. „Ég er menntaður kjötiðnaðarmaður og ég var svona á báðum áttum til að byrja með. Hráefniskunnátta mín er töluvert umfangsmeiri en hjá almennum kokki og því var ég nokkuð skeptískur til að byrja með, en tækið stóðst væntingar og gott betur en það.“Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvernig fólk getur lofttæmt poka án þess að nota til þess sérstaka vél. Mikilvægt þegar kemur að sous-vide. Jól Matur Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. Um er að ræða tæki sem gerir fólki kleift að elda matinn við stöðugan hita í vatni, en þetta mun vera frönsk eldunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Hráefninu er pakkað í plast, eða vakumpakkað, og síðan eldað í vatni þar til það er tilbúið og réttum kjarnhita náð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Kjötiðnaðarmaðurinn Ófeigur Ágúst Leifsson varð fimmtugur á aðfangadag og fékk hann tvö Sous-Vide tæki í jólagjöf. Ófeigur er búsettur á Selfossi, sá um mötuneyti SS í mörg ár og er að hefja störf á Aski við Suðurlandsbraut, eftir nokkurra ára hlé.Fjallað um sous-vide í helstu matreiðsluþáttum „Við Íslendingar erum tækjaóð og eigum sennilega öll heimsmet þegar kemur að nýjum tækjum, en ég held að aðalástæðan fyrir því að þetta er að slá gjörsamlega í gegn núna er að það er fjallað um tækið í öllum helstu matreiðsluþáttum um heim allan,“ segir Ófeigur og bætir við að það sé ótrúlega auðvelt að nota sous-vide tæki. Ófeigur fékk tvö tæki á aðfangadag.Svona lítur tækið út.Vísir/vilhelm„Ég ætla ekki að skila öðru þeirra og langar bara að eiga þau bæði. Það er einmitt mjög hentugt að eiga tvö tæki, því þú ert oft með mismunandi hitastig á hráefninu. Þú ert kannski með nautakjöt, villibráð og kannski fisk líka. Til að getað eldað þetta á sama tíma þarf þetta að vera á mismunandi hitastigi. Svo er hægt að elda meðlætið einnig með þessari aðferð og jafnvel sósuna líka,“ segir Ófeigur sem prófaði tækin yfir jólin. „Ég eldaði andabringur og andaleggi með þessari aðferð. Ég var ekki nægilega ánægður með andabringurnar en andaleggirnir voru alveg æðislegir. Þessi tæki eru þrælsniðug og í sambandi við nautakjöt og steikurnar, þá nærðu alveg fullkomnari eldun. Þú hefur svo oft lent í vandræðum með þessar tegundir og þetta hráefni kostar oft mjög mikið. Það er því leiðinlegt að eyðileggja nautalundina og Sous-Vide gerir ferlið allt mun auðveldara.“Á að fækka mistökum Ófeigur segir að lokum að algengustu mistökin þegar kemur að nautakjöti sé að ofsteikja kjötið, en sous-vide ætti að fækka þeim mistökum. „Ég er menntaður kjötiðnaðarmaður og ég var svona á báðum áttum til að byrja með. Hráefniskunnátta mín er töluvert umfangsmeiri en hjá almennum kokki og því var ég nokkuð skeptískur til að byrja með, en tækið stóðst væntingar og gott betur en það.“Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvernig fólk getur lofttæmt poka án þess að nota til þess sérstaka vél. Mikilvægt þegar kemur að sous-vide.
Jól Matur Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00