Nýtt nafn ritað á bikarinn í ár? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var valinn Íþróttamaður ársins 2016. MYND/SÍ/VILHJÁLMUR Samtök íþróttafréttamanna kunngjöra í kvöld hver varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2017 en kjörið fer nú fram í 62. sinn. Íþróttamaður, lið og þjálfari ársins verða heiðruð í hófi sem fer fram í Hörpu í kvöld. Aðeins tveir úr hópi þeirra sem til greina koma í kvöld hafa áður hlotið sæmdarheitið – Guðjón Valur Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Guðjón var valinn íþróttamaður ársins 2006 og var fyrsti maðurinn sem fékk nýjan bikar eftir að sá eldri var lagður til hliðar eftir 50 ára notkun. Gylfi Þór hefur tvívegis verið kjörinn íþróttamaður ársins, árin 2013 og 2016. Ef hann stendur uppi sem sigurvegari í ár verður hann eini knattspyrnumaðurinn sem fær sæmdarheitið þrívegis og tekur hann þar með fram úr Ásgeiri Sigurvinssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem deila metinu með honum nú. Þetta eru líka þeir tveir íþróttamenn á listanum nú sem oftast hafa verið meðal tíu efstu – Guðjón Valur er nú tilnefndur í níunda sinn og Gylfi í sjöunda. Hinn 38 ára gamli Guðjón Valur er elsti handboltamaðurinn sem hefur verið tilnefndur – hann er þó hvergi hættur enda nýbúinn að framlengja samning sinn við Þýskalandsmeistarana í Rhein-Neckar Löwen.Sögulegt hjá Söru Sara Björk Gunnarsdóttir brýtur blað í sögu kjörsins í ár með því að komast á lista tíu efstu í sjötta sinn en engin kona hefur verið oftar á listanum. Sara Björk deildi áður metinu með Kristínu Rós Hákonardóttur og Völu Flosadóttur. Þess ber að geta að sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar árangur þeirra í ár með fimmtu tilnefningu sinni. Alls eiga níu íþróttagreinar íþróttamann ársins í 61 árs sögu kjörsins. 36 sinnum hefur íþróttamaður úr einstaklingsíþrótt verið valinn en 25 sinnum úr hópíþrótt. Hópíþróttirnar hafa þó unnið mikið á síðustu árin en frá 2001 hefur aðeins einn íþróttamaður úr einstaklingsgreinum verið valinn. Það var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015. Knattspyrnan getur jafnað handboltann ef einn þeirra fjögurra úr fyrrnefndu íþróttinni verður útnefndur íþróttamaður ársins í kvöld. Fótboltamenn hafa ellefu sinnum verið kjörnir en handboltamenn tólf sinnum. Báðar íþróttir eiga þó talsvert langt í land með að ná frjálsíþróttamönnum sem hafa 21 sinni orðið fyrir valinu. Þó er 21 ár liðið frá því að Jón Arnar Magnússon var valinn íþróttamaður ársins, síðastur frjálsíþróttamanna. Aníta Hinriksdóttir er eini fulltrúi þeirra í kvöld.Ný íþrótt? Þrír af þeim sem eru á lista yfir tíu efstu í ár eiga möguleika á að færa íþróttagrein sinni sæmdarheitið í fyrsta sinn. Það eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr íþróttum fatlaðra og kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Ef það tekst mun ný íþróttagrein eignast íþróttamann ársins í fyrsta sinn síðan Magnús Scheving varð fyrir valinu árið 1994 fyrir afrek sín í þolfimi. Þess ber einnig að geta að lið og þjálfari ársins eru tilnefnd í sjötta sinn. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu á möguleika á að verða valið í fjórða sinn og Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins í annað sinn. Aðrir sem eru tilnefndir í ár hafa ekki orðið fyrir valinu áður. Útsending frá hófi Íþróttamanns ársins hefst á RÚV klukkan 19.40 í kvöld.Aníta Hinriksdóttir er á meðal 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins í þriðja sinn.Mynd/Fésbókarsíða FRÍÞau tilnefndu Íþróttamaður ársins verður valinn í 62. sinn í kvöld. Þetta eru þeir íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna í ár, sem og tilnefnd lið og þjálfari ársins.Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttir, ÍRAron Einar Gunnarsson knattspyrna, CardiffGuðjón Valur Sigurðsson handbolti, Rhein-Neckar LöwenGylfi Þór Sigurðsson knattspyrna, EvertonHelgi Sveinsson íþróttir fatlaðra, ÁrmanniHrafnhildur Lúthersdóttir sund, SHJóhann Berg Guðmundsson knattspyrna, BurnleyÓlafía Þórunn Kristinsdóttir golf, GRSara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna, WolfsburgValdís Þóra Jónsdóttir golf, LeynirLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu Valur – meistaraflokkur karla í handbolta Þór/KA – meistaraflokkur kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Hallgrímsson Þórir Hergeirsson Fréttir ársins 2017 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna kunngjöra í kvöld hver varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2017 en kjörið fer nú fram í 62. sinn. Íþróttamaður, lið og þjálfari ársins verða heiðruð í hófi sem fer fram í Hörpu í kvöld. Aðeins tveir úr hópi þeirra sem til greina koma í kvöld hafa áður hlotið sæmdarheitið – Guðjón Valur Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Guðjón var valinn íþróttamaður ársins 2006 og var fyrsti maðurinn sem fékk nýjan bikar eftir að sá eldri var lagður til hliðar eftir 50 ára notkun. Gylfi Þór hefur tvívegis verið kjörinn íþróttamaður ársins, árin 2013 og 2016. Ef hann stendur uppi sem sigurvegari í ár verður hann eini knattspyrnumaðurinn sem fær sæmdarheitið þrívegis og tekur hann þar með fram úr Ásgeiri Sigurvinssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem deila metinu með honum nú. Þetta eru líka þeir tveir íþróttamenn á listanum nú sem oftast hafa verið meðal tíu efstu – Guðjón Valur er nú tilnefndur í níunda sinn og Gylfi í sjöunda. Hinn 38 ára gamli Guðjón Valur er elsti handboltamaðurinn sem hefur verið tilnefndur – hann er þó hvergi hættur enda nýbúinn að framlengja samning sinn við Þýskalandsmeistarana í Rhein-Neckar Löwen.Sögulegt hjá Söru Sara Björk Gunnarsdóttir brýtur blað í sögu kjörsins í ár með því að komast á lista tíu efstu í sjötta sinn en engin kona hefur verið oftar á listanum. Sara Björk deildi áður metinu með Kristínu Rós Hákonardóttur og Völu Flosadóttur. Þess ber að geta að sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar árangur þeirra í ár með fimmtu tilnefningu sinni. Alls eiga níu íþróttagreinar íþróttamann ársins í 61 árs sögu kjörsins. 36 sinnum hefur íþróttamaður úr einstaklingsíþrótt verið valinn en 25 sinnum úr hópíþrótt. Hópíþróttirnar hafa þó unnið mikið á síðustu árin en frá 2001 hefur aðeins einn íþróttamaður úr einstaklingsgreinum verið valinn. Það var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015. Knattspyrnan getur jafnað handboltann ef einn þeirra fjögurra úr fyrrnefndu íþróttinni verður útnefndur íþróttamaður ársins í kvöld. Fótboltamenn hafa ellefu sinnum verið kjörnir en handboltamenn tólf sinnum. Báðar íþróttir eiga þó talsvert langt í land með að ná frjálsíþróttamönnum sem hafa 21 sinni orðið fyrir valinu. Þó er 21 ár liðið frá því að Jón Arnar Magnússon var valinn íþróttamaður ársins, síðastur frjálsíþróttamanna. Aníta Hinriksdóttir er eini fulltrúi þeirra í kvöld.Ný íþrótt? Þrír af þeim sem eru á lista yfir tíu efstu í ár eiga möguleika á að færa íþróttagrein sinni sæmdarheitið í fyrsta sinn. Það eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr íþróttum fatlaðra og kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Ef það tekst mun ný íþróttagrein eignast íþróttamann ársins í fyrsta sinn síðan Magnús Scheving varð fyrir valinu árið 1994 fyrir afrek sín í þolfimi. Þess ber einnig að geta að lið og þjálfari ársins eru tilnefnd í sjötta sinn. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu á möguleika á að verða valið í fjórða sinn og Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins í annað sinn. Aðrir sem eru tilnefndir í ár hafa ekki orðið fyrir valinu áður. Útsending frá hófi Íþróttamanns ársins hefst á RÚV klukkan 19.40 í kvöld.Aníta Hinriksdóttir er á meðal 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins í þriðja sinn.Mynd/Fésbókarsíða FRÍÞau tilnefndu Íþróttamaður ársins verður valinn í 62. sinn í kvöld. Þetta eru þeir íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna í ár, sem og tilnefnd lið og þjálfari ársins.Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttir, ÍRAron Einar Gunnarsson knattspyrna, CardiffGuðjón Valur Sigurðsson handbolti, Rhein-Neckar LöwenGylfi Þór Sigurðsson knattspyrna, EvertonHelgi Sveinsson íþróttir fatlaðra, ÁrmanniHrafnhildur Lúthersdóttir sund, SHJóhann Berg Guðmundsson knattspyrna, BurnleyÓlafía Þórunn Kristinsdóttir golf, GRSara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna, WolfsburgValdís Þóra Jónsdóttir golf, LeynirLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu Valur – meistaraflokkur karla í handbolta Þór/KA – meistaraflokkur kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Hallgrímsson Þórir Hergeirsson
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira