Vill breytingar í þágu allra fjölmiðla Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Rekstur Ríkisútvarpsins er fjármagnaður með opinberum fjárframlögum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ekki pólitískan vilja til að breyta því. Þess vegna verði gripið til annarra ráðstafana. vísir/anton brink „Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira