Kirkjufellsfossinn fagri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar