Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Baldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Svifryksmengun á fyrstu tímum þessa árs fór 29 falt yfir heilsuverndarmörk. vísir/ernir „Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
„Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira