Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 23:16 Ólafur Ólafsson athafnamaður. vísir/vilhelm Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólafur var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í málinu árið 2013. Dómi héraðsdóms í Al Thani-málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og var Ólafur sýknaður af sakargiftum um umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti í febrúar 2015. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms reisir Ólafur kröfu sína um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar í fyrsta lagi á því nefndarmaðurinn Kristbjörg Stephensen hafi verið vanhæf til að taka þátt í ákvörðun um endurupptökubeiðni hans. Þá byggir Ólafur kröfu sína einnig á því að verulegar líkur séu á því að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöðu þess. Niðurstaða endurupptökunefndar, sem hafi hafnað því að sú væri raunin, sé því röng. Héraðsdómur fellst á hvoruga framangreindra málsástæðna. Ríkissaksóknari og íslenska ríkið eru því sýknuð af kröfum Ólafs. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða málskostnað, sem hæfilega var metinn 500 þúsund krónur til hvors þeirra, samtals eina milljón króna. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár. Tengdar fréttir Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30 Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólafur var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í málinu árið 2013. Dómi héraðsdóms í Al Thani-málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og var Ólafur sýknaður af sakargiftum um umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti í febrúar 2015. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms reisir Ólafur kröfu sína um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar í fyrsta lagi á því nefndarmaðurinn Kristbjörg Stephensen hafi verið vanhæf til að taka þátt í ákvörðun um endurupptökubeiðni hans. Þá byggir Ólafur kröfu sína einnig á því að verulegar líkur séu á því að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöðu þess. Niðurstaða endurupptökunefndar, sem hafi hafnað því að sú væri raunin, sé því röng. Héraðsdómur fellst á hvoruga framangreindra málsástæðna. Ríkissaksóknari og íslenska ríkið eru því sýknuð af kröfum Ólafs. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða málskostnað, sem hæfilega var metinn 500 þúsund krónur til hvors þeirra, samtals eina milljón króna. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár.
Tengdar fréttir Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30 Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30
Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43
Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44