Enginn þorði að gefa Rakel Sous vide í jólagjöf Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 10:56 Rakel Garðarsdóttir segir mikið bakslag komið í umhverfisvakninguna. Allir að tala um skaðsemi plasts en vilja samt elda uppúr því. Mjög spes. „Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“ Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“
Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00