Það er hægt að komast í gegnum aðventuna án þess að missa „kúlið" Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2017 12:30 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli. Aðsent/Andrea Jónsdóttir Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari, sem er betur þekkt sem Ragga nagli, skrifar mikið um heilsu og mataræði og gefur fólki góð ráð á Facebook síðu sinni. Hún segir að sveigjanleg hugsun minnki líkur á því að fólk fari út í öfgar eða fái samviskubit yfir mataræðinu yfir hátíðarnar. „Kræsingar leka úr öllum kaffistofum um þessar mundir. Nýbakaðar Sörur. Makkintossj í skálum. Nóa konfekt í harðspjaldakössum frá Odda.En það er vel hægt að komast í gegnum aðventuna og njóta kræsinga án þess að missa kontrólið og kúlið. Án þess að vera þjakaður af samviskubiti í janúar. Án þess að taka allsherjar klössun með dítoxi og djúsum.“ Eins og aligæs á leið í slátrun Hún segir að ef við værum bragðlaukalausir róbótar væri ekkert mál að dúndra sér í gegnum lífið með brokkolí, kjúkling og hrísgrjón á disk. „En að gúlla súkkulaði er einfaldlega hluti af að vera mennskur. Með því að tileinka sér 80/20 nálgunina náum við þessu dásamlega jafnvægi og heilbrigðu sambandi við mat. 80% er maturinn sem líkaminn þarf og vill. 20% er svo glugginn sem við getum opnað, ef við viljum, fyrir lakkrístoppum, randalínum og pralínfylltu Nóa.“ Ragga minnir á að litlir skammtar af „næringarsnauðu kaloríusósuðu transfitudúndruðu stöffi“ getur haft áhrif á heilsuna ef megnið af fæðunni sé næringarrík heil fæða með eitt innihald. „Að auki, því sveigjanlegri hugsun gagnvart mat því minni líkur á að sturta í sig heilum poka af piparhúðuðu Nóa Kroppi í snarhasti bakvið hurð. Með samviskubitið lúrandi yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Sveigjanleg hugsun kemur í veg fyrir að matur lendi í svart-hvítu flokkunarkerfinu. Annað hvort afkvæmi Kölska og við erum óþekk að svindla. Eða næring englanna og við fægjum geislabauginn.“ Hún segir að það sé alveg í lagi að 20 prósent af heildarinntöku dagsins komi frá „djönki“ og því sé alveg hægt að opna gluggann fyrir kræsingum. „Ef þú gúllar 2.000 á dag, þá áttu 400 kvekendi til að leika þér með. Það er til dæmis ein væn sneið af súkkulaðiköku. Enginn matur einn og sér spikfitar þig eins og aligæs á leið í slátrun. Það er magnið sem skiptir öllu máli.“Njóta án samviskubits Ragga gefur einnig nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja reyna að standast freistingarnar í vinnunni og komast hjá því að dælda árangur haustsins „Slepptu því að fara inn á kaffistofu ef þar svigna borð undan kræsingum eins og í Kristnihaldi undir jökli.“ Hún mælir líka með því að hafa margar vatnsflöskur og niðurskorna ávexti á skrifborðinu. „Hafðu sælgæti úr augsýn og utan seilingar þannig að þú þurfir að standa upp til að ná í molana. Rannsókn á læknariturum sýndi að þær borðuðu þrjá mola á dag þegar nammiskál var geymd þrjá metra frá skrifborðinu en níu mola þegar skálin var við hliðina á tölvunni. Sparnaður uppá mola hljómar ekki mikið en það safnast saman. Það er rúmlega 30 molum færra yfir vinnuvikuna.“ Einnig sé hægt að biðja samstarfsfélaganna að geyma sitt „gúmmelaði“ ofan í skúffu. „Þegar þig virkilega, virkilega, virkilega langar í gómsæti skaltu gefa þér fullt leyfi án samviskubits til að njóta. Taktu handfylli en ekki setja örðu upp í túlann fyrr en þú getur sest niður í rólegheitum og notið í botn með núvitund og öll skilningarvit einbeitt á molana upp í þér. Svo skaltu fara aftur til vinnu.“ Ragga hvetur fólk til að sleppa því að háma í sig meðvitundarlaust yfir tölvupóstskrifum. „Þá verður engin minning og þú endar í skápaskrölti heima eftir vinnu. Með þessi ráð í farteskinu massarðu aðventuna og orð eins og átak, dítox, megrun og kúr verða úthýst í hundakofann í janúar.“ Jól Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari, sem er betur þekkt sem Ragga nagli, skrifar mikið um heilsu og mataræði og gefur fólki góð ráð á Facebook síðu sinni. Hún segir að sveigjanleg hugsun minnki líkur á því að fólk fari út í öfgar eða fái samviskubit yfir mataræðinu yfir hátíðarnar. „Kræsingar leka úr öllum kaffistofum um þessar mundir. Nýbakaðar Sörur. Makkintossj í skálum. Nóa konfekt í harðspjaldakössum frá Odda.En það er vel hægt að komast í gegnum aðventuna og njóta kræsinga án þess að missa kontrólið og kúlið. Án þess að vera þjakaður af samviskubiti í janúar. Án þess að taka allsherjar klössun með dítoxi og djúsum.“ Eins og aligæs á leið í slátrun Hún segir að ef við værum bragðlaukalausir róbótar væri ekkert mál að dúndra sér í gegnum lífið með brokkolí, kjúkling og hrísgrjón á disk. „En að gúlla súkkulaði er einfaldlega hluti af að vera mennskur. Með því að tileinka sér 80/20 nálgunina náum við þessu dásamlega jafnvægi og heilbrigðu sambandi við mat. 80% er maturinn sem líkaminn þarf og vill. 20% er svo glugginn sem við getum opnað, ef við viljum, fyrir lakkrístoppum, randalínum og pralínfylltu Nóa.“ Ragga minnir á að litlir skammtar af „næringarsnauðu kaloríusósuðu transfitudúndruðu stöffi“ getur haft áhrif á heilsuna ef megnið af fæðunni sé næringarrík heil fæða með eitt innihald. „Að auki, því sveigjanlegri hugsun gagnvart mat því minni líkur á að sturta í sig heilum poka af piparhúðuðu Nóa Kroppi í snarhasti bakvið hurð. Með samviskubitið lúrandi yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Sveigjanleg hugsun kemur í veg fyrir að matur lendi í svart-hvítu flokkunarkerfinu. Annað hvort afkvæmi Kölska og við erum óþekk að svindla. Eða næring englanna og við fægjum geislabauginn.“ Hún segir að það sé alveg í lagi að 20 prósent af heildarinntöku dagsins komi frá „djönki“ og því sé alveg hægt að opna gluggann fyrir kræsingum. „Ef þú gúllar 2.000 á dag, þá áttu 400 kvekendi til að leika þér með. Það er til dæmis ein væn sneið af súkkulaðiköku. Enginn matur einn og sér spikfitar þig eins og aligæs á leið í slátrun. Það er magnið sem skiptir öllu máli.“Njóta án samviskubits Ragga gefur einnig nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja reyna að standast freistingarnar í vinnunni og komast hjá því að dælda árangur haustsins „Slepptu því að fara inn á kaffistofu ef þar svigna borð undan kræsingum eins og í Kristnihaldi undir jökli.“ Hún mælir líka með því að hafa margar vatnsflöskur og niðurskorna ávexti á skrifborðinu. „Hafðu sælgæti úr augsýn og utan seilingar þannig að þú þurfir að standa upp til að ná í molana. Rannsókn á læknariturum sýndi að þær borðuðu þrjá mola á dag þegar nammiskál var geymd þrjá metra frá skrifborðinu en níu mola þegar skálin var við hliðina á tölvunni. Sparnaður uppá mola hljómar ekki mikið en það safnast saman. Það er rúmlega 30 molum færra yfir vinnuvikuna.“ Einnig sé hægt að biðja samstarfsfélaganna að geyma sitt „gúmmelaði“ ofan í skúffu. „Þegar þig virkilega, virkilega, virkilega langar í gómsæti skaltu gefa þér fullt leyfi án samviskubits til að njóta. Taktu handfylli en ekki setja örðu upp í túlann fyrr en þú getur sest niður í rólegheitum og notið í botn með núvitund og öll skilningarvit einbeitt á molana upp í þér. Svo skaltu fara aftur til vinnu.“ Ragga hvetur fólk til að sleppa því að háma í sig meðvitundarlaust yfir tölvupóstskrifum. „Þá verður engin minning og þú endar í skápaskrölti heima eftir vinnu. Með þessi ráð í farteskinu massarðu aðventuna og orð eins og átak, dítox, megrun og kúr verða úthýst í hundakofann í janúar.“
Jól Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira