Umhverfisvæn jól Ingrid Kuhlman skrifar 13. desember 2017 07:00 Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun