Rakaskemmdir og mygla: Stefnir í þúsundir málaferla vegna illa byggðra húsa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:15 Verkfræðingur og líffræðingur hjá Eflu segja að þúsundir íbúða hafi verið illa byggðar á síðustu 10 til 15 árum og stefnir í röð málaferla. Vísir/Getty „Við viljum ekki hafa steinull inni á veggjum og rakasperru,“ segir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá Eflu. Ríkarður var í viðtali í Bítinu í morgun ásamt Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi og starfsmanni stofunnar. Hann segir að þar sem bannað sé að byggja hús sem mygli, stefni í fjölda málskókna vegna illa byggðra húsa síðustu tíu til fimmtán ár.Afturför í byggingariðnaði„Allar framfarir sem við gerum í byggingariðnaðinum eru alltaf afturför. Við byggðum bestu húsin átjánhundruð og eitthvað, gömlu timburhúsin. En ef við horfum á það sem við erum að gera núna, þar sem við steypum húsin, einungrum að innan með steinull í málmgrind, rakagrind að innan og skerum göt á rakavörnina og setjum rafmagnið í gegn – katastrófa,“ segir Ríkharður um mörg þeirra húsa sem hafa verið byggð hér á landi eftir hrun. Hann segir að ef það eigi að einangra hús þurfi að fara út fyrir þau. Aðspurður hvort það verði bylting í því hvernig hús verði klædd og svarar Ríkharður: „Við erum að tala um röð, langa langa röð, af væntanlegum málaferlum sem eru byrjuð.“ Hann bendir á að í reglugerðum segi að það megi ekki byggja hús sem mygli. Það sé aftur á móti ekki tilgreint hvernig eigi að framkvæma það.Milljarða tjón vegna raka Á þessu ári kom í ljós að tjón vegna rakaskemmda og myglu í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls nemur milljörðum króna. Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvunum nema milljörðum króna. Efla hefur fengið yfir hundrað milljónir fyrir vinnu sína við Orkuveituhúsið eftir að myglan kom upp. Annars vegar fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Húsið var ekki vinnuhæft vegna rakaskemmdanna. Ríkhaður Kristjánsson verkfræðingur og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur.BylgjanMyglan elskar gifsið„Vandamálið er að við reyndum að fá Mannvirkjastofnun til að banna þetta, þeir treystu sér ekki í það. Það var hópur allra sérfræðinga í myglu og eðlisfræði og byggingarmálum, við vorum kannski tíu sem skrifuðum bréf til Mannvirkjastofnunar, meira að segja yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar var með. Við báðum þá um að beina því til byggingarfulltrúa að hætta þessu, að banna þetta eins og við leystum alkalímálið á sínum tíma.“ Ríkharður segir að búið sé að gera ítrekaðar tilraunir til að fá þetta bannað og bendir á að verkfræðistofan Efla komi ekki nálægt svona verkefnum og taki ekki þátt í að byggja svona hús. Annað vandamál þegar kemur að myglu er gifsveggir. „Myglan elskar gifsið og límið og pappírinn,“ segir Sylgja Dögg. „Maður á í rauninni ekki að nota gifs þar sem er votrými. En ef þau eru góð þá er ekkert að því að nota gifsplötur þar sem ekki er hætta á raka.“ Gifs hefur þó verið notað þar sem er votrými í húsum hér á landi síðustu tíu ár og segir Sylgja að það sé eitthvað sem þurfi að skoða. „Við viljum fyrirbyggja þessi vandamál, við viljum ekki missa fókusinn af því. Við erum alltaf að slökkva elda um allan bæ en við viljum fyrirbyggja það þannig að eldurinn kvikni ekki,“ bætir hún svo við.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, kynnti stöðuna á blaðamannafundi í ágúst þar sem sýndi voru dæmi um rakaskemmdir innandyra í vesturhúsi höfuðstöðva OR.Endurteknar villur og ekki hlustað á sérfærðinga Ríkharður og Sylgja segja að þúsundir íbúða hafi verið byggð með þessum hætti undanfarin ár. Mannvirkjastofnun er núna að setja saman minnispunkta fyrir hönnuði sem verða þá ábyrgir fyrir þessu. „Ef þeir gera vitlaust þá verða þeir ábyrgir fyrir því,“ segir Ríkharður „Menn eru að tala um að það sé einhver histería í gangi í þjóðfélaginu. Ég er búinn að tala um þetta í mörg ár og það hefur enginn haft áhyggjur af þessu, enginn hlustað, engin histería. Mig vantar histeríuna sko,“ útskýrir Ríkharður. Hann segir að hér á landi sé ekki hlustað nógu mikið á þá sem hafa rannsakað íslensk hús og hafa sérþekkinguna. „Menn endurtaka villur mjög hratt.“ Ríkharður segir að það sé núna verið að fyrirbyggja þegar kemur að myglunni. Hann er ekki sammála því að það sé eitthvað panikk í gangi í myglumálum. „Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að mygla verði ekki til hérna hjá okkur,“ segir Ríkharður. Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Við viljum ekki hafa steinull inni á veggjum og rakasperru,“ segir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá Eflu. Ríkarður var í viðtali í Bítinu í morgun ásamt Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi og starfsmanni stofunnar. Hann segir að þar sem bannað sé að byggja hús sem mygli, stefni í fjölda málskókna vegna illa byggðra húsa síðustu tíu til fimmtán ár.Afturför í byggingariðnaði„Allar framfarir sem við gerum í byggingariðnaðinum eru alltaf afturför. Við byggðum bestu húsin átjánhundruð og eitthvað, gömlu timburhúsin. En ef við horfum á það sem við erum að gera núna, þar sem við steypum húsin, einungrum að innan með steinull í málmgrind, rakagrind að innan og skerum göt á rakavörnina og setjum rafmagnið í gegn – katastrófa,“ segir Ríkharður um mörg þeirra húsa sem hafa verið byggð hér á landi eftir hrun. Hann segir að ef það eigi að einangra hús þurfi að fara út fyrir þau. Aðspurður hvort það verði bylting í því hvernig hús verði klædd og svarar Ríkharður: „Við erum að tala um röð, langa langa röð, af væntanlegum málaferlum sem eru byrjuð.“ Hann bendir á að í reglugerðum segi að það megi ekki byggja hús sem mygli. Það sé aftur á móti ekki tilgreint hvernig eigi að framkvæma það.Milljarða tjón vegna raka Á þessu ári kom í ljós að tjón vegna rakaskemmda og myglu í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls nemur milljörðum króna. Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvunum nema milljörðum króna. Efla hefur fengið yfir hundrað milljónir fyrir vinnu sína við Orkuveituhúsið eftir að myglan kom upp. Annars vegar fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Húsið var ekki vinnuhæft vegna rakaskemmdanna. Ríkhaður Kristjánsson verkfræðingur og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur.BylgjanMyglan elskar gifsið„Vandamálið er að við reyndum að fá Mannvirkjastofnun til að banna þetta, þeir treystu sér ekki í það. Það var hópur allra sérfræðinga í myglu og eðlisfræði og byggingarmálum, við vorum kannski tíu sem skrifuðum bréf til Mannvirkjastofnunar, meira að segja yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar var með. Við báðum þá um að beina því til byggingarfulltrúa að hætta þessu, að banna þetta eins og við leystum alkalímálið á sínum tíma.“ Ríkharður segir að búið sé að gera ítrekaðar tilraunir til að fá þetta bannað og bendir á að verkfræðistofan Efla komi ekki nálægt svona verkefnum og taki ekki þátt í að byggja svona hús. Annað vandamál þegar kemur að myglu er gifsveggir. „Myglan elskar gifsið og límið og pappírinn,“ segir Sylgja Dögg. „Maður á í rauninni ekki að nota gifs þar sem er votrými. En ef þau eru góð þá er ekkert að því að nota gifsplötur þar sem ekki er hætta á raka.“ Gifs hefur þó verið notað þar sem er votrými í húsum hér á landi síðustu tíu ár og segir Sylgja að það sé eitthvað sem þurfi að skoða. „Við viljum fyrirbyggja þessi vandamál, við viljum ekki missa fókusinn af því. Við erum alltaf að slökkva elda um allan bæ en við viljum fyrirbyggja það þannig að eldurinn kvikni ekki,“ bætir hún svo við.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, kynnti stöðuna á blaðamannafundi í ágúst þar sem sýndi voru dæmi um rakaskemmdir innandyra í vesturhúsi höfuðstöðva OR.Endurteknar villur og ekki hlustað á sérfærðinga Ríkharður og Sylgja segja að þúsundir íbúða hafi verið byggð með þessum hætti undanfarin ár. Mannvirkjastofnun er núna að setja saman minnispunkta fyrir hönnuði sem verða þá ábyrgir fyrir þessu. „Ef þeir gera vitlaust þá verða þeir ábyrgir fyrir því,“ segir Ríkharður „Menn eru að tala um að það sé einhver histería í gangi í þjóðfélaginu. Ég er búinn að tala um þetta í mörg ár og það hefur enginn haft áhyggjur af þessu, enginn hlustað, engin histería. Mig vantar histeríuna sko,“ útskýrir Ríkharður. Hann segir að hér á landi sé ekki hlustað nógu mikið á þá sem hafa rannsakað íslensk hús og hafa sérþekkinguna. „Menn endurtaka villur mjög hratt.“ Ríkharður segir að það sé núna verið að fyrirbyggja þegar kemur að myglunni. Hann er ekki sammála því að það sé eitthvað panikk í gangi í myglumálum. „Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að mygla verði ekki til hérna hjá okkur,“ segir Ríkharður.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00
Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15
Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00
Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02