Fyrirheitna landið Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 13. desember 2017 21:00 Glamour/Getty Á morgun mun ég flytjast búferlum til annars lands. Ég hef búið á Íslandi mestanpart lífsins en þó aldrei lengur en í 10 ár í senn. Þar liggja kannski mín mörk. En ég kem aftur. Beintengdur við hjarta mitt er nefnilega ósýnilegur naflastrengur, hjartastrengur, hvers hinn endi er líklega bundinn við einhver ljósastaur í nágrenni Kaffibarsins. Það var aldrei klippt á, bara lengt í. Flutningarnir hrærðu upp í ýmsum hugsunum. Til dæmis varðandi alla þessa hluti sem tilheyra okkur. Ég man ekki eftir að hafa ákveðið að dröslast með allt þetta dót í gegn um lífið. Og ég hef flutt mjög reglulega allt mitt líf, það er ekki mikið af bulli eftir í búslóðinni. Samt þurfti ég að taka upp hvern einasta hlut enn einu sinni, vega og meta áður en hann var gefinn, honum pakkað niður í geymslu eða hann fluttur yfir hafið. Það er líka svo skrítið að þurfa alltaf að ferja heilu ferðatöskurnar með sér milli landa. Eins og það sé ekki til sjampó í öðrum löndum. Eins og einhver taki eftir því þótt maður verði dálítið mikið í sömu buxunum. Lífið í fermetrumÁ mælikvarða íslensks nútíma er íbúðin okkar í Reykjavík ekki stór, tæpir 70 fermetrar. Fyrir ekki svo mörgum áratugum hefði hún vel rúmað fimm manna fjölskyldu, eða sjö. En núna þykir hún of lítil fyrir okkur þrjú. Samt er dóttir okkar bara 70 cm. Marga af þessum fermetrum nota ég reyndar aldrei, þar eru horn sem ég sit aldrei í, skápar sem ég nenni aldrei að opna. Skápar sem geyma dót sem ég man ekki að ég á.NýtingÉg er alls ekki að segja að við eigum öll að taka upp mínímalískan lífsstíl, það er alls ekki fyrir alla. Frekar hallast ég að því að það ætti að skylda okkur til að eiga allt að eilífu sem við kaupum okkur eða þar til það er uppurið eða ónýtt. Þá myndum við svo sannarlega versla á annan hátt, bæði stóla, skyrtur og jógúrt. Amma mín og afi eiga og nota ennþá sófasettið sem þau keyptu rétt eftir seinna stríð. Munum við sitja í nýju tungusófunum okkar eftir 70 ár? Nei, en kannski sjö. En þetta fær mig til að velta því fyrir mér hvort við ættum ekki að vinna meira heima? Eiga kannski tvísetið heimili, í félagi við aðra, svona eins og glötuðustu grunnskólarnir voru einu sinni? Finna einhvern á næturvöktum sem gæti þá sofið í rúminu manns á meðan níutilfimmarinn væri í vinnunni? Nei, ekki heldur. En þetta er skrítið system, þar sem heilu húsin, heimili og vinnustaðir, eru tóm til skiptis. ScandilandVið erum að flytjast til Svíþjóðar. Þar ætla ég að læra meira og maður og barn fylgja með. Það er bara eitt: Ég er með Skandinavíufordóma. Áður en ég kom í fyrsta sinn til Skandinavíu hafði ég búið í Suður- og Norður-Ameríku og komið til margra magnaðra borga. Það var lélegasta væntingastjórnun sem ég hef átt í. Allt mitt líf hafði fólk keppst við að dásama Kaupmannahöfn og Tívolí, bryggjur og bjór. Köben er eflaust ágæt en ég hélt að hún væri himnaríki á jörðu. Ég hélt að þar mættist allt það besta í lífinu, hygge mætti menningu, velferðarsamfélag mætti skapandi hugsun, húmor mætti sögu, allt í bjórlegnum fuglasöng í hallargarði almennings. Síðan var þetta bara staður á jörðu og ég fann ekki goðsögnina. Enginn vildi skilja mig, hvorki á ensku né dönsku, Tívolí var ekkert tívolí og Tuborginn var bara Tuborg. Finnland var því lengi mitt Norðurland. Þeir vilja heldur ekki tala skandinavísku og þar víkur hinn rósrauði fælles dýrðarljómi fyrir sovíeskum arkitektúr sem eins og bíður átekta eftir rétta tækifærinu til að kíla mann í magann. Finnland fannst mér vera meira útlönd en Danmörk og Svíþjóð. Samnordisk at last En nú er ég samt á leiðinni til Svíþjóðar og ætla að eiga heima þar um tíma. Og ég ætla að læra sænsku. Og í hvaða viku við erum stödd á almanakinu. Og ég ætla að verða þolinmóðari, flétta blómakórónur og fika. Því Svíþjóð er alveg útlönd og ég á eftir að komast að því hvað það er sem veldur því að allir sem ég hitti sem þar hafa búið verða værðarlegir og heitir í framan þegar þeir tala um Sverige. Einnig hvað það er við blessaða Svíana sem virðist stundum ætla að gera út af við okkur hina óskipulögðu, kærulausu og viðkvæmu Íslendinga. Mest hlakka ég svo til að vera ekki lengur eins og fífl í samnordískunni og fá kannski húsaleigubætur.Pistillinn birtist fyrst í september tölublaði Glamour þar sem Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur. Mest lesið Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Skreyttu þig með töskum Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour
Á morgun mun ég flytjast búferlum til annars lands. Ég hef búið á Íslandi mestanpart lífsins en þó aldrei lengur en í 10 ár í senn. Þar liggja kannski mín mörk. En ég kem aftur. Beintengdur við hjarta mitt er nefnilega ósýnilegur naflastrengur, hjartastrengur, hvers hinn endi er líklega bundinn við einhver ljósastaur í nágrenni Kaffibarsins. Það var aldrei klippt á, bara lengt í. Flutningarnir hrærðu upp í ýmsum hugsunum. Til dæmis varðandi alla þessa hluti sem tilheyra okkur. Ég man ekki eftir að hafa ákveðið að dröslast með allt þetta dót í gegn um lífið. Og ég hef flutt mjög reglulega allt mitt líf, það er ekki mikið af bulli eftir í búslóðinni. Samt þurfti ég að taka upp hvern einasta hlut enn einu sinni, vega og meta áður en hann var gefinn, honum pakkað niður í geymslu eða hann fluttur yfir hafið. Það er líka svo skrítið að þurfa alltaf að ferja heilu ferðatöskurnar með sér milli landa. Eins og það sé ekki til sjampó í öðrum löndum. Eins og einhver taki eftir því þótt maður verði dálítið mikið í sömu buxunum. Lífið í fermetrumÁ mælikvarða íslensks nútíma er íbúðin okkar í Reykjavík ekki stór, tæpir 70 fermetrar. Fyrir ekki svo mörgum áratugum hefði hún vel rúmað fimm manna fjölskyldu, eða sjö. En núna þykir hún of lítil fyrir okkur þrjú. Samt er dóttir okkar bara 70 cm. Marga af þessum fermetrum nota ég reyndar aldrei, þar eru horn sem ég sit aldrei í, skápar sem ég nenni aldrei að opna. Skápar sem geyma dót sem ég man ekki að ég á.NýtingÉg er alls ekki að segja að við eigum öll að taka upp mínímalískan lífsstíl, það er alls ekki fyrir alla. Frekar hallast ég að því að það ætti að skylda okkur til að eiga allt að eilífu sem við kaupum okkur eða þar til það er uppurið eða ónýtt. Þá myndum við svo sannarlega versla á annan hátt, bæði stóla, skyrtur og jógúrt. Amma mín og afi eiga og nota ennþá sófasettið sem þau keyptu rétt eftir seinna stríð. Munum við sitja í nýju tungusófunum okkar eftir 70 ár? Nei, en kannski sjö. En þetta fær mig til að velta því fyrir mér hvort við ættum ekki að vinna meira heima? Eiga kannski tvísetið heimili, í félagi við aðra, svona eins og glötuðustu grunnskólarnir voru einu sinni? Finna einhvern á næturvöktum sem gæti þá sofið í rúminu manns á meðan níutilfimmarinn væri í vinnunni? Nei, ekki heldur. En þetta er skrítið system, þar sem heilu húsin, heimili og vinnustaðir, eru tóm til skiptis. ScandilandVið erum að flytjast til Svíþjóðar. Þar ætla ég að læra meira og maður og barn fylgja með. Það er bara eitt: Ég er með Skandinavíufordóma. Áður en ég kom í fyrsta sinn til Skandinavíu hafði ég búið í Suður- og Norður-Ameríku og komið til margra magnaðra borga. Það var lélegasta væntingastjórnun sem ég hef átt í. Allt mitt líf hafði fólk keppst við að dásama Kaupmannahöfn og Tívolí, bryggjur og bjór. Köben er eflaust ágæt en ég hélt að hún væri himnaríki á jörðu. Ég hélt að þar mættist allt það besta í lífinu, hygge mætti menningu, velferðarsamfélag mætti skapandi hugsun, húmor mætti sögu, allt í bjórlegnum fuglasöng í hallargarði almennings. Síðan var þetta bara staður á jörðu og ég fann ekki goðsögnina. Enginn vildi skilja mig, hvorki á ensku né dönsku, Tívolí var ekkert tívolí og Tuborginn var bara Tuborg. Finnland var því lengi mitt Norðurland. Þeir vilja heldur ekki tala skandinavísku og þar víkur hinn rósrauði fælles dýrðarljómi fyrir sovíeskum arkitektúr sem eins og bíður átekta eftir rétta tækifærinu til að kíla mann í magann. Finnland fannst mér vera meira útlönd en Danmörk og Svíþjóð. Samnordisk at last En nú er ég samt á leiðinni til Svíþjóðar og ætla að eiga heima þar um tíma. Og ég ætla að læra sænsku. Og í hvaða viku við erum stödd á almanakinu. Og ég ætla að verða þolinmóðari, flétta blómakórónur og fika. Því Svíþjóð er alveg útlönd og ég á eftir að komast að því hvað það er sem veldur því að allir sem ég hitti sem þar hafa búið verða værðarlegir og heitir í framan þegar þeir tala um Sverige. Einnig hvað það er við blessaða Svíana sem virðist stundum ætla að gera út af við okkur hina óskipulögðu, kærulausu og viðkvæmu Íslendinga. Mest hlakka ég svo til að vera ekki lengur eins og fífl í samnordískunni og fá kannski húsaleigubætur.Pistillinn birtist fyrst í september tölublaði Glamour þar sem Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur.
Mest lesið Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Skreyttu þig með töskum Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour