Fimm frábær lituð dagkrem Ritstjórn skrifar 29. mars 2018 16:00 Glamour/Getty Mörgum finnst meik vera fráhrindandi orð, sjá fyrir sér furðulega áferð á húðinni eða halda að meikið muni stífla húðina, öðrum finnst þeir einfaldlega ekki þurfa á því að halda. Meik eru alls ekki eitthvað sem ber að hræðast sé rétta meikið valið og húðin alltaf þrifin á kvöldin en fyrir þá sem kjósa að sleppa meikinu eru lituð dagkrem frábær kostur. Lituð dagkrem koma í margs konar útfærlsum og eru í raun blanda af kremi og léttum farða. Lituð dagkrem eiga það yfirleitt sameiginlegt að þau jafna létt út húðlit, fríska upp á húðtón og mörg hver veita húðinni örlítinn ljóma. Það er þitt val hvort þú notir rakakremið sem þú notar venjulega undir eða ekki. Lituð dagkrem eru tilvalin fyrir þá sem vilja mjög náttúrulegt útlit, fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í förðun og eldri konur. Endalaust úrval er af lituðum dagkremum og heita þau allavega nöfnum líkt og bb-krem eða cc-krem og það getur gert fólk hálf ruglað í ríminu. Kjósir þú létta áferð á húðina og viljir eitthvað sem er fljótlegt og virkar eins og næsta skref við rakakremið þitt þá gefur Glamour þér hér tillögur að fimm frábærum lituðum dagkremum. Dr. Haushka - Litað dagkrem sem veitir húðinni ríkulegan raka og frísklegt yfirbragð. Kremið kemur jafnvægi á olíu- og rakaframleiðslu húðarinnar og aðlagast húðtón þegar það er borið á. Hentar öllum húðgerðum en er tilvalið fyrir þurra og viðkvæma húð. Guerlain BB Beauty Boozter - Litað dagkrem sem veitir meiri þekju en mörg önnur lituð dagkrem og inniheldur sólarvörn upp á SPF 30. Kremið gefur góðan raka án þess að virka feitt á húðinni, leiðréttir og jafnar út húðlit. Kremið kemur í þremur mismunandi tónum og er uppáhald margra virtra förðunarfræðinga um allan heim. Gosh - Það er erfitt að setja þessa vöru í einn flokk því að hún er hálfgerð blanda af farðagrunni og lituðu dagkremi. í fyrstu virkar varan líkt og hvítt krem en þegar hún er borin á húðina kemur annað í ljós. Húðin fær aukinn ljóma og örlítinn lit ásamt því að ójöfnur jafnast á mildan hátt út í húðinni. Varan er einnig frábær sem grunnur undir farða. Þessi vara er fyrir alla og tilvalin fyrir karlmenn sem vilja fríska létt upp á húðtóninn án þess að það sjáist. BECCA - Gefur litla sem enga þekju en á samt vel heima í þessum flokki fyrir þá sem kjósa jafna áferð en enga þekju. Kremið veitir fallegan ljóma og inniheldur fínmalað púður sem mildar út ójöfnur í húðinni. Varan er hönnuð sem farðagrunnur en er mikið notuð ein og sér eða með hyljara. Húðin fær mildan og gylltan undirtón. Einnig er mjög fallegt að blanda kreminu út í farða til þess að létta farðann. L´Oréal - Litað dagkrem sem veitir meðal þekju sem hægt er að byggja upp. Kremið dregur úr roða og þreytumerkjum í húðinni. Varan inniheldur sólarvörn með SPF 12 og helst á húðinni í allt að 24 klukkustundir. Frábær vara, sérstaklega fyrir þá sem verða rauðir í húðinni yfir vetrartímann. Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Rokkuð rómantík hjá Heard Glamour Geimverur fara með aðalhlutverkin í nýrri auglýsingu Gucci Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Búið spil hjá Lawrence og Aronofsky Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour Myndirnar úr skírn nýju prinsessunnar Glamour Samfestingar frá 1930-2017 Glamour
Mörgum finnst meik vera fráhrindandi orð, sjá fyrir sér furðulega áferð á húðinni eða halda að meikið muni stífla húðina, öðrum finnst þeir einfaldlega ekki þurfa á því að halda. Meik eru alls ekki eitthvað sem ber að hræðast sé rétta meikið valið og húðin alltaf þrifin á kvöldin en fyrir þá sem kjósa að sleppa meikinu eru lituð dagkrem frábær kostur. Lituð dagkrem koma í margs konar útfærlsum og eru í raun blanda af kremi og léttum farða. Lituð dagkrem eiga það yfirleitt sameiginlegt að þau jafna létt út húðlit, fríska upp á húðtón og mörg hver veita húðinni örlítinn ljóma. Það er þitt val hvort þú notir rakakremið sem þú notar venjulega undir eða ekki. Lituð dagkrem eru tilvalin fyrir þá sem vilja mjög náttúrulegt útlit, fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í förðun og eldri konur. Endalaust úrval er af lituðum dagkremum og heita þau allavega nöfnum líkt og bb-krem eða cc-krem og það getur gert fólk hálf ruglað í ríminu. Kjósir þú létta áferð á húðina og viljir eitthvað sem er fljótlegt og virkar eins og næsta skref við rakakremið þitt þá gefur Glamour þér hér tillögur að fimm frábærum lituðum dagkremum. Dr. Haushka - Litað dagkrem sem veitir húðinni ríkulegan raka og frísklegt yfirbragð. Kremið kemur jafnvægi á olíu- og rakaframleiðslu húðarinnar og aðlagast húðtón þegar það er borið á. Hentar öllum húðgerðum en er tilvalið fyrir þurra og viðkvæma húð. Guerlain BB Beauty Boozter - Litað dagkrem sem veitir meiri þekju en mörg önnur lituð dagkrem og inniheldur sólarvörn upp á SPF 30. Kremið gefur góðan raka án þess að virka feitt á húðinni, leiðréttir og jafnar út húðlit. Kremið kemur í þremur mismunandi tónum og er uppáhald margra virtra förðunarfræðinga um allan heim. Gosh - Það er erfitt að setja þessa vöru í einn flokk því að hún er hálfgerð blanda af farðagrunni og lituðu dagkremi. í fyrstu virkar varan líkt og hvítt krem en þegar hún er borin á húðina kemur annað í ljós. Húðin fær aukinn ljóma og örlítinn lit ásamt því að ójöfnur jafnast á mildan hátt út í húðinni. Varan er einnig frábær sem grunnur undir farða. Þessi vara er fyrir alla og tilvalin fyrir karlmenn sem vilja fríska létt upp á húðtóninn án þess að það sjáist. BECCA - Gefur litla sem enga þekju en á samt vel heima í þessum flokki fyrir þá sem kjósa jafna áferð en enga þekju. Kremið veitir fallegan ljóma og inniheldur fínmalað púður sem mildar út ójöfnur í húðinni. Varan er hönnuð sem farðagrunnur en er mikið notuð ein og sér eða með hyljara. Húðin fær mildan og gylltan undirtón. Einnig er mjög fallegt að blanda kreminu út í farða til þess að létta farðann. L´Oréal - Litað dagkrem sem veitir meðal þekju sem hægt er að byggja upp. Kremið dregur úr roða og þreytumerkjum í húðinni. Varan inniheldur sólarvörn með SPF 12 og helst á húðinni í allt að 24 klukkustundir. Frábær vara, sérstaklega fyrir þá sem verða rauðir í húðinni yfir vetrartímann.
Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Rokkuð rómantík hjá Heard Glamour Geimverur fara með aðalhlutverkin í nýrri auglýsingu Gucci Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Búið spil hjá Lawrence og Aronofsky Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour Myndirnar úr skírn nýju prinsessunnar Glamour Samfestingar frá 1930-2017 Glamour