Theresa May gat ekki smalað köttunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gat ekki tryggt sér stuðning flokksmanna sinna. vísir/epa Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið. Theresa May forsætisráðherra barðist gegn tillögunni og hefur áður sagt að lögbundin trygging um slíka atkvæðagreiðslu gæti komið í veg fyrir hnökralausa útgöngu úr sambandinu. Það voru þingmenn Íhaldsflokksins, flokks May, sem tryggðu meirihluta í málinu og var flokkurinn því klofinn í málinu. Dominic Grieve, þingmaður Íhaldsflokksins, var flutningsmaður tillögunnar. Alls kusu 309 þingmenn með en 305 á móti. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin býður ósigur á þinginu í málum sem lúta að Brexit-stefnunni, að því er BBC greinir frá. Segir jafnframt í umfjöllun miðilsins að gagnrýnendur þessarar ákvörðunar hafi í umræðum á þinginu sagt að með þessu væri verið að trufla ferlið og reyna að binda hendur ríkisstjórnarinnar. Mikil óvissa ríkti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Sagði Nick Eardley, blaðamaður BBC, stuttu áður en þingmenn greiddu atkvæði að útlit væri fyrir að stór hluti uppreisnargjarnra Íhaldsmanna myndi frekar sitja hjá en greiða atkvæði með tillögunni. Íhaldsmennirnir Paul Masterton og George Freeman greindu sjálfir frá því að þeir hygðust sitja hjá. „Það olli okkur vonbrigðum að þingið skyldi samþykkja þessa breytingartillögu þrátt fyrir þær tryggingar sem við höfum nú þegar gefið,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið. Theresa May forsætisráðherra barðist gegn tillögunni og hefur áður sagt að lögbundin trygging um slíka atkvæðagreiðslu gæti komið í veg fyrir hnökralausa útgöngu úr sambandinu. Það voru þingmenn Íhaldsflokksins, flokks May, sem tryggðu meirihluta í málinu og var flokkurinn því klofinn í málinu. Dominic Grieve, þingmaður Íhaldsflokksins, var flutningsmaður tillögunnar. Alls kusu 309 þingmenn með en 305 á móti. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin býður ósigur á þinginu í málum sem lúta að Brexit-stefnunni, að því er BBC greinir frá. Segir jafnframt í umfjöllun miðilsins að gagnrýnendur þessarar ákvörðunar hafi í umræðum á þinginu sagt að með þessu væri verið að trufla ferlið og reyna að binda hendur ríkisstjórnarinnar. Mikil óvissa ríkti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Sagði Nick Eardley, blaðamaður BBC, stuttu áður en þingmenn greiddu atkvæði að útlit væri fyrir að stór hluti uppreisnargjarnra Íhaldsmanna myndi frekar sitja hjá en greiða atkvæði með tillögunni. Íhaldsmennirnir Paul Masterton og George Freeman greindu sjálfir frá því að þeir hygðust sitja hjá. „Það olli okkur vonbrigðum að þingið skyldi samþykkja þessa breytingartillögu þrátt fyrir þær tryggingar sem við höfum nú þegar gefið,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar eftir atkvæðagreiðsluna í gær.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira