Rúmir tveir dagar í verkfall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2017 19:00 Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00
Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09