Forseti Íslands: Rétturinn til ágreinings undirstaða frjálsra þjóða Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:30 Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira