Rannsaka höfuðkúpubrot úr fornri tíð sem dró barn í Mývatnssveit til dauða Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Barnið hafði verið grafið við Hofstaði í Mývatnssveit fyrir margt löngu. vísir/orri vésteinsson „Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
„Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira