Innlent

Flugvirkjar bjartsýnir á að samningar náist

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun.
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. vísir/vilhelm
Fundi Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands lauk rétt í þessu í Karphúsinu, húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Samningsaðilar voru boðaðir aftur á fund Ríkissáttasemjara klukkan 13 á morgun.

Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja segir að þreifingar hafi átt sér stað á milli samningsaðila í dag og að nokkur bjartsýni sé í mönnum.

„Menn munu reyna til þrautar á morgun," segir Gunnar.

Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. Ljóst er að slík verkstöðvum gæti haft áhrif á ferðaáætlanir um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að flugvirkjar fari fram á 20 prósenta launahækkun í skammtímasamningi sínum við Samtök atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ekki viljað staðfesta nákvæma tölu í kröfugerð flugvirkja en segir kröfurnar óraunhæfar.


Tengdar fréttir

Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA

Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun.

Krafa flugvirkja er 20% launahækkun

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×