Sveitarfélögin slá lán hjá kennurum fyrir jólin Hjördís Albertsdóttir skrifar 16. desember 2017 13:38 Sú ákvörðun að gerast kennari hefur kennt mér margt gott, fyrst og fremst hefur það þó kennt mér hagsýni. Ég hef til dæmis lært ágætis umræðutækni við börnin mín um gildi þess að vera þakklátur fyrir mandarínu í skóinn á meðan vinurinn fær legokassa eða playmobil. Ég hef lært að góður félagsskapur samstarfsfélaga í aðdraganda jólanna er skemmtilegri en uppskrúfað jólahlaðborð á rándýru veitingahúsi. Ég hef lært að heimahekluð borðtuska er bæði betri og fallegri jólagjöf en iittala kertastjaki. Ég hef lært að það borgar sig ekki að taka lán fyrir jólunum. Þess vegna þykir mér heldur súrt að vinnuveitendur okkar kennara hafi ákveðið að slá lán hjá okkur fyrir sínum jólum. Lán sem ekki er fyrirséð að verði nokkurn tíma endurgreitt að fullu. Um síðustu mánaðamót var liðið ár frá því við grunnskólakennarar settum hnefann í borðið og kröfðumst betri launa. Við létum í okkur heyra, vorum hávær, sýndum einstaka samstöðu og samhug. Okkur var talin trú um að á okkur væri hlustað og við beðin um að gefa sveitarfélögunum og kennaraforystunni tólf mánuði til að gera annan álitlegri samning. Um síðustu mánaðamót áttum við í fyrsta skipti að fá útborgað samkvæmt nýjum kjarasamningi. Um síðustu mánaðamót fengu kennarar ekki útborgað samkvæmt neinum nýjum kjarasamningi. Sé litið til sögunnar munum við fá einskonar leiðréttingu að einhverju leyti greidda í formi eingreiðslu einhverntíma í framtíðinni. Það eiga að vera bætur til okkar fyrir að spara sveitarfélögunum launahækkanir í fleiri mánuði (og í einhverjum tilfellum ár). Ég ætla ekki að segja að það hafi komið mér á óvart. Þetta var nokkurnveginn eftir uppskriftinni. Síðasta vetur kynnti ég mér nefnileg uppskriftina. Ég var ein þeirra þúsunda kennara sem hafði fyrir því að setja mig betur inn í kjaramál. Ég las mér til og ræddi við mér fróðara fólk. Ég tók þátt í undiskriftarsöfnun og hélt erindi á baráttufundi til að efla samstöðu og baráttuhug okkar kennara á þessum mikilvæga tímapunkti í kjarabaráttu okkar. Þegar mér var svo boðið í útvarpsviðtal til að ræða það að gera ætti samning til eins árs notaði ég tækifærið til að minna á þessa ofnotuðu uppskrift og spá fyrir um að enginn samningur yrði tilbúinn fyrsta desember tvö þúsund og sautján. Í því viðtali andmælti núverandi formaður Félags grunnskólakennara mér. Sagðist enga ástæðu hafa til að efast um að samningur yrði gerður á tilsettum tíma. Þegar maður hefur lifað og hrærst í kjaramálum kennara til fjölda ára ætti samt bara að vera nóg að líta á útjöskuðu blaðsíðuna í uppskriftabókinni til að átta sig á hvaða rétt er verið að malla. Ég gæti eflaust veggfóðrað auða vegginn í svefnherberginu mínu með „uppskrifta“bókum þess efnis af hverju þessi staða ætti ekki að koma neinum á óvart. Á Íslandi urðu kosningar, það tók langan tíma að mynda ríkisstjórn. Það er bullandi góðæri og stjórnvöld boða stöðugleika á vinnumarkaði. Enginn vill vera fyrstur til að kippa dúknum undan kræsingunum, slökkva á tónlistinni og kveikja ljósin. Það þarf hinsvegar ekki margar bækur til að útlista það hvers vegna það hvarflaði ekki að mér að búið yrði að semja við okkur í lok nóvember 2017, í raun get ég gert það í einni efnisgrein. Sveitarfélögin og samtök kennara voru aðilar í samkomulagi sem tryggja átti stöðugleika á vinnumarkaði. Þar með lofuðu sveitarfélögin sjálfum sér því að bæta ekki launakjör kennara umfram neina aðra. Samstaða okkar og óróleiki síðasta vetur ógnaði þessum stöðugleika og sveitarfélögin neyddust til að teygja sig eins langt og þau komust innan samkomulagsins. Hefðum við kennarar fellt samninginn hefðu sveitarfélögin mögulega þurft að fórna samkomulaginu og ganga til samninga um raunverulegar kjarabætur. Við munum þó aldrei komast að því úr þessu. Þetta þótti mér, og fjölda annarra kennara, vera augljóst. Sveitarfélögin myndu reyna sitt allra besta til að komast í gegnum árið 2017 (og helst 2018 líka) án þess að bæta kjör kennara. Þau treysta sér nefnilega ekki til að réttlæta slíkar kjarabætur gagnvart öðrum. Nú voru góð ráð dýr. Það var brugðið á það ráð að leita að öllu sem miður hafði farið í grunnskólakerfinu á síðustu árum og áratugum. Þar var af nógu að taka. Um síðustu mánaðamót þegar nýr samningur átti að liggja á borðinu lá ekkert fyrir nema hálfköruð áætlun um endurbætur á skólahúsnæði, fjölgun skjávarpa og fjölgun sérfræðinga. Með því átti að létta álagi af kennurum sem við öll eru sammála um að sé alltof mikið. Horft var fram hjá því … nei, einblínt var fram hjá því að grunnskólakennarar hafa aldrei gert kröfu á að álag á þá sé minnkað til að þeir geti réttlætt fyrir sjálfum sér að hafa léleg laun. Það þarf að laga svo ótal margt í grunnskólakerfinu á Íslandi fyrir utan laun en það þarf að laga launin! Sveitarfélögin þurfa að hysja upp um sig buxurnar og eiga að skammast sín fyrir að hafa gert samkomulag við aðra aðila vinnumarkaðarins um að kjör grunnskólakennara standi í stað og megi ekki batna. Þau eiga líka að hafa kjark til að rifta samkomulaginu sem byggir á láglaunastefnu einnar mikilvægustu fagstéttar landsins í stað þess að tefja samninga og reyna að villa um fyrir kennurum með því að senda fólk inn í skólana með smellubretti og skrúfblýanta til að telja skjávarpa. Af því að stunda líkamsrækt hef ég lært að ef ég læt hana sitja á hakanum í dagsins önn má ég ekki fara af stað með óðslegum hamagangi þegar mig langar að komast aftur í form. Hreyfingar- og metnaðarleysi skilar sér í stífum vöðvum og viðkvæmum liðum. Grunnskólakerfið hefur verið látið sitja á hakanum og er stórskaðað. Þar má að hluta kenna efnahagshruni um en líka rangri forgangsröðun og metnaðarleysi. Það þarf að fara varlega og huga fyrst og fremst að grundvallarþáttum. „Stórsókn í menntamálum“ til margra ára án þess að hefjast handa að gera kennslu launalega samkeppnishæft starf er álíka klikkað og að ætla að hefja stórsókn í líkamsrækt með því að fara út að hlaupa með ónýt hné. Stórfelldar breytingar í menntamálum skila ekki árangri fyrr en launamál kennara verða bætt. Ég get farið og keypt mér heimsins flottustu hlaupaskó og sett öll mín uppáhaldslög á spotify-playlista, það breytir því þó ekki að ég skemmi hnéin á mér enn frekar og vanlíðan mín verður enn meiri ef ég sýni líkama mínum ekki þá virðingu að fara skynsamlega af stað og miða æfingar við ástand hans. Á sama hátt er hægt að fylla skólana af skjávörpum, spjaldtölvum og spjaldtölvusérfræðingum en ef ekki er tekið á launamálum okkar kennara enda spjaldtölvusérfræðingarnir á því að sitja einir í skólunum og streyma myndböndum gegnum skjávarpana fyrir börn sem skortir menntaða kennara. Félag grunnskólakennara á að vera rekið af skynsemi, hagsýni og ráðdeild. Það á ekki að stuðla að því að sveitarfélögin fái lánaða peninga frá starfsfólki sem þarf á öllum sínum aurum að halda. FG á ekki að taka þátt í hekla þá dulu sem notuð er til að hylja þann veruleika sem takast þarf á við. Það á að greina vandann og koma viðsemjendum okkar í skilning um það hver eru hjartans mál stéttarinnar. Sú forysta sem brátt kveður hefur lagt mikla áherslu á að launakjör og starfsaðstæður skipti nánast jafn miklu máli. Það tækifæri hafa sveitarfélögin gripið á lofti og náð að halda lífi í samkomulaginu um léleg laun kennara. Meðan fólk er upptekið við að gera margra ára áætlanir um bætt starfsskilyrði getur fólk þóst vera að vinna að kjarna málsins. Ég tel afar mikilvægt að grunnskólakennarar sendi sveitarfélögunum þau skilaboð í formanns- kosningunni að forgangsröðunin sé skýr: Skjávarpar koma ekki í staðinn fyrir mannsæmandi laun. Launin þarf að leiðrétta strax í næstu samningum. Sveitarfélögin og ríkið verða að byggja „stórsókn“ sína í menntamálum á því að íslenskt samfélag sameinist um það að kennarar fái þá launaleiðréttingu sem þeir eiga skilið. Þegar búið er að ganga í það mál er smám saman hægt að byggja upp þol og þrek í átt til þess að byggja upp það skólakerfi sem við öll viljum sjá hér í landinu. Það er svo ótal margt sem þarf að laga en ég vil ekki sjá stórsókn í menntamálum fyrr en stigin hafa verið skynsamleg fyrstu skref út úr þeim vanda sem við höfum ratað í. Þetta ásamt fjölmörgu öðru er ástæða þess að ég býð mig fram til formanns FG. Ég tel mig hafa bæði þá mannkosti og hugsjónir sem þarf til að sinna því starfi og sinna því vel. Ég hlakka mikið til þess að fá að kynna mig og hugmyndir mínar á næstu vikum.Höfundur er kennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og er einn frambjóðenda til formanns Félags Grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun að gerast kennari hefur kennt mér margt gott, fyrst og fremst hefur það þó kennt mér hagsýni. Ég hef til dæmis lært ágætis umræðutækni við börnin mín um gildi þess að vera þakklátur fyrir mandarínu í skóinn á meðan vinurinn fær legokassa eða playmobil. Ég hef lært að góður félagsskapur samstarfsfélaga í aðdraganda jólanna er skemmtilegri en uppskrúfað jólahlaðborð á rándýru veitingahúsi. Ég hef lært að heimahekluð borðtuska er bæði betri og fallegri jólagjöf en iittala kertastjaki. Ég hef lært að það borgar sig ekki að taka lán fyrir jólunum. Þess vegna þykir mér heldur súrt að vinnuveitendur okkar kennara hafi ákveðið að slá lán hjá okkur fyrir sínum jólum. Lán sem ekki er fyrirséð að verði nokkurn tíma endurgreitt að fullu. Um síðustu mánaðamót var liðið ár frá því við grunnskólakennarar settum hnefann í borðið og kröfðumst betri launa. Við létum í okkur heyra, vorum hávær, sýndum einstaka samstöðu og samhug. Okkur var talin trú um að á okkur væri hlustað og við beðin um að gefa sveitarfélögunum og kennaraforystunni tólf mánuði til að gera annan álitlegri samning. Um síðustu mánaðamót áttum við í fyrsta skipti að fá útborgað samkvæmt nýjum kjarasamningi. Um síðustu mánaðamót fengu kennarar ekki útborgað samkvæmt neinum nýjum kjarasamningi. Sé litið til sögunnar munum við fá einskonar leiðréttingu að einhverju leyti greidda í formi eingreiðslu einhverntíma í framtíðinni. Það eiga að vera bætur til okkar fyrir að spara sveitarfélögunum launahækkanir í fleiri mánuði (og í einhverjum tilfellum ár). Ég ætla ekki að segja að það hafi komið mér á óvart. Þetta var nokkurnveginn eftir uppskriftinni. Síðasta vetur kynnti ég mér nefnileg uppskriftina. Ég var ein þeirra þúsunda kennara sem hafði fyrir því að setja mig betur inn í kjaramál. Ég las mér til og ræddi við mér fróðara fólk. Ég tók þátt í undiskriftarsöfnun og hélt erindi á baráttufundi til að efla samstöðu og baráttuhug okkar kennara á þessum mikilvæga tímapunkti í kjarabaráttu okkar. Þegar mér var svo boðið í útvarpsviðtal til að ræða það að gera ætti samning til eins árs notaði ég tækifærið til að minna á þessa ofnotuðu uppskrift og spá fyrir um að enginn samningur yrði tilbúinn fyrsta desember tvö þúsund og sautján. Í því viðtali andmælti núverandi formaður Félags grunnskólakennara mér. Sagðist enga ástæðu hafa til að efast um að samningur yrði gerður á tilsettum tíma. Þegar maður hefur lifað og hrærst í kjaramálum kennara til fjölda ára ætti samt bara að vera nóg að líta á útjöskuðu blaðsíðuna í uppskriftabókinni til að átta sig á hvaða rétt er verið að malla. Ég gæti eflaust veggfóðrað auða vegginn í svefnherberginu mínu með „uppskrifta“bókum þess efnis af hverju þessi staða ætti ekki að koma neinum á óvart. Á Íslandi urðu kosningar, það tók langan tíma að mynda ríkisstjórn. Það er bullandi góðæri og stjórnvöld boða stöðugleika á vinnumarkaði. Enginn vill vera fyrstur til að kippa dúknum undan kræsingunum, slökkva á tónlistinni og kveikja ljósin. Það þarf hinsvegar ekki margar bækur til að útlista það hvers vegna það hvarflaði ekki að mér að búið yrði að semja við okkur í lok nóvember 2017, í raun get ég gert það í einni efnisgrein. Sveitarfélögin og samtök kennara voru aðilar í samkomulagi sem tryggja átti stöðugleika á vinnumarkaði. Þar með lofuðu sveitarfélögin sjálfum sér því að bæta ekki launakjör kennara umfram neina aðra. Samstaða okkar og óróleiki síðasta vetur ógnaði þessum stöðugleika og sveitarfélögin neyddust til að teygja sig eins langt og þau komust innan samkomulagsins. Hefðum við kennarar fellt samninginn hefðu sveitarfélögin mögulega þurft að fórna samkomulaginu og ganga til samninga um raunverulegar kjarabætur. Við munum þó aldrei komast að því úr þessu. Þetta þótti mér, og fjölda annarra kennara, vera augljóst. Sveitarfélögin myndu reyna sitt allra besta til að komast í gegnum árið 2017 (og helst 2018 líka) án þess að bæta kjör kennara. Þau treysta sér nefnilega ekki til að réttlæta slíkar kjarabætur gagnvart öðrum. Nú voru góð ráð dýr. Það var brugðið á það ráð að leita að öllu sem miður hafði farið í grunnskólakerfinu á síðustu árum og áratugum. Þar var af nógu að taka. Um síðustu mánaðamót þegar nýr samningur átti að liggja á borðinu lá ekkert fyrir nema hálfköruð áætlun um endurbætur á skólahúsnæði, fjölgun skjávarpa og fjölgun sérfræðinga. Með því átti að létta álagi af kennurum sem við öll eru sammála um að sé alltof mikið. Horft var fram hjá því … nei, einblínt var fram hjá því að grunnskólakennarar hafa aldrei gert kröfu á að álag á þá sé minnkað til að þeir geti réttlætt fyrir sjálfum sér að hafa léleg laun. Það þarf að laga svo ótal margt í grunnskólakerfinu á Íslandi fyrir utan laun en það þarf að laga launin! Sveitarfélögin þurfa að hysja upp um sig buxurnar og eiga að skammast sín fyrir að hafa gert samkomulag við aðra aðila vinnumarkaðarins um að kjör grunnskólakennara standi í stað og megi ekki batna. Þau eiga líka að hafa kjark til að rifta samkomulaginu sem byggir á láglaunastefnu einnar mikilvægustu fagstéttar landsins í stað þess að tefja samninga og reyna að villa um fyrir kennurum með því að senda fólk inn í skólana með smellubretti og skrúfblýanta til að telja skjávarpa. Af því að stunda líkamsrækt hef ég lært að ef ég læt hana sitja á hakanum í dagsins önn má ég ekki fara af stað með óðslegum hamagangi þegar mig langar að komast aftur í form. Hreyfingar- og metnaðarleysi skilar sér í stífum vöðvum og viðkvæmum liðum. Grunnskólakerfið hefur verið látið sitja á hakanum og er stórskaðað. Þar má að hluta kenna efnahagshruni um en líka rangri forgangsröðun og metnaðarleysi. Það þarf að fara varlega og huga fyrst og fremst að grundvallarþáttum. „Stórsókn í menntamálum“ til margra ára án þess að hefjast handa að gera kennslu launalega samkeppnishæft starf er álíka klikkað og að ætla að hefja stórsókn í líkamsrækt með því að fara út að hlaupa með ónýt hné. Stórfelldar breytingar í menntamálum skila ekki árangri fyrr en launamál kennara verða bætt. Ég get farið og keypt mér heimsins flottustu hlaupaskó og sett öll mín uppáhaldslög á spotify-playlista, það breytir því þó ekki að ég skemmi hnéin á mér enn frekar og vanlíðan mín verður enn meiri ef ég sýni líkama mínum ekki þá virðingu að fara skynsamlega af stað og miða æfingar við ástand hans. Á sama hátt er hægt að fylla skólana af skjávörpum, spjaldtölvum og spjaldtölvusérfræðingum en ef ekki er tekið á launamálum okkar kennara enda spjaldtölvusérfræðingarnir á því að sitja einir í skólunum og streyma myndböndum gegnum skjávarpana fyrir börn sem skortir menntaða kennara. Félag grunnskólakennara á að vera rekið af skynsemi, hagsýni og ráðdeild. Það á ekki að stuðla að því að sveitarfélögin fái lánaða peninga frá starfsfólki sem þarf á öllum sínum aurum að halda. FG á ekki að taka þátt í hekla þá dulu sem notuð er til að hylja þann veruleika sem takast þarf á við. Það á að greina vandann og koma viðsemjendum okkar í skilning um það hver eru hjartans mál stéttarinnar. Sú forysta sem brátt kveður hefur lagt mikla áherslu á að launakjör og starfsaðstæður skipti nánast jafn miklu máli. Það tækifæri hafa sveitarfélögin gripið á lofti og náð að halda lífi í samkomulaginu um léleg laun kennara. Meðan fólk er upptekið við að gera margra ára áætlanir um bætt starfsskilyrði getur fólk þóst vera að vinna að kjarna málsins. Ég tel afar mikilvægt að grunnskólakennarar sendi sveitarfélögunum þau skilaboð í formanns- kosningunni að forgangsröðunin sé skýr: Skjávarpar koma ekki í staðinn fyrir mannsæmandi laun. Launin þarf að leiðrétta strax í næstu samningum. Sveitarfélögin og ríkið verða að byggja „stórsókn“ sína í menntamálum á því að íslenskt samfélag sameinist um það að kennarar fái þá launaleiðréttingu sem þeir eiga skilið. Þegar búið er að ganga í það mál er smám saman hægt að byggja upp þol og þrek í átt til þess að byggja upp það skólakerfi sem við öll viljum sjá hér í landinu. Það er svo ótal margt sem þarf að laga en ég vil ekki sjá stórsókn í menntamálum fyrr en stigin hafa verið skynsamleg fyrstu skref út úr þeim vanda sem við höfum ratað í. Þetta ásamt fjölmörgu öðru er ástæða þess að ég býð mig fram til formanns FG. Ég tel mig hafa bæði þá mannkosti og hugsjónir sem þarf til að sinna því starfi og sinna því vel. Ég hlakka mikið til þess að fá að kynna mig og hugmyndir mínar á næstu vikum.Höfundur er kennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og er einn frambjóðenda til formanns Félags Grunnskólakennara.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun