Innlent

Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búast má við röskunum á flugáætlun Icelandair í morgunsárið.
Búast má við röskunum á flugáætlun Icelandair í morgunsárið. Vísir/Vilhelm
Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess.

Fundi deiluaðila í kjaradeilunni var slitið í nótt eftir að ljóst þótti að samningar myndu ekki nást. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar.

Á vef Icelandair segir að búast hafi mátti við seinkunum á morgunflugi frá Íslandi í dag. Þá var morgunflugi Icelandair til og frá Osló, Brussel, Manchester, Helsinki, München og Zürich í dag aflýst. Einnig má búast við seinkunum á komum til Íslands, vegna þeirra tafa sem orðið hafa á morgunflugi. 

Þá hefur síðdegisflugi Icelandair til Kaupmannahafnar, Osló, London og Stokkhólms einnig verið aflýst.

Sjá má hvaða flug um ræðir á vef Keflavíkurflugvallar eða í töflunum hér fyrir neðan sem verða uppfærðar eftir því sem nýjar upplýsingar berast.

Brottfarir

Áætlaðir komutímar


Tengdar fréttir

Verkfall flugvirkja Icelandair hafið

Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×