Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2017 19:00 Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira