Erlent

Segist ekki ætla að reka rannsakandann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Donald Trump hefur horn í síðu Roberts Mueller.
Donald Trump hefur horn í síðu Roberts Mueller. VÍSIR/GETTY
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump þvertekur fyrir sögusagnir þess efnis að hann hafi í hyggju að reka Robert Mueller, sem nú rannsakar tengsl samstarfsmanna forsetans við Rússa í kosningunum vestanhafs í fyrra.

Mikil ólga hefur verið innan Hvíta hússins allt frá því að Mueller var fenginn til verksins í sumar. Yfirlýsingar lögmanns forsetans á laugardag um að rannsóknarnefnd Muellers hafi tekið þúsundir tölvuskeyta í sína vörslu  með ólögmætum hætti voru einungis til þess fallnar að hella olíu á þann eld.

Sjá einnig: Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu

Í samtali við blaðamenn um helgina sagði Trump að sitt fólk sé afar óhresst með framgöngu Muellers og manna hans en hann sagðist ekki vera að íhuga að setja Mueller af, þótt það sé í hans valdi að gera slíkt.

Fjölmargir þingmenn, ekki síst úr röðum Demókrata, óttast mjög að Repúblikanar hafi í hyggju að leggja niður rannsóknarnefndina. Fjölmargir nánir samstarfsmenn forstans liggja undir grun, þar á meðal tengdasonur hans, Jared Kushner.

 


Tengdar fréttir

Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu

Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×