Innlent

Flugmenn styðja vélvirkja

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugmenn standa við bakið á vélvirkjum.
Flugmenn standa við bakið á vélvirkjum.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeildi flugvirkja við Icelandair og Samtök atvinnlífsins.

Í yfirlýsingu sem birt er á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna er skorað á samningsaðila að leita allra leiða til að finna samningsgrundvöll svo að verkfalli flugvirkja Icelandair, sem hófst í gær, geti lokið.

„Verkföll eru ávallt neyðaraðgerð þegar samningsumleitanir hafa ekki skilað árangri,“ segir í yfirlýsingunni. Deiluaðilar funduðu stíft í nótt en fundi var slitið um klukkan fjögur, án þess að niðurstaða fengist í viðræðurnar.

Verkfallið hefur haft mikil áhrif á flugáætlun Icelandair frá því í gær og hefur flugfélagið þurft að aflýsa fjölmörgum flugferðum vegna verkfallsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×