FBI varaði Trump við Rússum í kosningabaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2017 23:39 Trump var varaður við því sérstaklega að erlendir aðilar myndu reyna að njósna um framboð hans eða lauma sér inn í raðir þess. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan FBI varaði Donald Trump við að erlend óvinaríki, þar á meðal Rússar, myndu reyna að njósna um eða lauma sér inn í forsetaframboð hans í fyrra. Á þeim tíma höfðu nokkrir starfsmenn framboðsins átt í samskiptum við Rússa. Þeir greindu FBI þó ekki frá þeim samskiptum.NBC-fréttastöðin greinir frá þessu. Háttsettir fulltrúar FBI hafi fundað með Trump þegar hann var orðinn frambjóðandi repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þeir hafi sömuleiðis fundað með Hillary Clinton. Fundunum var ætlað að fræða frambjóðendurna og nánustu aðstoðarmenn þeirra um hættuna á erlendum njósnum. Frambjóðendurnir voru hvattir til þess að gera FBI viðvart um grunsamlegar umleitanir erlendra aðila. Þegar framboðið fékk viðvörunina höfðu að minnsta kosti sjö starfsmenn framboðsins átt í samskiptum við Rússa eða einstaklinga sem tengjast Rússlandi. Engin gögn eru til um að framboðið hafi greint FBI frá þeim samskiptum, að sögn NBC. Á þeim tíma er FBI sagt hafa þegar vitað af grunsamlegu mynstri samskipta starfsmanna framboðsins við Rússa. Rannsókn hafi þá verið á frumstigum. Hvíta húsið segir að Trump hafi ekki vitað af samskiptum starfsmanna framboðsins við Rússa. Það sé ekki fréttnæmt að hann hafi fengið staðlaða kynningu frá alríkislögreglunni um leyniþjónustumál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI varaði Donald Trump við að erlend óvinaríki, þar á meðal Rússar, myndu reyna að njósna um eða lauma sér inn í forsetaframboð hans í fyrra. Á þeim tíma höfðu nokkrir starfsmenn framboðsins átt í samskiptum við Rússa. Þeir greindu FBI þó ekki frá þeim samskiptum.NBC-fréttastöðin greinir frá þessu. Háttsettir fulltrúar FBI hafi fundað með Trump þegar hann var orðinn frambjóðandi repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þeir hafi sömuleiðis fundað með Hillary Clinton. Fundunum var ætlað að fræða frambjóðendurna og nánustu aðstoðarmenn þeirra um hættuna á erlendum njósnum. Frambjóðendurnir voru hvattir til þess að gera FBI viðvart um grunsamlegar umleitanir erlendra aðila. Þegar framboðið fékk viðvörunina höfðu að minnsta kosti sjö starfsmenn framboðsins átt í samskiptum við Rússa eða einstaklinga sem tengjast Rússlandi. Engin gögn eru til um að framboðið hafi greint FBI frá þeim samskiptum, að sögn NBC. Á þeim tíma er FBI sagt hafa þegar vitað af grunsamlegu mynstri samskipta starfsmanna framboðsins við Rússa. Rannsókn hafi þá verið á frumstigum. Hvíta húsið segir að Trump hafi ekki vitað af samskiptum starfsmanna framboðsins við Rússa. Það sé ekki fréttnæmt að hann hafi fengið staðlaða kynningu frá alríkislögreglunni um leyniþjónustumál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15
Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03