Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 11:57 Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Vísir/Ernir Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira