Fótbolti

Atletico kvartaði yfir Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antoine Griezmann varð þriðji í kjörinu um Ballon d'or árið 2016
Antoine Griezmann varð þriðji í kjörinu um Ballon d'or árið 2016 vísir/getty
Erlendir fjölmiðlar greina frá því í dag að Atletico Madrid hafi lagt inn formlega kvörtun til FIFA yfir hegðun Barcelona gagnvart Antoine Griezmann.

Frakkinn hefur verið mikið orðaður við spænska stórveldið að undanförnu og vilja forráðamenn Atletico halda því fram að forráðamenn Barcelona hafi brotið í bága við reglur FIFA með því að tala við nánustu ættingja Griezmann.

Griezmann skrifaði undir nýjan samning við Atletico fyrr á árinu og er samningsbundinn Madridarliðinu þar til 2022.

Guillem Balague, sérstakur sérfræðingur Sky Sports um spænska boltann, segir Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, hafa sneitt hádegisverð með fjölskyldu Griezmann, en systir hans gegnir hlutverki umboðsmans hans.

Barcelona er ekki eina liðið sem er á eftir Griezmann, en Manchester United hefur lengi verið orðað við leikmanninn. Hins vegar á kvörtun Atletico aðeins að hafa átt við Barcelona, ekki enska félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×