BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 09:00 Þessi Nissan Navara varð á vegi ljósmyndara í vesturbæ Reykjavíkur. Dæmi eru um að Navara-bílar af tilteknum árgerðum hafi brotnað í tvennt vegna tæringar í grind. Vísir Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur. Bílar Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur.
Bílar Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira