Flokkarnir ætla að taka höndum saman í framhaldi af MeToo-byltingunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 20:00 Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira