Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 21:40 Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Biskupinn hefur knúið á um kauphækkun síðast liðinn tvö ár. Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes Sigurðardóttir skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.Kjararáð ákvað á fundi sínum á sunnudag að hækka laun biskups úr tæplega 1,3 milljónum á mánuði í rúmar 1,5 milljónir en til samanburðar við laun ráðherra lítur dæmið svona út. Forsætisráðherra er nú með 2,021.825 krónur í laun að meðtöldu þingfararkaupi og aðrir ráðherra eru með 1.826.273 krónur á mánuði. Biskup Íslands var að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu með 1.281.961 krónur í mánaðarlaun, en launin verða 1.553.359 eftir ákvörðun kjararáðs. Það þýður hækkun launa með fastri yfirvinnu upp á 25 prósent.Munurinn á launum biskups og ráðherra verður því 272.914 og biskups og forsætisráðherra 468.466. Kjararáð úrskurðaði að laun biskups skyldu hækka frá og með síðustu áramótum og því má áætla að biskup fái um tæpar 3,3 milljónir króna í eingreiðslu vegna þessarar afturvirkni.Athugasemd: Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru laun biskups sögð hafa hækkað meira en í raun og veru. Hefur það verið leiðrétt í þessari útgáfu af fréttinni sem fór á vef Vísi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Kjaramál Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Biskupinn hefur knúið á um kauphækkun síðast liðinn tvö ár. Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes Sigurðardóttir skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.Kjararáð ákvað á fundi sínum á sunnudag að hækka laun biskups úr tæplega 1,3 milljónum á mánuði í rúmar 1,5 milljónir en til samanburðar við laun ráðherra lítur dæmið svona út. Forsætisráðherra er nú með 2,021.825 krónur í laun að meðtöldu þingfararkaupi og aðrir ráðherra eru með 1.826.273 krónur á mánuði. Biskup Íslands var að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu með 1.281.961 krónur í mánaðarlaun, en launin verða 1.553.359 eftir ákvörðun kjararáðs. Það þýður hækkun launa með fastri yfirvinnu upp á 25 prósent.Munurinn á launum biskups og ráðherra verður því 272.914 og biskups og forsætisráðherra 468.466. Kjararáð úrskurðaði að laun biskups skyldu hækka frá og með síðustu áramótum og því má áætla að biskup fái um tæpar 3,3 milljónir króna í eingreiðslu vegna þessarar afturvirkni.Athugasemd: Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru laun biskups sögð hafa hækkað meira en í raun og veru. Hefur það verið leiðrétt í þessari útgáfu af fréttinni sem fór á vef Vísi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Kjaramál Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56