Gula RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. desember 2017 07:00 Ég er mjög ánægð með þessa nýju ríkisstjórn. Hún virkar traust, forystumennirnir mjög hæft fólk og stjórnarsáttmálinn ber með sér að þessi hópur getur talað sig að niðurstöðu í stórum málum. Hef meiri áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Samansafn ólíkra smáflokka sem ólíklegt er að nái að stilla saman strengi. Ég á til dæmis ekki von á því að sjá Píratana og Sigmund Davíð ná saman um nokkurt mál. Það er því hætt við að aðhald muni skorta gagnvart þessari ríkisstjórn á þinginu, en slíkt er jú mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. En við þurfum kannski ekki að óttast svo mjög. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru í ríkisstjórn og það þýðir að fréttastofa RÚV mun veita kröftuga stjórnarandstöðu. Reyndar flækist það fyrir þeim að VG skuli vera í stjórninni, en þegar RÚV-ararnir komast yfir versta sjokkið af þessum hræðilegu svikum VG, þá munu þeir ná vopnum sínum. Reyndar sýndi fréttastofan að hún myndi ekki falla í einhvern hlutleysisgír bara af því að VG sveik lit. Í stjórnarmyndunarviðræðunum ákvað fréttastofa RÚV að stíga endanlega skrefið yfir til gulu pressunnar og náði að taka myndir úr leyni í gegnum glugga af manneskju að drekka freyðivín í ráðherrabústaðnum – getur verið að fréttamenn RÚV fari á sömu námskeið og fréttamenn The Sun í Bretlandi? Að slepptu smellugildinu var fréttagildið ekkert, en þetta var frábært tækifæri til að koma höggi á ríkisstjórnina og sérstaklega VG. Elítan skálar í kampavíni í boði VG á meðan alþýðan lepur dauðann úr skel. Mátulegt á VG fyrir að svíkja svona RÚV og Stundina og fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Ég er mjög ánægð með þessa nýju ríkisstjórn. Hún virkar traust, forystumennirnir mjög hæft fólk og stjórnarsáttmálinn ber með sér að þessi hópur getur talað sig að niðurstöðu í stórum málum. Hef meiri áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Samansafn ólíkra smáflokka sem ólíklegt er að nái að stilla saman strengi. Ég á til dæmis ekki von á því að sjá Píratana og Sigmund Davíð ná saman um nokkurt mál. Það er því hætt við að aðhald muni skorta gagnvart þessari ríkisstjórn á þinginu, en slíkt er jú mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. En við þurfum kannski ekki að óttast svo mjög. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru í ríkisstjórn og það þýðir að fréttastofa RÚV mun veita kröftuga stjórnarandstöðu. Reyndar flækist það fyrir þeim að VG skuli vera í stjórninni, en þegar RÚV-ararnir komast yfir versta sjokkið af þessum hræðilegu svikum VG, þá munu þeir ná vopnum sínum. Reyndar sýndi fréttastofan að hún myndi ekki falla í einhvern hlutleysisgír bara af því að VG sveik lit. Í stjórnarmyndunarviðræðunum ákvað fréttastofa RÚV að stíga endanlega skrefið yfir til gulu pressunnar og náði að taka myndir úr leyni í gegnum glugga af manneskju að drekka freyðivín í ráðherrabústaðnum – getur verið að fréttamenn RÚV fari á sömu námskeið og fréttamenn The Sun í Bretlandi? Að slepptu smellugildinu var fréttagildið ekkert, en þetta var frábært tækifæri til að koma höggi á ríkisstjórnina og sérstaklega VG. Elítan skálar í kampavíni í boði VG á meðan alþýðan lepur dauðann úr skel. Mátulegt á VG fyrir að svíkja svona RÚV og Stundina og fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun