Herða öryggisgæslu eftir sjálfsvíg Praljak Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2017 23:30 Enginn öryggisvörður var nógu nálægt Praljak til að koma auga á eitrið. Vísir/Getty Rannsakendur við alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag reyna nú að koma til botns í því hvernig stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak komst með eitur inn í dómsal. Praljak lést síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa innbyrt blásýru eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Lögreglan í Hollandi mun einnig rannsaka atvikið og þá sérstaklega hvernig Praljak kom höndum yfir eitrið. Líklega verður fyrst litið á augljóstasta misbrestinn í öryggisgæslunni, að enginn vörður hafi setið við hlið Praljak í dómsal. Venja er fyrir því að minnst einn öryggisvörður vakti hvern sakborning við dómstólinn. Þegar dómur var kveðinn upp yfir Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, voru til að mynda tveir verðir sem vöktuðu hann. Tveir öryggisverðir voru í salnum en hvorugur tók eftir flöskunni sem Praljak hélt á þegar dómurinn var kveðinn upp. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Atvikið átti sér stað staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“ Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Króatískur stríðsglæpamaður lést eftir að hafa innbyrt eitur í dómsal Stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa drukkið eitur í kjölfar niðurstöðu alþjóðadómstólsins í Haag sem staðfesti 20 ára dóm yfir honum. 29. nóvember 2017 14:12 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Rannsakendur við alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag reyna nú að koma til botns í því hvernig stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak komst með eitur inn í dómsal. Praljak lést síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa innbyrt blásýru eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Lögreglan í Hollandi mun einnig rannsaka atvikið og þá sérstaklega hvernig Praljak kom höndum yfir eitrið. Líklega verður fyrst litið á augljóstasta misbrestinn í öryggisgæslunni, að enginn vörður hafi setið við hlið Praljak í dómsal. Venja er fyrir því að minnst einn öryggisvörður vakti hvern sakborning við dómstólinn. Þegar dómur var kveðinn upp yfir Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, voru til að mynda tveir verðir sem vöktuðu hann. Tveir öryggisverðir voru í salnum en hvorugur tók eftir flöskunni sem Praljak hélt á þegar dómurinn var kveðinn upp. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Atvikið átti sér stað staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“
Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Króatískur stríðsglæpamaður lést eftir að hafa innbyrt eitur í dómsal Stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa drukkið eitur í kjölfar niðurstöðu alþjóðadómstólsins í Haag sem staðfesti 20 ára dóm yfir honum. 29. nóvember 2017 14:12 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Króatískur stríðsglæpamaður lést eftir að hafa innbyrt eitur í dómsal Stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa drukkið eitur í kjölfar niðurstöðu alþjóðadómstólsins í Haag sem staðfesti 20 ára dóm yfir honum. 29. nóvember 2017 14:12