Fótbolti

Ramos setti nýtt met í brottrekstrum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ramos þekkir þetta útsýni ágætlega
Ramos þekkir þetta útsýni ágætlega vísir/getty
Sergio Ramos bætti miður skemmtilegt met í gær, þegar hann var rekinn útaf í jafntefli Real Madrid og Athletico Bilbao í La Liga deildinni á Spáni.

Ramos fékk sitt annað gula spjald í leiknum á 86. mínútu og var því sendur í sturtu. Þetta var í 19. skipti sem Ramos hefur verið rekinn af velli í spænsku deildinni, oftar en nokkur annar leikmaður í sögu deildarinnar.

Áður höfðu Pablo Alfaro og Xavi Aguado átt metið saman, en báðir áttu 18 brottrekstra á ferlinum.

Ramos er einnig sá leikmaður Real sem hefur fengið flest rauð spjöld á ferlinum. Þetta var 24. rauða spjald hans frá upphafi ferils síns í öllum leikjum, sem er tvöfalt meira en nokkur annar leikmaður Spánarmeistaranna hefur fengið. Sá sem kemst næst fyrirliðanum er Fernando Hierro, með 12 rauð spjöld.

Á 12 tímabilum með Real hefur Ramos aðeins einu sinni náð heilu tímabili án þess að fá rautt spjald. Á fyrsta tímabili hans, 2005/06, var hann fjórum sinnum rekinn af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×