Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn Árni Jóhannsson skrifar 4. desember 2017 22:00 Brynjar Þór Björnsson var í stuði. Vísir/Ernir Það voru miklar vonir bundnar við að leikur KR og Tindastóls yrði hörkuviðureign áður en boltanum var kastað upp í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Raunin varð allt önnur því KR-ingar gripu völdin nánast frá fyrstu mínútu og létu þau ekki af hendi fyrr en að búið var að flauta af.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum. Heimamenn byrjuðu á þvi að spila ógnargóða vörn í fyrsta leikhluta sem kom í veg fyrir að Stólarnir náðu að skora en jafnvel þegar gestirnir náðu góðu skotunum þá vildi boltinn ekki ofan í. Tindastóll skoraði ekki nema 10 stig í fyrsta leikhluta á móti 21 stigi heimamanna og þar með var tóninn gefinn. KR herti tökin á leiknum í öðrum leikhluta og voru fljótlega komnir með 20 stiga forskot sem þeir héldu út hálfleikinn en staðan í hálfleik 47-27 fyrir KR. Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínum mönnum og var kominn með 22 stig í hálfleik og það er gífurlega erfitt að eiga við hann í þeim ham. 20 stiga forysta var fljót að breytast í 30 stiga forystu þegar seinni hálfleikur byrjaði. Hálfleiksræða Israel Martin virðist ekki hafa virkað nokkurn skapaðan hlut því andleysi gestanna hélt áfram og í tvær af fyrstu þremur sóknum Stólanna enduðu með því að þeir köstuðu boltanum út af. KR gekk á lagið og hélt áfram að salla niður körfum. Eini leikmaður Tindastóls sem var með einhverju lífsmarki á þessu tímapunkti var Sigtryggur Arnar Björnsson en hann endaði með 22 stig og var sá eini sem reyndi að einhverju leyti allan leikinn. Hinir leikmenn Tindastóls voru hættir allt of snemma til að veita honum aðstoð. Það var formsatriði að klára leikinn í fjórða leikhluta en Tindastóll reyndi að klóra í bakkann og náði muninum niður fyrir 20 stig en það var bara í 20 sekúndur eða svo. KR hélt fengnum hlut og enduðu leikar 97-69.Afhverju vann KR?KR mætti tilbúið til leiks að verja heimavöllinn sinn í kvöld. Þeir hafa haft það í huga að á ferðinni var heitasta lið landsins í Tindastól og ætluðu þeir ekki að gera þeim kleyft að ná toppsætinu til baka af ÍR. Þeir settu Stólana út af laginu með góðum varnarleik og nýttu síðan sóknir sínar vel og voru t.d. búnir að setja niður 4 þristja á fyrstu þremur mínútum leiksins. Það skemmir ekki heldur að hafa fyrirliða eins og Brynjar Þór Björnsson í miklum ham en hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 33 stig ásamt því að vera góð fyrirmynd í varnarleiknum.Hvað gekk illa?Sóknarleikur gestanna gekk illa. Í fyrri hálfleik reyndu þeir 14 þriggja stiga skot og hittu ekki úr einu einasta. Það munar um minna þegar lið eins og KR mætir tilbúið í slaginn. Þeir hengdu síðan haus of snemma og þegar slíkt gerist þá er ekki aftur snúið.Hverjir stóðu upp úr?Áðurnefndur Brynjar Þór Björnsson var maður lekiksins. Hann skoraði 33 stig, gaf 3 stoðsendingar og stal tveimur boltum í kvöld. Hann fékk góða hjálp frá liðsfélögum sínum en allir leikmenn KR sem fengu mínútur lögðu lóð á vogarskálarnar. Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar sá eini sem hægt er að tala um að hafi staðið sig í kvöld. Hann endaði leikinn með 22 stig og var sá eini sem reyndi að gera einhverja hluti allan leikinn. Hvað næst?KR þarf að leggja land undir fót og spila við Hött í næstu umferð. Hetti hefur ekki gengið vel í deildinni en ef það er einhver leikur til að sýna hvað í sér býr þá er það þegar Íslandsmeistararnir mæta til leiks. KR þarf því að passa sig á þeim leik. Stólarnir mæta Njarðvíkingum í Síkinu en Suðurnesjamenn mæta særðir til leiks eftir tap gegn grönnum sínum úr Keflavík. STólarnir vilja væntanlega sýna sitt rétta andlit á heimavelli og því getur það orðið hörkurimma.Tölfræðin úr leiknum: KR-Tindastóll 97-69 (21-10, 26-17, 26-22, 24-20)KR: Brynjar Þór Björnsson 33, Björn Kristjánsson 18/6 stoðsendingar, Jalen Jenkins 12/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/12 fráköst, Zaccery Alen Carter 7, Darri Hilmarsson 6/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 5.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 22/5 fráköst, Brandon Garrett 11/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/11 fráköst, Viðar Ágústsson 7, Axel Kárason 5/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/4 fráköst/6 stoðsendingar.vísirSigtryggur Arnar Björnsson: Verðum fljótir að gleyma þessum leik Besti maður Tindastóls í kvöld, Sigtryggur Arnar Pétursson, var sammála því að hans menn mættu ofjarli sínum í leik liðsins á móti KR í kvöld. „Þeir voru bara geggjaðir í kvöld. Brilli í ruglinu og hitti úr öllu eins og fleiri, þeir hittu ótrúlega vel og við gátum eiginlega ekkert gert. Þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gengur upp hjá þeim en ekkert upp hjá okkur. Það sést líka á stigatöflunni“. „Maður fer að hika, eitthvað sem maður á ekki að gera þegar maður er góður skotmaður en það bara gerðist í þessum leik. Í seinni hálfleik reyndi ég að pikka þetta upp sjálfur en það gekk ekki upp“, sagði Sigtryggur þegar hann var spurður hvort það hefði sest of fljótt á sálina hjá mönnum að það hafi gengið illa á fyrstu mínútunum. Sigtryggur Arnar sagði að lokum að þessi leikur myndi ekki hafa nein áhrif á framhaldið hjá Tindastól, það væru bara þrír sigurleikir fram að jólum og að þeir yrðu fljótir að gleyma þessum leik og mæta tilbúnir í þann næsta.Brynjar Þór Björnsson: Eitt skref í rétta átt„Það var kominn tími til að þetta yrði minn dagur, svona til þess að losa aðeins um andlegu hliðina sem hefur ekki verið á réttum stað það sem af er tímabilsins. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið vel hjá mér hingað til en þegar maður er aðeins jákvæður og hugsar á jákvæðu nótunum þá er auðveldara að framkvæma hlutina. Mér fannst við betur stilltir heldur en við höfum verið hingað til á tímabilinu“, sagði fyrirliði KR Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í leikinn og hvort þetta hafi verið hans dagur í dag. Það er ekkert grín að halda stólunum í færra en 70 stigum og skora að sama skapi 97 stig á þá. Brynjar var spurður hvort allt hafi gengið upp hjá KR í leiknum. „Við erum búnir að spila ansi oft á móti þeim á undanförnum tímabilum og vitum kannski hverjir helstu veikleikar þeirra eru. Þeir spila gríðarlega sterka vörn en það eru veikleikar sem hægt er að stíla inn og við höfum gert það í gegnum tíðina. Mér finnst alltaf mjög gaman að spila við Stólana, þeir eru líkamlega sterkir. Eru svona utan af landi lið, líkamlega sterkir, góðir í körfubolta og alltaf hrikalega skemmtilegt að spila við þá“. „Við vorum ekki okkur líkir í seinasta leik hérna í DHL-höllinni en þegar við erum rétt stilltir og vörn og sókn eru á sömu blaðsíðu þá eiga fá lið séns í okkur. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á og eitthvað sem við getum notað í næstu þremur leikjum sem eru risastórir upp á framhaldið í deildinni. Við viljum vinna deildina í fimmta skipti í röð og þetta var eitt skref í rétta átt“.Brynjar Þór BjörnssonVísir/Ernirvísir/vísirVísirSigtryggur Arnar Björnsson.Vísir/Ernir Dominos-deild karla
Það voru miklar vonir bundnar við að leikur KR og Tindastóls yrði hörkuviðureign áður en boltanum var kastað upp í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Raunin varð allt önnur því KR-ingar gripu völdin nánast frá fyrstu mínútu og létu þau ekki af hendi fyrr en að búið var að flauta af.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum. Heimamenn byrjuðu á þvi að spila ógnargóða vörn í fyrsta leikhluta sem kom í veg fyrir að Stólarnir náðu að skora en jafnvel þegar gestirnir náðu góðu skotunum þá vildi boltinn ekki ofan í. Tindastóll skoraði ekki nema 10 stig í fyrsta leikhluta á móti 21 stigi heimamanna og þar með var tóninn gefinn. KR herti tökin á leiknum í öðrum leikhluta og voru fljótlega komnir með 20 stiga forskot sem þeir héldu út hálfleikinn en staðan í hálfleik 47-27 fyrir KR. Brynjar Þór Björnsson fór fyrir sínum mönnum og var kominn með 22 stig í hálfleik og það er gífurlega erfitt að eiga við hann í þeim ham. 20 stiga forysta var fljót að breytast í 30 stiga forystu þegar seinni hálfleikur byrjaði. Hálfleiksræða Israel Martin virðist ekki hafa virkað nokkurn skapaðan hlut því andleysi gestanna hélt áfram og í tvær af fyrstu þremur sóknum Stólanna enduðu með því að þeir köstuðu boltanum út af. KR gekk á lagið og hélt áfram að salla niður körfum. Eini leikmaður Tindastóls sem var með einhverju lífsmarki á þessu tímapunkti var Sigtryggur Arnar Björnsson en hann endaði með 22 stig og var sá eini sem reyndi að einhverju leyti allan leikinn. Hinir leikmenn Tindastóls voru hættir allt of snemma til að veita honum aðstoð. Það var formsatriði að klára leikinn í fjórða leikhluta en Tindastóll reyndi að klóra í bakkann og náði muninum niður fyrir 20 stig en það var bara í 20 sekúndur eða svo. KR hélt fengnum hlut og enduðu leikar 97-69.Afhverju vann KR?KR mætti tilbúið til leiks að verja heimavöllinn sinn í kvöld. Þeir hafa haft það í huga að á ferðinni var heitasta lið landsins í Tindastól og ætluðu þeir ekki að gera þeim kleyft að ná toppsætinu til baka af ÍR. Þeir settu Stólana út af laginu með góðum varnarleik og nýttu síðan sóknir sínar vel og voru t.d. búnir að setja niður 4 þristja á fyrstu þremur mínútum leiksins. Það skemmir ekki heldur að hafa fyrirliða eins og Brynjar Þór Björnsson í miklum ham en hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 33 stig ásamt því að vera góð fyrirmynd í varnarleiknum.Hvað gekk illa?Sóknarleikur gestanna gekk illa. Í fyrri hálfleik reyndu þeir 14 þriggja stiga skot og hittu ekki úr einu einasta. Það munar um minna þegar lið eins og KR mætir tilbúið í slaginn. Þeir hengdu síðan haus of snemma og þegar slíkt gerist þá er ekki aftur snúið.Hverjir stóðu upp úr?Áðurnefndur Brynjar Þór Björnsson var maður lekiksins. Hann skoraði 33 stig, gaf 3 stoðsendingar og stal tveimur boltum í kvöld. Hann fékk góða hjálp frá liðsfélögum sínum en allir leikmenn KR sem fengu mínútur lögðu lóð á vogarskálarnar. Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar sá eini sem hægt er að tala um að hafi staðið sig í kvöld. Hann endaði leikinn með 22 stig og var sá eini sem reyndi að gera einhverja hluti allan leikinn. Hvað næst?KR þarf að leggja land undir fót og spila við Hött í næstu umferð. Hetti hefur ekki gengið vel í deildinni en ef það er einhver leikur til að sýna hvað í sér býr þá er það þegar Íslandsmeistararnir mæta til leiks. KR þarf því að passa sig á þeim leik. Stólarnir mæta Njarðvíkingum í Síkinu en Suðurnesjamenn mæta særðir til leiks eftir tap gegn grönnum sínum úr Keflavík. STólarnir vilja væntanlega sýna sitt rétta andlit á heimavelli og því getur það orðið hörkurimma.Tölfræðin úr leiknum: KR-Tindastóll 97-69 (21-10, 26-17, 26-22, 24-20)KR: Brynjar Þór Björnsson 33, Björn Kristjánsson 18/6 stoðsendingar, Jalen Jenkins 12/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 8/12 fráköst, Zaccery Alen Carter 7, Darri Hilmarsson 6/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 5.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 22/5 fráköst, Brandon Garrett 11/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/11 fráköst, Viðar Ágústsson 7, Axel Kárason 5/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/4 fráköst/6 stoðsendingar.vísirSigtryggur Arnar Björnsson: Verðum fljótir að gleyma þessum leik Besti maður Tindastóls í kvöld, Sigtryggur Arnar Pétursson, var sammála því að hans menn mættu ofjarli sínum í leik liðsins á móti KR í kvöld. „Þeir voru bara geggjaðir í kvöld. Brilli í ruglinu og hitti úr öllu eins og fleiri, þeir hittu ótrúlega vel og við gátum eiginlega ekkert gert. Þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gengur upp hjá þeim en ekkert upp hjá okkur. Það sést líka á stigatöflunni“. „Maður fer að hika, eitthvað sem maður á ekki að gera þegar maður er góður skotmaður en það bara gerðist í þessum leik. Í seinni hálfleik reyndi ég að pikka þetta upp sjálfur en það gekk ekki upp“, sagði Sigtryggur þegar hann var spurður hvort það hefði sest of fljótt á sálina hjá mönnum að það hafi gengið illa á fyrstu mínútunum. Sigtryggur Arnar sagði að lokum að þessi leikur myndi ekki hafa nein áhrif á framhaldið hjá Tindastól, það væru bara þrír sigurleikir fram að jólum og að þeir yrðu fljótir að gleyma þessum leik og mæta tilbúnir í þann næsta.Brynjar Þór Björnsson: Eitt skref í rétta átt„Það var kominn tími til að þetta yrði minn dagur, svona til þess að losa aðeins um andlegu hliðina sem hefur ekki verið á réttum stað það sem af er tímabilsins. Hlutirnir hafa ekki alveg gengið vel hjá mér hingað til en þegar maður er aðeins jákvæður og hugsar á jákvæðu nótunum þá er auðveldara að framkvæma hlutina. Mér fannst við betur stilltir heldur en við höfum verið hingað til á tímabilinu“, sagði fyrirliði KR Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í leikinn og hvort þetta hafi verið hans dagur í dag. Það er ekkert grín að halda stólunum í færra en 70 stigum og skora að sama skapi 97 stig á þá. Brynjar var spurður hvort allt hafi gengið upp hjá KR í leiknum. „Við erum búnir að spila ansi oft á móti þeim á undanförnum tímabilum og vitum kannski hverjir helstu veikleikar þeirra eru. Þeir spila gríðarlega sterka vörn en það eru veikleikar sem hægt er að stíla inn og við höfum gert það í gegnum tíðina. Mér finnst alltaf mjög gaman að spila við Stólana, þeir eru líkamlega sterkir. Eru svona utan af landi lið, líkamlega sterkir, góðir í körfubolta og alltaf hrikalega skemmtilegt að spila við þá“. „Við vorum ekki okkur líkir í seinasta leik hérna í DHL-höllinni en þegar við erum rétt stilltir og vörn og sókn eru á sömu blaðsíðu þá eiga fá lið séns í okkur. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á og eitthvað sem við getum notað í næstu þremur leikjum sem eru risastórir upp á framhaldið í deildinni. Við viljum vinna deildina í fimmta skipti í röð og þetta var eitt skref í rétta átt“.Brynjar Þór BjörnssonVísir/Ernirvísir/vísirVísirSigtryggur Arnar Björnsson.Vísir/Ernir
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti